Leita í fréttum mbl.is

Íran: Árás Bandaríkjamanna í vor?

Nú var ég að lesa á www.ruv.is að álitið sé að Bandaríkjamenn íhugi innrás í Íran í vor. Þeir eru farnir að safna á svæðið stórum hluta herafla sínum. Talað er um að þetta gæti hugsanlega orðið í vor. Ég spyr hverju ætla þeir að áorka með innrás? Ætla þeir að eyðileggja kjarnorkuverin? Steypa stjórninni? Hvernig ætla þeir að halda utan um eða breyta einhverju þarna með því að ráðast þangað inn? Halda þeir eins og við innrásina í Íraka að allir hlaupi út á götu og fagni þeim og síðan verði óðara komið á fyrirheitna landið með McDonalds og Coka Cola. Eða eru þeir þarna til að styðja Ísrael þegar Ísraelar ráðast á Íran og kjarnorkuver þeirra með kjarnorkusprengjum? Ég trúi þeim til alls.

www.ruv.is

Íran: Árás Bandaríkjamanna í vor?

Stjórnvöld ýmissa Evrópuríkja óttast að Bandaríkjamenn séu í þann mund að láta til skarar skríða gegn Íran, bæði vegna tregðu Írana til að falla frá kjarnorkuáformum sínum, og fara að samþykktum Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en ekki síður vegna aukinna umsvifa Írana í Írak. Í hálft þriðja ár hafa Bretar, Þjóðverjar og Frakkar þrásinnis lagt ýmsar tillögur fyrir ráðamenn í Teheran, boðið þeim ábatasöm viðskipti og ýmsa tækniþekkingu, og sitthvað fleira, legðu þeir kjarnorkuáætlun sína fyrir róða, hættu að auðga úran. Bandaríkjastjórn studdi þessa viðleitni til skamms tíma. En ekki lengur. Íranar hvika hvergi, þeir virðast staðráðnir í því að kjarnorkuvæðast. Og Bandaríkjamenn bíta í skjaldarrendurnar.

Þeir hafa stefnt 50 herskipum inná Persaflóa, þar á meðal tveimur flugvélamóðurskipum. Þá herma heimildir í Búlgaríu að flugvellir þar, og í Rúmeníu, verði notaðir í loftárásum á Íran í apríl. Ráðamenn í Washington annars vegar, og í Lundúnum, París og Berlín hins vegar, greinir á um þrennt. Hvort nauðsynlegt sé að beita Írana hervaldi, hve nákvæmlega eigi að fylgja eftir ályktun Öryggisráðsins um að beita Írana viðskiptaþvingunum, og öðrum refsingum, vegna kjarnorkuáforma þeirra, og hvernig eigi að bregðast við þeim mótþróa sem Rússar sýna í Öryggisráðinu þegar reynt er að þrýsta á Írana. Þá segir Guardian að Bandaríkjastjórn telji Írana veita andspyrnumönnum í Írak hátæknivopn og annan stuðning, ekki bara sjítum í suðri heldur líka súnnítum í Anbar og víðar. Umsvif Írana í Írak hafi stóraukist í vetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband