Leita í fréttum mbl.is

Ert þú rasisti?

Margir hér á blogginu og samfélagsmiðlum móðgast rosalega þegar orð þeirra eru sögð vera rasísk.

Svona t.d. "Mér er ekki illa við útlendinga þ.e. ef þeir eru eins og ég haga sér eins og ég og tala Íslensku. Annars geta þeir bara verið heima hjá sér."  Svona létum við um miðja síðustu öld gagnvart þeim sem voru með annan húðlit en við. Við komum svona fram við fatlað fólk. Þ.e. komum þeim fyrir utan þéttbýlis þar sem fólk þurfti ekki að horfa á þau. Þannig komum við fram við t.d. þá hermenn sem voru dökkir á hörund upp á Keflavíkurflugvelli. Og þannig koma og tala margir um múslima í dag. Þó það sé ljóst að allir þeir múslimar sem hér búa hafa verið hið besta fólk og bara unnið hér og starfað ef það hefur fengið tækifæri til þess.

En svo er hópur fólks sem reynir að tengja þetta fólk við hryðjuverkamenn og geðsjúklinga í útlöndum.

En fyrir fólk sem lætur sovna um leið og það segist ekki vera rasistar þá er er rétt að benda t.d. á þessa skilgreiningu:

"

Kynþáttahatur er að finna til andúðar á tilteknum hópi fólks sem skilgreindur er út frá kynþætti. Kynþáttahatur liggur oft þjóðernisátökum til grundvallar.

kynþáttahatur er sú hugmynd að kynþættir mannkyns séu eðlisólíkir og eru þá sumir kynþættir taldir öðrum æðri. Vísindaleg kynþáttahyggja er söguleg undirrót rasisma en hann birtist oftast sem kynþáttahatur eða kynþáttafordómar og getur leitt til mismununar á grundvelli kynþáttar. Greinarmunur er gerður á kynþáttahatri og útlendingaótta þótt hvort tveggja geti farið saman en útlendingaótti er andúð eða styggð gagnvart útlendingum eða framandi menningu, án kerfislegrar hugmyndafræði. Í daglegu tali er orðið rasismi notað um hverskyns mismunun gagnvart útlendingum, byggða á arfbundnum, útlitslegum, menningarlegum .[1] Þá hefur orðið hversdagsrasismi einnig verið kynnt til sögunnar „til að sýna fram á hvernig kerfisbundinn rasismi endurnýjast að miklu leyti í gegnum rútínu eða hversdagslega hegðun, sem tekin er sem sjálfsögð í daglegu lífi“.[2]"

 


Bloggfærslur 12. ágúst 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband