Leita í fréttum mbl.is

Þetta gengur náttúrulega ekki lengur!

Heyrði þessa sögu um daginn frá manni sem heimsótti vinsælan ferðamannastað fyrir Norðan.

 

Gestur: Rosalega er mikið af ferðamönnum hér. Þið hljótið að vera mjög ánægð!

Heimamaður: Uss nei við vildum helst ekki sjá þetta. Það er vissulega fullt af ferðamönnum en við höfum nær ekkert nema ama af þeim. Að minnstakosti erum við fæst að fá nokkara tekjur og sveitarfélagið hefur nær bara útgjödl af þessari fjölgun.

Gestur: Nú en hér eru fullt hótelum og gistingu og það þarf jú að þjónusta fólkið þannig að hér hljóta að verða til miklir peningar.

Heimamaður: Vissulega verða hér til peningar en við sjáum bara minnst af þeim.

  • Hingað koma fullt af rútum með ferðamenn vissulega, en það eru fyrirtæki að sunnan sem eiga þær og þangað fer hagnaðurinn af þeim.
  • Það eru vissulega bílstjórar og leiðsögumenn en þeir eru jú flestir eða nær allir að sunnan og því eru heimamenn ekkki að fá neinar tekjur af þessu.
  • Þá er það gistingin. Vissulega eru hér nokkur hótel og gististaðir. En þeir eru í eigu félaga sem eru staðsett fyrir sunnan og því skaffa þau minnst af tekjum fyrir sveitarfélagið. Þá eru starfsmenn felstir tímbundið ráðnir útlendingar og fæstir Íslendidngar. Enda flest störfin láglaunastörf.
  • Hér eru allir vegir að hrynja undan rútunum og ríkið hefur ekki sýnt minnsta lit að bæta vegakefið.
  • Þú ættir að upplifa það að hafa þúsndir manna daglega í þínu bæjar eða sveitarfélagai sem stæði við garðinn þinn og starði á þig. Jafnvel gerði þarfir sínar í garðinn þinn.

Heimamaður: Ef að þetta væri að skapa okkur tækifæri og tekjur fyrir sveitarfélagið sem og að að fyrirtækjunum gert að skila hér einhverju í líkingu við útsvar til okkar þá væri þetta allt annað mál. Ef að ríkið kæmi verulega inn með uppbyggingu ferðamannastaða og tryggði að heimamenn fengju tekjur af ferðamönnum þá væri fólk jákvæðara. En þangað til fari þessir túristar til andskotans.

Gestur: Það er bara svona. Ekki hafði ég hugsað út í þetta.


Bloggfærslur 20. apríl 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband