Leita í fréttum mbl.is

Landsdómur - Fordæmi!?!!!?

Þingmenn og fleiri hafa keppst við að segja okkur að Landsdómur eigi sér fordæmi í lögum flestra landa. Og ég er viss um að það er rétt hjá þeim. En það væri nú gott að fá að vita hvort og þá hvenær þessir dómsstólar hafa verið virkjaðir hjá öðrum? Og eins hvaða málum hefur verið vísað til þeirra. Mér vitanlega hefur það aðallega tíðkast í öðrum löndum að ráðherrar axla ábyrgð með því að segja af sér. Menn hafa getað nefnt eitt dæmi í Danmörku þar sem að ráðherra skipaði að ljúga eða fela mál hundruða innflytjenda þ.e.

Atvik voru þau, að Erik Ninn-Hansen, dómsmálaráðherra, gaf árið 1987 munnlega skipun um að umsóknum tamílskra flóttamanna frá Sri Lanka um að ættingjar þeirra gætu flutt til þeirra til Danmerkur skyldu ekki afgreidd heldur stungið undir stól. Um var að ræða flóttamenn sem vildu sameinast ættingjum sínum sem bjuggu fyrir í Danmörku og er talið að þessi skipun hans hafi haft áhrif á um 5-6000 flóttamenn.

Skipunin var að sjálfsögðu ólögleg, en það hefði líka verið lögbrot af hálfu embættismanna að fylgja henni ekki. Því hrúguðust umsóknir flóttamannanna upp og voru þær ekki afgreiddar fyrr en 1989, þegar Ninn-Hansen fór frá sem dómsmálaráðherra.

Þegar upp komst um málið sagði ríkisstjórnin af sér og sósíal-demókratar tóku við völdum. Rannsóknarnefnd rannsakaði máið og vegna niðurstöðu hennar var Ninn-Hansen ákærður af danska þinginu árið 1994 fyrir embættisfærslur sínar og dæmdi Ríkisrétturinn hann árið 1995 í fjögurra mánaða fangelsi, en refsing skyldi falla niður héldi hann skilorð í eitt ár. Hann áfrýjaði málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu, sem vísaði málinu frá. ( sjá hér)

Þetta er eina skiptið sem hann hefur komið saman. Í Noregi var sambærilegur dómsstóll síðast kallaður saman 1927. Sbr

Ríkisrétturinn var mikið notaður á seinni hluta 19. aldar í Noregi til að afnema neitunarvald konungs á lög og tryggja þingræðið. Hann var síðast kallaður saman árið 1927.( sjá hér)

Held að lönd beit þessu ekki nema að sannað sé að glæpsamlegt lögbrot eða annað liggi undir. Ráðherra axla ábyrgð með afsögn í nær öllum tilfellum og það er talði duga.

Hér er verið að ákæra 3 til 4 ráðherra fyrir að hafa ekki brugðist rétt við árið 2008 og vitnað í einhvern vafasaman fund í febrúar 2008 sem og að hafa skrifað undir skilyrði um að reyna að draga úr stærð bankana í maí 2008. Þrátt fyrir að allir þingmenn vita að þá voru stjórnvöld að reyna að fá banka til að sameinast, flytja starfsemi eins og Icesave úr landi sem og að Seðlabanki lýsir því yfir í maí 2008 að bankakerfið hér sé nokkuð traust.

Sjá þingmenn virkilega ekki að þeir eru með þessu að kalla á að nú verður þetta norm í framtíðinni að þegar ráðherra ljúka störfum eða eftir kosningar að störf þeirra og stærri ákvarðanir verði lagðar fyrir dóm? Og halda menn að fólk flykkist í framboð ef að hugsanlegar eftir á skýringar segja að einhver hefði getað gert eitthvað öðruvísi kalli á að þau verði látin sæta sakamálarannsókn?

Eins finnst mér að þingmannanefndin komi með tillögu um að ásaka bara þessa 4 ráðherra fyrir atburði frá febrúar 2008 til sept 2008 sé í versta falli brandari þegar nær allir sérfræðingar eru á því að þessu hruni var ekki hægt að bjarga nema að brugðist hefði verið við fyrir árið 2007. Og eins þá bendir nefnd Alþingis ekki á það nákvæmlega hvað þau hefðu átt að gera. Og ég heyrði ekki af því hvort að nefndin rannsakaði það atrið sem þau nefna og fjallar um að kalla saman Ríkisstjórnarfund um alvarleg mál. Hefur það tíðkast hér og ef ekki af hverju þá að kæra bara fyrir þennan fund. Hefur t.d. Ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms gert þetta?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband