Leita í fréttum mbl.is

Væri gott ef að einhver skýrði þetta betur út fyrir okkur!

Með því að skattleggja inneignir í séreignarsparnaði er væntanlega verið a taka um 37% af inneignum í þessum sjóðum. Og af því sem þar verður greitt inn. Þetta eru skattar sem hefðu komið síðar vegna úttekta úr þessum sjóðum. Hvernig komum við til með að bæta fyrir þær tekjur næstu áratugina sem þá koma ekki i þar sem þegar er búið að skattleggja þær. Verður þetta ekki til þess að fólk reynir að flytja séreignarsparnað á almenna reikninga þ.e. hætta að leggja fyrir því að þar bera þessir aurar bara 18% fjármagnstekjuskatt og mótframlagið verður nánast ekki neitt þar sem að 37% er tekið af þessu í tekjuskatt og útsvar.

Ef þetta er samt hægt þá væri það fínt en ég held að fólk verði nú fyrir áfalli þegar að ríkð tekur strax um 37% af öllu sem það hefur safnað í eeinu út. Og ef að þetta yrði t.d. til þess að ríkð þurfi næstu 10 árin að skera niður til að mæta minna skattfé sem hefur þegar verið greiddur þá er spurning hvort að betur sé heima setið en af stað farið. Kannski hægt að fara einhvern milliveg. En sé ekki hvernig að hægt sé að mjólka þetta án þess að þetta kerfi líði undir lok.


mbl.is Segir sig úr ríkisfjármálahópi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er sjálfsagt að ræða þessa hugmynd og kannski er þetta skynsamlegast í stöðunni.

En það er þá mikilvægt að menn kalli það sínu rétta nafni: við værum að taka skatttekjur seinni kynslóða að láni. Í sjálfu sér er enginn eðlismunur á að stoppa upp í járlagagat með þessari aðferð eða með lántöku.

Stefán Pálsson (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 19:52

2 identicon

Ef þú flytur sparnaðinn á almennann reikning þá byrjar þú á því að borga tekjuskatt af laununum og svo greiðir þú skatt af vaxtatekjunum ... Ágætt að hafa það líka í huga að lífeyrissparnaður er eign sem ekki má ganga að ef einstaklingur verður gjaldþrota - þess vegna er dapurlegt að þeir sem eru við það að rúlla yfir hafi verið hvattir til að taka sparnaðinn sinn út

Jón (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 20:41

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En ef það verður tekið 37% af inneign fólks í séreignarsjoðum þá lækkar upphæð sem fók hefur til ávöxtunar um það sem því nemur. Þannig að t.d. einhver sem er 30 ára í dag og á 1 milljón myndi eftir að skattur er tekin af inneigninni eiga um 630 þúsund. Og síðan yrði hann að treysta á að eftir 35 ár verði ekki einhver flokkur eða hópur manna við völd sem freistist ekki til að skattleggja þetta aftur.

Mér skilst í dag að Þessa sjóði borgi sig að taka út áður en fólk fer á eftirlaun þar sem að þessar upphæðir skerða greiðslur frá tryggingarstofnun. Það gæti líka verið bragð sem ríkið myndi nota næstu áratugi til að bæta sér upp tekjutapið þá.

Sem og að hvaðan á ríkið að fá tekjur á móti sköttum sem við tökum núna af þessum eignum.

En eins og ég segi þá er hægt að skoða þetta. Kannski hægt að innheimta helminginn af sköttum núna. Og hinn helmingin þegar þetta er tekið út.

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.5.2010 kl. 21:05

4 identicon

Hvernig dettur mönnum í hug að láta lífeyrissjóðsstjórnir um að ávaxta skatttekjur framtíðarinnar?

Er ekki betra að nota þær NÚNA til að koma í veg fyrir hrun samfélagsins?

Marat (IP-tala skráð) 23.5.2010 kl. 21:19

5 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Persónulega er ég á móti því að láta skattleggja séreign mína strax, ég vill halda áfram að fresta þessari skatttöku þangað til ég verð 60 ára (þegar ég byrja að taka út sparnaðinn).  Sú staðreynd að það sé ekki tekin fjármagnstekjuskattur af ávöxtun er einmitt sú ástæða þess að ég held áfram að spara inn á séreignasjóð.  Eins og Jón bendir á hér að ofan þá er ekki hægt að ganga á sjóðinn ef til gjaldþrota kemur, fyrir utan þá staðreynd að sjóðurinn erfist samkvæmt lögerfðum komi til fráfalls sjóðseiganda.

En til að sefa skammsýnismenn eins og Marat hér að ofan, þá hlýtur að vera hægt að sækja peninga af öðrum stöðum en sparifé almennings.  Ég vill samt ekki móðga Marat þótt ég kalli hann skammsýnismann, enda vill Marat örugglega þjóðinni allt hið besta eins og við öll.  Ég skal "kannski" seljast inn á hugmyndina að skattleggja séreignagreiðslur einstaklinga frá og með deginum í dag (t.d. í 1 eða 2 ár eftir einhverjum skilgreindum leiðum), en ALLS EKKI skattleggja þá upphæð sem nú liggur inni, að mínu mati er sú upphæð heilög.  Mér finnst það ætti að finna einhverjar aðrar leiðir, þær hljóta að vera til.

Garðar Valur Hallfreðsson, 24.5.2010 kl. 07:53

6 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Það er eitt sem ber að skoða í þessu sambandi og það er sá möguleiki að sattar verði enn hærri þegar sparnaðurinn er tekinn út. Þá er ég að meina hátekjuskattinn. Náist um það samkonuleg að skattleggja núverandi innistæður í lægsta þrepi, þá er búið að girða fyrir að sparnaðurinn verði skattlagður sem hátekjur, þegar hann er leystur út. Það er að mörgu að hyggja í þessu sambandi.

Ég tel að lífeyrissjóðum verði betur treystandi ef eitthvað er, fyrir séreignasparnaði. Skaði þeirra sem verðveittu hann í bönkunum var sumstaðar algjör.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.5.2010 kl. 10:18

7 identicon

Af hverju á að fresta skattlagningu? Skatturinn er ekki eign lífeyrisþegans.

Marat (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 10:28

8 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

Það á að festa skattlagningunni vegna þess að ég hef ekki fengið lífeyrinn greiddan út ennþá.  Mjög einfalt mál.

Garðar Valur Hallfreðsson, 24.5.2010 kl. 10:35

9 identicon

Lífeyrir er skyldusparnaður settur á með lögum frá Alþingi. Séreignarsparnaður er aðferð til að skylda launagreiðanda til að hjálpa til við umframsparnað. Sjálfsagt og eðlilegt er að taka skatt af amk séreignarsparnaði strax enda engir hagsmunir fólgnir í því fyrir lífeyriseigandann að fresta skattlagningu. Það skiptir hann engu máli.

Marat (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 10:45

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

En Marat ef að þessi skattur á innistæður og innborganir verður tekinn nú. Þá minnka skatttekjur ríkisins kannski um 10 til 20 milljarða næstu áratugina er það eitthvað betra? Er það ekki ekki svipað og við erum að greiða í vexti af erlendum lánum?  Og þetta er þá umtalvert sem þarf að skera varanlega niður á móti þessu. Þetta er upphæð sem kannski er um 30 til 40% af rekstri Landspítalans. Vill fá að að sjá þetta betur útreiknað áður en ég samþykki þetta.

Eins vek ég athygli að fólk getur ekki treyst á að einhver flokkur komist ekki til valda næstu áratugi og tvískatti þetta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2010 kl. 11:09

11 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá viðbót. Las þetta á heimsíðu Björns Vals:

Þess má geta að hugmyndir sjálfstæðisflokksins við að ná tökum á efnahagsástandinu snúast að stórum hluta um nýja skattlagningu á lífeyrissparnaði, eða réttara sagt, að fá fyrirfram greiddan skatt af lífeyrisgreiðslum sem myndi jafnt skerða framtíðartekjur ríkisins og rýra framtíðartekjur lífeyrisþega, nokkurskonar kúlulán. Það vill reyndar svo til að við Vilhjálmur Egilsson erum sammála um að þessar tillögur sjálfstæðismanna eru glapræði. Til að gæta allrar sanngirni er rétt að taka það fram að flokkurinn leggur líka til í þessu sambandi að lækka skatta, veita skattafslætti og hlú að einkabönkum. En það er svo sem ekkert nýtt við það

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.5.2010 kl. 11:14

12 identicon

Auðvitað minnka framtíðartekjur ríkisins. En við vitum minna um framtíðina en nútíðina. Ef við getum ekki leyst vandann í nútímanum, hvernig ætlum við að leysa vandann í framtíðinni?

 Mín tillaga er því: Fyrst leysum við þann vanda sem snýr að okkur núna - og þá get ég lofað því að við erum betur í stakk búin til að leysa vanda framtíðarinnar. 

 Við stöndum frammi fyrir tveimur kostum: Að taka lán með háum vöxtum og fresta skatttekjum, eða taka skattana strax og þá þurfum við:

a) minni lán og minni vaxtakostnað

b) minni niðurskurð

c) minna atvinnuleysi

d) minni kreppu

Hvað varðar speki Björns Vals um að við séum að rýra "framtíðartekjur lífeyrisþega" þá skil ég ekki lógikina í því.

En grunnatriðið er þetta: Ef það springur á bílnum, eigum við þá fara á puttanum í bæinn á leigubíl frá AGS, af því við ætlum að "geyma" varadekkið?

Marat (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 11:41

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við getum bætt við þessa samlíkingu við varadekkið.

Við erum búin að vera með mörg varadekk í skottinu un áraraðir og jafn lengi verið dregin í bæinn.

Og ég er að tala um þorskstofninn sem er óveiddur að hluta og margsannað að liggur í sjálfsáti vegna átuleysis um mörg tímabil skoðað.

Þessi glæpur gegn samfélaginu er stundaður með það fyrir augum að mynda meiri spennu á leigumörkuðunum fyrir kvótagreifana.

Það eru víst einhver dæmi um það á undangengnum ca 20 árum að stjórnvöld okkar hafi gert eitthvað af viti og hegðað efnahagsstjórnun í nánd við það sem fullorðið fólk gerir.

Ég man þessi dæmi reyndar ekki í svipinn.

En þetta hefur verið fullyrt við mig af vönduðu fólki sem ég þori ekki svo mjög að rengja.

Árni Gunnarsson, 24.5.2010 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband