Leita í fréttum mbl.is

Eru ekki þversagnir í þessu hjá Lilju?

Þetta er nú ekki svo greindarlegt há Lilju. Hvað á hún við með:

Ef krónunni verður skipt út fyrir evru á núverandi gengi verður lítið úr skuldum fólks og laun munu smámsaman hækka og nálgast laun í evrulöndunum.

Er þetta ekki gott!

Og hvað á hún við með:

  Eignir Íslendinga verða jafnframt lítils virði og því hætta á að lífeyrisgreiðslur muni ekki hækka jafnhratt og laun.

Hef nú ekki heyrt að eignir þjóða  sem hafa tekið upp evru lækki. T.d. Íbúðaverð hefur ekki lækkað í löndum sem eru með evru umfram önnur lönd.

Þá held ég að Lilja gleymi alveg að fólk er orðið þreytt á því að geta ekki gert áætlanir fram í tímann því að krónan sveiflast eins og ég veit ekki hvað. Sem og að hækkanir t.d. á olíuverði hækkar þá hækka lán hjá fólki. Þetta er það sem fólk er þreytt á. Sem og þessi gervi gróði sem verður þegar gengi krónunnar lækkar og fleiri krónur fást fyrir seldar vörur erlendis en skapar í raun ekki nein verðmæti fyrir okkur nema fyrir þa sem eru að selja þessar vörur.

Og þessi speki hennar með vexti sem ekki lækki mikið vegna þess að menn vilji ekki lána til vandræðalands er náttúrulega eitthvað sem hún hefði fyrr átt að hugsa um ásamt vinum sínum í Vg. En ætli fleiri hafi ekki áhyggjur af því að vextir hér eigi eftir að hækka aftur ef við höldum krónunni. Sem og að hún gleymir að með upptöku evru erum við að færa hluta eða nær alla peningamálastjórn til Evrópska seðlabankans sem er jú vegna þess að við höfum ekki trúverðugleika og getur til að stýra þessum gjaldmiðli. Sem einmitt hlýtur að skapa okkur traust.

Við höfum ekki ráðið við krónuna í 80 ár. Hún hefur rýrnað um nítíu og eitthvað % á þessum tíma.


mbl.is Segir vexti lítið lækka með upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband