Leita í fréttum mbl.is

Þið litla hrædda fólk! Ég vorkenni ykkur!

Svona eftir lestur blogga, facebook t.d. hjá þjóðfylkingunni og ýmsar síður þá sé ég að það er hópur fólks hér á landi sem á verulega bágt!

Það hlýtur að vera erfitt að lifa við það að vera skít hrædd við allt og alla. Fólk er hrætt við múslima af því að það eru einhverjir öfgamenn þar sem hafa framið hryllileg morð. En fólk er ekkert hrætt við Bandaríkjamenn þar sem fjöldi manna er drepinn á hverjum degi í árásum.

Fólk er hrætt við að útlendingar taki af þeim störfin. Þó er vitað að hér gæti ekkert fyrirtæki stækkað við sig þar sem hér er ekkert atvinnuleysi og því er okkur nauðsyn að fá fólk hingað til að vinna.

Það er hrætt við múslima og vill banna þeim að koma hingað. En svona þeim til upplýsingar þá búa örugglega einhverjar milljónr múslima i Evrópu og njóta því þeirra réttinda að þau geta komið hingað ef þau svo kjósa.

Þá er líka ljóst að hér hafa múslimar búið um áratugi án nokkurra vandamála.

Þetta sama fólk dreifir bulli um að krakkar á leikskólum sé svikið um að borða svínakjöt af því að þar séu múslimar sem er bull. Alveg eins og krakkar með hnetuofnæmi er séð fyrir annarri fæðu þá fá múslimar bara val um annað.

Þetta sama fólk lét svona þegar hingað fluttu Víetnamar, Ungverjar, frá fyrrum Júgóslaviu, Palestínu og svo framvegis. Þá átti bara allt að fara hér til fjandans í hvert skipti. En úps það hefur ekki skeð. hér væru varla byggði öll þessi hús ef hingað kæmi ekki vinnuafl til að byggja þau. Það væru hér engir að þrífa og hreinsa í kring um okkur m.a. á sjúkrahúsum ef að við gætum ekki náð í vinnuafl erlendis bæði innan og utan EES.

En alltaf þarf þessi sami hópur að standa á kassa og boða enda Íslands. Hvernig væri nú að hætta að búa til vandamál fyrirfram.

Held að fólki hljóti að líða illa að byrja hvern dag í að leita á netinu að einhverju sem rökstyður þessa órökstyðjanlegu hræðslu fólks. Og reyna svo að trorða hræðslunni yfir á aðra á netinu.


Bloggfærslur 22. ágúst 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband