Leita í fréttum mbl.is

Kæra þjóð sem telur sig ekkert þurfa að vera í nánu samstarfi við Evrópu!


Var að hlusta á Guðna Th í útvarpinu. Vissuð þið að frá því í stríðinu og fram til 1960 voru nær allar stærri framkvæmdir hér fjármagnaðar eða studdar af Bandaríkjunum því landsframleiðsla okkar stóð ekki undir lífskjörum.
  • - Semenntverksmiðjan var styrkt af Bandaríkjunum
  • - Áburðaverksmiðjan var byggð fyrir Marhall aðstoðina.
  • - Fiskiskipaflotinn var að mestu endurnýjaður með Marshall aðstoðinni
  • - Fullt af öðrum framkvæmdum voru kostaðar af Bandaríkjum að hluta eða öllu leiti. T.d. flugvöllurinn eða kannski flugvellirnir ef við tökum Reykjavíkurflugvöll sem Bretar byggðu fyrir okkur. 
  • - Auk þess þá fengum við aðstoð Bandaríkjana við að fá hagstæð lán á öllum þessum tíma.

Menn tala alltaf eins og þetta hafi allt verið gert af okkur fyrir okkar eigið fé.  En við vorum eina þjóðinn sem græddi verulega á stríðinu og komumst svona inn í nútíman. Með því að hóta Bandaríkjunum sífellt að við þyrftum að leita til Sovétríkjana ef þeir vildu ekki hjálpa okkur.


Þegar við gengum í EFTA þá fengum við fjáhagsstuðning til að geta uppfyllt skilyrði okkar til að gerast aðilar að þeim samningi og hann kom frá öðrum EFTA ríkjunum.
Þegar við gerðumst aðilar að EES þurfum við að fá ýmsar undanþágur m.a. að kostnaðarþátttöku.
Held stundum að fólk sé ekki að fatta það að staða okkar í dag eftur að Bandaríkin þurfu ekki völlinn er þannig að hér verður ekki stórkoslegar framfarir nema að við göngum í nánara samstarf við Evrópu. Og getum gert það óhrædd því við höfum alltaf getað teflt fram trompinu að við séum örþjóð og því þurfi allir aðilar að vera góðir við okkur.


Bloggfærslur 4. apríl 2014

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband