Leita í fréttum mbl.is

Auðvita á að borga Lögreglunni almennileg laun! Ennnn.......!

Hef svona lauslega verið að lesa mér til um Gerðardóma í kjölfar bréfa þar sem lögreglumenn hafa verið að tala um að ríkð hafi ekki leyft gerðardómi að ákveða meiri hækkun.  Svona eins og ég skil gerðadóm þá er það dómur sem er skipaður aðilum sem koma ekki að þeim málum sem hann dæmir um. Og þá hvorki Lögreglumenn né fulltrúar viðkomandi stofnunar ríkisins. Hvernig má það þá vera að lögreglumenn séu að tala eins og ríkið ráði gerðadómi? Nú eru þetta lögreglumenn og eiga því að vera vel að sér í lögum og reglum auk þess sem þeir væntanlega hafa kynnt sér þetta vel.  Og því skil ég ekki slíkan málflutning.

En að kjörum Lögreglumanna þá finnst manni þessi hækkun og 13 þúsund krónur vegna álags náttúrulega ekki bjóðandi. Það þarf að vera einhver hvati fyrir fólk að vera stöðugt að leggja líf og limi í hættu sem og að þurfa að sinna erfiðustu málum sem koma hér upp á landinu. Þannig að ég hefði ekki séð eftir því þó að skattar mínir yrðu háir eitthvað áfram til að borga mannsæmandi kaup fyrir þetta.  Og byrjunarlaun undir 250 þúsundum fyrir slík störf eru náttúrulega brandari. 

Eðlilegt að þeir séu hundóánægðir en það verður að fara rétt með í málflutning og kenna réttum aðilum um. Nú eru þeir ekki sáttir við gerðadóm og þá verða þeir og ríkið að setjast að þeim atriðum sem þeir eru mest ósáttir við og ná lendingu fyrst að gerðardómurinn er ekki ásættanlegur. Og stjórnvöld ættu að bregðast þarna strax við því að við megum ekki við því að upp komi einhver atvik sem ógnað geta öryggi þjóðarinnar vegna óánægjum með laun.


mbl.is Vinna ekki frumkvæðisvinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Magnús

Þú þarft að lesa þér betur til um Gerðardóm. Í honum sitja sitt hvor fulltrúi deiluaðila, í þessu tilfelli fulltrúi fjármálaráðuneytisins og fulltrúi lögreglumanna og svo formaður dómsins sem er opinber starfsmaður, ríkissáttasemjari. Viðsemjandi lögreglumanna er ríkið. Fulltrúi þess situr í Gerðardómi. Svona einfalt er þetta.

Runólfur Þórhallsson (IP-tala skráð) 24.9.2011 kl. 17:32

2 Smámynd: Hafsteinn Björnsson

Það hefur eitthvað skolast til hjá þér Magnús með gerðardóminn. Komdu bara með okkur hinum á Austuvöll þann fyrsta október og hjálpaðu okkur að koma umboðs og getulausri ríksstjórn frá ásamt þinginu öllu!!!

Hafsteinn Björnsson, 24.9.2011 kl. 22:05

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei takk Hafsteinn! Til að byrja með er ríkisstjórnin ekki umboðslaus. Og varðandi getuleysið þá skil ég ekki svona frasa.Svona allt í lagi að fólk ýmyndi sér að stjórnvöld geti fellt niður skuldir hægri vinstir sem þau eiga ekki, útrýmt atvinnuleysi með framkvæmdum sem við egum ekki fyrir og lækkað svo skatta á öllum bara strax. Ég er ekki svo grænn að trúa svona draumum takk fyrir. 

Runólfur þetta er rétt hjá þér. En eins og hefur verið talað um þetta úrræði þá hefur verið látið eins og fjármálaráðuneyti haif skipað hann. En það er fulltrúi frá hvorum aðila svo einn hlutlaus sem er þá odda atkvæði. Legg til að allir lögreglumenn fái 50 þúsund hækkun og þá er málið væntanlega dautt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.9.2011 kl. 19:40

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

http://bloggheimar.is/ak72/2011/09/25/er-verid-ad-segja-okkur-allan-sannleikann-um-laun-logreglumanna/

Þarna kemur m.a. fram:

Byrjum fyrst á því að líta á meðallaun lögreglumanna á mánuði frá 2007:

  • Meðalmánaðarlaun árið 2007-446.982 kr.
  • Meðalmánaðarlaun árið 2008-482.968 kr.
  • Meðalmánaðarlaun árið 2009-501.191 kr.
  • Meðalmánaðarlaun árið 2010-512.788 kr.

Þetta eru heildarlaunin en athygli vekur að laun karla eru yfirleitt um 80-90 þúsund krónum hærri á mánuði heldur en kvenna í þessari stétt og að hluta til skýrist það af meiri yfirvinnu hjá þeim en meir um það síðar.

Ef við skoðum svo samanburðinn við aðra innan BSRB árið 2010 þá eru meðalmánaðarlaun eftirtalinna þessi:

  • Meðallaun Sjúkraliðafélags Íslands-344.888 kr.
  • Meðallaun Félags starfsmanna stjórnarráðsins-362.667 kr.
  • Meðallaun SFR-stéttarfélags í almannaþágu-328.752 kr.
  • Meðallaun Tollvarðafélags Íslands-465.794 kr. kr.
  • Meðallaun BSRB-félaganna allra-352.902 kr.

Og síðar:

Ef við tökum svo háskólamenntaða ríkistarfsmenn innan BHM og kennara til samanburðar þá má sjá t.d. þetta:

  • Stéttarfélag sjúkraþjálfara(ekkert vaktaálag og smá yfirvinna)- 396.345
  • Þroskaþjálfarafélag Íslands(einhver yfirvinna og vaktaálag)- 398.546
  • Stéttarfélag lögfræðinga(ekkert vaktaálag en ca. 20% yfrvinna)- 532.578
  • Stéttarfélag íslenskra félagsráðgjafa(örlítil yfirvinna og vaktaálag)- 382.200
  • Ljósmæðrafélag Íslands(20% launa vegna yfirvinnu og vaktaálags)- 536.039
  • Félag háskólakennara(um 12% af tekjum kemur frá yfirvinnu)- 419.374
  • Heildarmeðallaun allra félaga innan BHM-464.087 kr.
  • Heildarmeðallaun innan Kennarasambands Íslands-431.011
Þannig að heildarlaun lögreglumanna eru nú ekki svo lág þegar horft er heildarlauna annarra stétta.

Magnús Helgi Björgvinsson, 25.9.2011 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband