Leita í fréttum mbl.is

Jæja! Á meðan að fylgjendur stjórnarflokkana hafa verið önnum kafnir að berja á Samfylkingunni!

Á þeim tíma hefur ýmislegt gerst og m.a. stofnaður nýr hægri flokkur sem á held ég eftir að laska bæði Sjálfstæðisflokkinn, Framsókn og fleiri flokka. Það er Viðreisn.  En þar er kominn flokkur með nútímalegri áherslur og ekki eins forpokaður og hinir hundraðára gömlu afturhaldsflokkar. En menn bæði hér á blogginu og almennt í umræðunni hafa bara verið fókuseraðir á hatur sitt á Samfylkinunni. Jafnvel látið Vg nær alveg í friði þó hann mælist helminigi stærri en Samfylkingin. Og á meðan hefur þetta gerst:

Af eyjan.is

Með því að öflugir, hægrisinnaðir liðsmenn hafi gengið til liðs við Viðreisn aukast líkurnar á því að flokkurinn taki til sín kjósendur sem hingað til hafa lýst yfir stuðningi við Pírata. Gagnrýnt hefur verið síðustu vikur að framboðslistar Pírata, sem hafa verið að birtast kjósendum, séu skipaðir fremur vinstrisinnuðu fólki og fæli þar með frá sér kjósendur af hægri vængnum.

Þessi umræða hefur meðal annars sést frá Ernu Ýr Öldudóttur, fyrrum formanni framkvæmdaráðs Pírata. Erna Ýr tók þátt í prófkjöri Pírata í Reykjavík en hafði ekki erindi sem erfiði og hvarf við svo búið á braut úr flokknum. Hún hefur þó ekki legið á skoðunum sínum og bent á að mikil vinstrisvipur sé á framboðslistum flokksins.

Í gær bárust þau tíðindi úr herbúðum Viðreisnar að þeir Pawel Bartoszek stærðfræðingur og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefðu gengið til liðs við Viðreisn. Egill Helgason segir í pistli hér á Eyjunni að þeir Pawel og Þorsteinn séu báðir afburðaklárir hægri menn. Koma þeirra til liðs við Viðreisn muni styrkja flokkinn, bæði gegn Pírötu en einnig gegn Sjálfstæðisflokkunum. Þeir Pawel og Þorsteinn séu markaðssinnaðir og alþjóðasinnaðir.

Það er í þessum tveimur atriðum sem skilur helst milli þeirra og Sjálfstæðisflokksins eins og hann er nú um stundir. Það hefur verið talað um Viðreisn sem einhvers konar miðjuflokk, en þarna hallast hann til hægri. Með þessa menn í forystu er hann skeinuhættari Sjálfstæðisflokknum en manni hefur virst, en ólíklegri til að skaða Samfylkinguna. En hún á náttúrlega nóg með að verjast ógninni frá Pírötum.

 


Bloggfærslur 24. ágúst 2016

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband