Leita í fréttum mbl.is

Hvað eiga menn við þegar þeir segja á útlendingar aðlagist ekki okkar menningu?

Maður heyrir þetta í umræðunni víða. En hvað eiga menn við?

  • Sumir tala um að fólkið tali ekki Íslensku. En ég man þá tíð þegar ég var lítill fyrir mörgum áratugum að þá voru hér útlendingar sem höfðu komið í kjölfar stríðsins og þeir töluðu mjög óskýra íslensku þannig að maður skildi þau varla. En voru samt hinir bestu borgarar og færðu okkur ýmsa þekkingu og færni sem við höfum nýtt okkur síðan.
  • Sumir tala um að í smáatriðum hegði þau sér öðruvísi en dæmigerður Íslendingum. M.a. að sumar erlendar konur séu með slæður. Man þá tíð fyrir ekkert mjög löngu síðan að allar eldri konur og jafnvel yngri voru með slæður hér.
  • Sumir tala um að þau borði ekki Svínakjöt. Það eru margir Íslendingar sem borða það ekki heldur. Og sumir borða bara ekkert kjöt.
  • Það er talað um að þau hegði sér öðruvísi biðji oft á dag og þurfi að snúa á ákveðna átt. Fyrirgefið en hvað hefur það með menningu okkar að gera. Hér býr fólk sem biður aldrei til Guðs. Hér eru trúleysingjar, ofurtrúaðir og allt þar á milli. Þetta er eins með múslima og okkur sem hér erum fædd.
  • Einu sinni ekki fyrir mörgum árum var stefnan hér á landi að loka þroskahamlaða og fatlaða inn á stofnunum, afgirtum til að að við sem erum "eðlileg" þyrftum ekki að horfa á svona frávik eða deila kjörum með þeim. Einu sinni voru blökkumönnum á Keflavíkurflugvelli bannað að fara út fyrir girðingu á meðan hvítir fengu það. Þetta bara bara vegna hræðslu sem átti sér engar rökrænar skýringar.
  • Það er verið að tala um glæpi og hryðjuverk sem fylgi múslimum. Held að heimiliserjur og drykkja okkar Evrópubúa valdi 90 eða kannski 99% fleiri dauðföllum á almennum borgurum. Og hér á landi hefur sambúð trúarfélaga gengið bara vel og ég t.d. vissi ekki fyrr en þetta fór að komast í fréttir að múslímar væru búnir að hafa bænaaðstöðu í áratugi hér án þess að það hafi truflað einn né neinn utan söfnuðarins.
  • Það hefur alltaf verið hópur sem vill ekki útlendinga hingað. Og sérstaklega ef þeir líta ekki nákvæmleg út eins og við. Þetta átti við um fólk frá Víetnam, Thailandi, Filippseyjum, Austur Evrópu, Fólk frá Afríku og svo framvegis. En hræðsluáróður þessara hræddu Íslendinga hefur sjaldnast verið reistur á staðreyndum eða reynslu. Flestir þessi einstaklingar sem hingað hafa komið hafa reynst okkur drjúgir t.d. að byggja he´r upp, í ferðaþjónustu og bara út um allt.

Ísland hefur á síðustu árum orðið með auknum samskiptum við heiminn fjölmenningarsamfélag þar sem býr fólk af ýmsum uppruna og með ýmsa siði. En um leið er landið með fremstu þjóðum í mannréttindum og lýðræði sem byggir á 1000 ára hefð. Við förum t.d framarlega í mannréttindum samkynhneigðra, kvenna og bara almennt. Þá eru við í þróun við að vinna að réttindum fatlaðra og gera þá virka og sýnilega í samfélaginu. Við eigum að vera framarlega í verkalýðsmálum og svona væri hægt að halda áfram.

Við eru blessunarlega laus undan boðvaldi kirkjurnar sem stjórnaði og tók þátt í kúgun með stjórnvöldum hér um aldir. Og kirkjan hefur þar með breyst fyrir þá kristnu og hefur minna veraldlegt vald.

Við höfum hér lög um réttindi og skyldur borgarana sem allit eiga að fara eftir og því skil ég ekki þessa hræðslu fólks mið fjölmenninguna. Við Íslendingar erum stolt af landinu okkar og við hættum því ekkert þó hingað flytji fólk sem vill setjast hér að. Það kemur flest með eitthvað með sér inni í menninguna sem við græðum á. T.d. fjölbreytnin í matargerð. Þá hafa þau einnig séð til þess að störf sem við viljum ekki vinna séu unnin eins og þrif og annað.

 


Bloggfærslur 2. október 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband