Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að hnykkja á þessu!

Miðað við að Icesave er talið kosta okkur hugsanlega 47 milljarða sennilega minna. Þá er Íslenska þjóðin að fara að greiða atkvæði um eitthvað sem er aðeins dýrara en Harpa tónlistarhús sem er talið kosta endanlega með öllu um 32 milljarða.

Og miðað við að gamli landsbankinn var að fá arðgreiðslur vegna Iceland verslunarkeðjunar upp á 60 milljarða fyrir síðasta ár þá tel ég sennlegt að við þurfum þ.e. þjóðin aldrei að borga neitt. Því ef að við reiknum þetta út þá eru þega nokkurhundruð milljarðar á reikningum í Breska seðlabankanum og heildareignir Landsbankans taldar um 1100 milljarða virði. Og nú ef að eignirnar eru að skila svona miklum arði aukast þær verulega þar til 2016 þega við förum að borga af höfuðstólnum.

46 milljarðar eru hvað eins og rúmlega 4 Héðinsfjarðargöng. Þetta eru nokkurnvegin held ég samsvarandi skuldum Kópavogsbæjar.

Því er kannski ekkert skrýtið að Steingrímur segi:

„Nei ég efast um það vegna þess hvernig það er vaxið. Ég tel, og það kannski hneykslar einhverja, en ég ætla að segja það samt. Ég tel þetta mál ekki svo stórt.“ 


mbl.is Icesave-málið ekki það stórt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju vilja Bretar og Hollendingar þá ekki bara hirða eignirnar og láta okkur í friði?

Þeir vilja ekki taka sénsinn, við eigum að taka hann.

Geir Jónsson (IP-tala skráð) 23.2.2011 kl. 22:26

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  ÉG SEGI NEI VIÐ ICESAVE!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 24.2.2011 kl. 00:44

3 identicon

Eg segi NEI við icesave!!!

Sverrir Torfason (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 01:25

4 identicon

Ég segi NEI við ICESAVE!!!

Jóhann Jóels (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 02:21

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvort sem þú tekur mark á hræðsluáróðri eða ekki, þá eru bæði skynsamleg rök og varúðarrök fyrir því að merkja við nei.

Ef eignirnar standa svona vel undir kröfum í þrotabúið eins og stjórnvöld (og Maggi) virðast tilbúin að veðja á, þá verður þetta endurgreitt 100% og verði Bretum og Hollendingum þá að góðu að fara í mál, tjónabætur fyrir núll prósent tjón eru nákvæmlega núll krónur og ekki getum við tapað á því.

Ef hinsvegar eignirnar reynast minna virði en gert var ráð fyrir (eins og er strax byrjað að koma í ljós með NBI) þá getur Ísland aðeins tapað á því ef það er búið að skrifa undir samning um ríkisábyrgð. Það myndi heldur ekki koma í veg fyrir frekari dómsmál því samningurinn er óframfylgjanlegur án þess að brjóta fleiri lög, og jafnframt skapa þar með enn meiri bótaskyldu ef hún er á annað borð fyrir hendi.

Og núna getum við líka öll merkt við "nei" áhyggjulaus, fyrst að Maggi er búinn að bjóðast til að borga þetta fyrir okkur og auglýsir það meira að segja með stórum borða efst á síðunni sinni. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 24.2.2011 kl. 04:26

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Guðmundur við erum að tala um að leysa deilu sem hefur sett allt í frost. Við erum að tala um samninga um að greiða af Icesave skv. samningi sem ver okkur fyrir að t.d. þurfa að greiða of mikið á ákveðnum tímum. Með dómi þá erum við ekki í aðstöðu að semja um eitt nét neitt. Sem og að við sjálfsagt verðum að selja eignir strax í stað þess að hámarka þær. Auk þess bíður okkar verri lánakjör á meðan þetta verður fyrir dómi. Sem og þau óþægiindi að vera með þetta mál ófrágengið sem snertir alla þá sem skipta við þessi lönd sem og fleiri. Minni líka á að fyrirgreiðsla nágranalanda okkar er bundin við að við göngum frá þessu máli.  Ef að fólk er að hrópa nú vegna kyrrstöðu hér þá lagast hún ekki á meðan þetta er ófrágengið.

Það eru 2 af helstu matsfyrirtækjum búin að segja að láns hæfi okkar verði lækkað ef ekki verður gengið frá þessu svo að við skulum taka með í reikninginn alla þá milljarða sem við þurfum að greiða aukalega við að fá ekki eins hagstæð lán og við getum fengið ef við göngum frá þessu.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2011 kl. 18:09

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

"við erum að tala um að leysa deilu sem hefur sett allt í frost."

Hvað nákvæmlega er í frosti? Það eina sem ég hef tekið eftir að sé í frosti er heilabúið á Jóhönnu og Steingrími þegar þau þrjóskast við að hlusta á fólkið sem þau eiga að vera að vinna fyrir.

"Auk þess bíður okkar verri lánakjör á meðan þetta verður fyrir dómi."

Verri lánakjör? Ert þú að fara að taka lán? Hver er að fara að taka lán? Ég hélt að þetta bannsetta hrun hefði orðið vegna of mikillar skuldsetningar. Þá hlýtur að vera fínt að fá slæm lánakjör til að fæla menn frá því að halda áfram á braut ofurskuldsetningar og glötunar!

"óþægiindi að vera með þetta mál ófrágengið sem snertir alla þá sem skipta við þessi lönd sem og fleiri"

Óþægindi? Heldurðu semsagt að það verði eitthvað minni "óþægindi" að þurfa að setja allt að 5% af fjárlögum í þetta á hverju ári næstu áratugina? Það er skattheimta sem leggst á ALLA, ekki bara þá sem þurfa að skipta við þessi lönd og nokkra aðra. Vinsamlegast ekki gera lítið úr því að það eru börnin mín sem eiga eftir að þurfa að greiða þetta ef það verður samþykkt! Svo er það umdeilanlegt hvort Íslendingar eiga nokkuð yfir höfuð að vera að eiga viðskipti við Breta eftir framkomu þeirra við okkur.

"Það eru 2 af helstu matsfyrirtækjum"

Kannsi þau sömu og gáfu okkur einkunina AAA í ágúst 2008? Engin manneskja með meira en hálfa heilafrumu tekur mark á þeim lengur.

"alla þá milljarða sem við þurfum að greiða aukalega við að fá ekki eins hagstæð lán og við getum fengið ef við göngum frá þessu."

Og hugsaðu þér alla milljarðana sem við spörum á því að SLEPPA ÞVÍ AÐ BORGA ÞETTA! Og hugsaðu þér hversu miklu lægri vaxtakostnaður ríkisins verður, ef við SLEPPUM AÐ TAKA LÁN því við eigum alls ekkert að vera að gera það hvort eð er nema við viljum endurtaka hrunið. Við höfum líka enn minni not, hvort sem er raunveruleg eða ekki, fyrir slík lán ef við eigum allt að 5% afgang af fjárlögum vegna þess að við BORGUM EKKI Icesave. Þetta er sama hlutfall og veitt er til dómsmálaráðuneytisins, þ.m.t. dómstóla, löggæslu- og fangelsismála, á hverju ári.

Maggi, því miður þá eru öll rökin sem þú nefnir fyrir því að við eigum að samþykkja þetta, af sama toga og þau atriði ollu því að efnahagslífið hrundi til grunna haustið 2008. Ertu viss um að þú viljir halda þá sömu braut á ný?

Guðmundur Ásgeirsson, 25.2.2011 kl. 23:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband