Leita í fréttum mbl.is

Þá verða 6 þingmenn sem hafa í raun ekkert umboð neinna á þingi.

Ef að órólega deildin stofnar stjórnmálaflokk þá þingmenn án umboðs í raun orðnir 6 á Alþingi. Ef að þau stofna nýjan Þingflokk þá verður næstu Landsfundir Vg skrautlegir þar sem þá stendur Vg að 2 þingflokkum sem eru með sitthvora stefnunna.

Hreyfingin er svo annað dæmi þar sem sitja 3 þingmenn sem valdir foru og kosnir sem þingmenn Borgarahreyfingarinnar en sögðu skilið við hana fljótlega eftir að þau komu á þing. Og jú Þráinn er kominn í annan arm Vg.

Er þetta boðlegt kjósendum þessara flokka?


mbl.is Íhuga að stofna þingflokk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já Magnús þetta heitir lýðræði gegn flokksræði og færingaræði sem hér er allt að drepa!

Sigurður Haraldsson, 14.4.2011 kl. 19:17

2 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Er það boðlegt kjósendum þessara flokks að þingmenn gangi geng kosningaloforðum og samþykktum þess?

Fyrst þú sleppir Þráinn í þessari upptalningu er hann þá með stuðning kjósenda sinna þegar hann gekk út úr hreyfingunni, sat áfram á þingi og fór þá síðan í VG.

Þessir 6 hafa vissulega atkvæðin og kjósendur á bak við sig enda voru þau kosin á þingið, aftur á móti er deilt hvort þessir kjósendur stýðji þá. Sama má segja um allt þingið því eflast eru margir kjósendur flokkana löngu búnir að gefast upp á þeim. Samt koma þessi aðilar og vilja endalaust lýsa yfir að þeir hafa stuðning kjósenda sinna.

Mæli með að sitja upprétt í stólnum og horfa aðeins lengra frá kassanum ... þá kannski getur maður horft út fyrir samfylkinguna og á heildarmyndina.

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 14.4.2011 kl. 19:28

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Siguðurður þetta hefur ekkert með lýðræði að gera. Fólk sem kaus t.d. Vg var ekki að kjósa t.d. Ásmund til að hætta svo bara í þingflokknum. Ásmundur komst inn sem uppbótarþingmaður þannig að atkvæði fólks um allt land stuðlaði að því að hann kæmist á þing. Þau kusu hann ekki sérstaklega heldur flokkinn sem slíkan. Efast um að margir hafi merkt sérstaklega við hann.  Þetta hefur bara ekki rassgat með lýðræði að gera. Alveg eins og engin kjósandi kaus neinn þingmann á þing með stefnu Hreyfingarinnar.

Hér á Íslandi hefur fólk í gegnum tíðina kosið flokka enda þarf ógurlegar breytingar á kjörseðlum til að ákveðnir menn færist úr því sæti sem flokkarnir raða þeim. 

Ekkert lýðræði í þessu. Þau fara þarna gegn Landsfundum sínum og vilja flokksins sem fjármagnði kosningar þeirra, stóð að því að kynna þau og lagði upp stefnu sem þau voru svo kosin fyrir

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2011 kl. 19:40

4 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Magnús þau eru bara að reyna að fylgja stefnu VG eftir sem Steingrímur er búinn að svíkja alla sína kjósendur með!!!!Þú vilt kannski vilja vita það enda hentar það þér ekki Magnús!!!! En hverju lofaði Steingrímur nú í kosningunum,við skulum sjá.....

Það skal aldrei farið í ESB

Icesafe ekki að ræða það að almenningur borgi

Burt með AGS

Þetta fólk er að reyna að standa við kosnigaloforð sím gagnvart kjósendum sínum og eiga þau hrós skilið fyrir það.Annað en Steingrímur hefur gert gagnvart kjósendum sínum enda er hann ofurseldur Jóhönnu og getur ekki hugsað sér að missa stólinn...............

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.4.2011 kl. 20:35

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Marteinn ég veit ekki betur en að landsfundur Vg hafi samþykkt að Vg færi í þetta ríkisstjórnarsamstarf og þingflokkur samþykkt að Ísland myndi sækja um ESB og samningurinn yrði lagður í dóm kjósenda. Atli talar um kynajaða hagstjórn sem hafi brugðist og nefir að um 80% af þeim störfum sem hafa verið lögð niður hafi verið störf kvenna. Hann gleymir að athuga að 70% starfsmanna eru konur. Á sjúkrahúsum eru 90% konur og karlar oft læknar út á landi og því erfitt að segja þeim upp.  Ásmundur talar um að það sem fyllti mælinn hjá honum hafi verið meðferðinn á Guðfríði Lilju en meiri hluti þingmanna Vg kaus þar. Og nú hefur Árni dregið sig til baka.  Og svo þessi fluga sem Ásmundur er með um djúpa aðlögun sem enginn annar sér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2011 kl. 20:45

6 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Magnús ekki gleyma því að það var ekki þaðsem fólkið kaus yfir sig og það langt frá því,enda í næstu kosningum munu VG með Steingrím þurrkast út en á móti held ég að þau sem yfirgáfu flokkinn munu fá talsvert fylgi enda eru þau að standa við kosningaloforðin sem Steingrímur er búinn að svíkja....

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.4.2011 kl. 20:56

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Minni þig á að í síðustu kosningum voru Vg og Samfylkingin í samstarfi og höfðu verið frá því í Febrúar með stuðningi framsóknar. þannig að kjósendur Vg vissu alveg að hverju myndi stefna eftir kosningar. Því að Vg var búið að lýsa því yfir að samstarf við Sjálfstæðisflokk kæmi ekki til greina.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2011 kl. 21:23

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Og svo það sé tekið fram þá held ég að einn sterkasti og ábyrgasti maður í núverand stjórn er Steingrímur Joð. Ekki viss um að margir hefðu getað þolað það sem hann hefur þurft að standa í. Lilja með allar patentlausnir sínar. : Lýsa yfir gjalþroti okkar og ræða við Parísarklubbin, hætta að greiða af lánum eins og Argentína, skattleggja inneignir á séreignarsparnaði til að láta þá börnin ráða fram úr því að skatttekjur hefðu þá lækkað í framtíðinni. Draga úr hagræðingu til að draga þetta fram til næstu kynslóða og láta þær bjarga þessu.  Atli að tala um að það sé svakaleg missmunun í þeim störfum sem hefur fækkað og þar séu um 80% kvennastörf en óvart eru 70% ríksstarfsmanna konur þannig að það skeikaði ekki svo miklu og á sjúkarhúsum eru  þær um 80 til 90% starfsmanna þannig þar er nú aðalskýringin.  Og þessi skýring Ásmunda að aðlögunarferlið sé svo skakalegt að hann á ekki orð. Minni á að engum lögum hefur verið breytt og í engu neinar stórbreytingar orðið.

Ég bara kaupi þetta ekki. Ef hér væru fullt af penignum á lausu þá væri öruggleg hægt að gera margt við þessu sem þau tala um en svo er bara ekki og meirihluti þeirra sem eru í þessu stjórnarsamstarfi eru bara ekki sammála Lilju og co. Þó á köflum hafi verið reynt greimmt að koma á móts við þeirra kröfur þá geta þau bara ekki reiknað með að þau 3 ráði fyrir aðra.

Magnús Helgi Björgvinsson, 14.4.2011 kl. 21:32

9 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Maggi það er komið að leiðarlokum hjá þessari ógnarstjórn sem betur fer svo núna held ég að þú þurfir að fara að finna þér eitthvað annað að skrifa um

Marteinn Unnar Heiðarsson, 14.4.2011 kl. 21:38

10 identicon

Þingmenn eru ekki bundnir af neinu öðru en sannfæringu sinni þannig að í guða bænum hættið þessu væli...

stjáni (IP-tala skráð) 14.4.2011 kl. 23:21

11 identicon

Sæll Maggi minn.

Rekkinn ætlar að bjóða þér upp á ókeypis námskeið í 101 lýðræði ef þú ert til í að hætta að frussa þessa endaleysu í ölkolluna augnablik.  Þingmenn þurfa, sama fyrir hvern eða hvernig þeir eru kosnir á Alþingi að sverja eið að stjórnarskránni.

Þeim ber einungis að fara að lögum og eftir eigin sannfæringu. Þetta ákvæði er stjórnarskrárbundið.

Er það tilviljun að þetta er haft svona, eða er ákveðin hugsun þar að baki?

Það er ákveðin grundvallar lýðræðisleg rökhugsun á bak við þetta Maggi minn til að tryggja sjálfstæði kjörinna þingmanna gagnvart framkvæmdavaldinu í landinu. Ekki síður er þetta haft svona til að vernda og tryggja sjálfstæði þingmanna gagnvart mögulegu flokksræði eigin flokka til að tryggja að ekki sé hægt að ógna einstökum þingmönnum með missi þingsætisins ef þeir eru ekki sammála forystu og/eða meirihluta þingflokks.

Þetta er lykilatriði að baki þessa ákvæðis í stjórnarskrá. Gera þingmanninn óháðan og sjálfstæðan enda er hann kosinn beinni almennri kosningu ÞÓ það sé á vegum einhvers skipulegs framboðs í kosningu til Alþingis.

Þingmaðurinn þiggur sem sagt vald sitt beint og milliliðalaust frá kjósendum sem enginn veit hverjir eru vegna þess að hér á landi fara fram leynilegar kosningar.

Þeir sem telja það eðlilegt að þingmaður víki sæti ef hann er ekki sammála forystu eða þingflokki og kljúfa sig út eru að óska eftir algeru flokksræði=einræði.

Einræði stendur skrifað vegna þess að þessi háttur myndi verka sem þvílíkt vopn í höndum flokkseigendaklíkunnar. Gríðarleg ógnun við sitjandi þingmenn ef þeir ekki fara að geðþóttaákvörðunum flokksforystunnar sem þeir tilheyra hverju sinni.

Af eðli málsins myndi þá einnig leiða það að viðkomandi flokkur sem er með óþæga þingmenn innanborðs en sem hefðu ekki formlega klofið sig frá gæti vísað þeim úr flokknum og þar með svipt þá þingsætinu.

Telur þú það eðlilegt að hafa það svo Maggi minn?

Það er engin tilviljun að sjálfstæði þingmanna er bundið með þessum hætti í Íslensku stjórnarskránni. Þessi háttur er hafður í öllum stjórnarskrám vestrænna lýðræðisríkja og hefur verið lengi. Uppruna þessa háttar má rekja alla leið til Bandarísku og Frönsku stjórnarskránna.

Það er kannski að æra óstöðugan að reyna að hafa áhrif á svona innmúraðan og geirnegldan samfylkingarflokkshest sem þig Maggi minn? En lengi má manninn reyna.

Rekkinn (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 01:27

12 identicon

Þyrfti að koma á persónukjöri eða einhverju þar sem núverandi kerfi gerir ekkert gagn .. fjórðungur kjósenda strikar út efsta nafn og eina sem gerist er að hann færist niður um eitt sæti eða svo?

Þetta með ESB eru nú meiri bullrökin, eru þau ekki búin að segja það ítrekað í stjórninni að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort við skulum gangast til liðs við ESB eða ekki, þegar þar að kemur?

Ásmundur er bara að finna sér eitthvað til að geta rökstutt þennan gjörning .. Það er stigsmunur á að vera ósammála þingflokknum og segja sig úr honum annars vegar og lýsa yfir algeru vantrausti á störf stjórnarinnar hins vegar.

Jónas (IP-tala skráð) 15.4.2011 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband