Leita í fréttum mbl.is

Kannski rétt að benda á Birni Bjarnasyni á að kynna sér málin.

Svona til að byrja með er hægt að benda honum á að lesa eftirfarandi rit.:

ÁGRIP AF ÞRÓUN
STJÓRNARSKRÁRINNAR

Þar segir m.a. á bls 14 og 15

Samkvæmt endursamþykkt þingsályktunartillögunnar um skipun milliþinganefndarinnar
í stjórnarskrármálinu, er gerð var hinn 8. sept. 1942, skilar nefndin
með þessu stjórnarskrárfrumvarpi og greinargerð fyrri hluta þess verkefnis, er
henni var falið, en mun áfram vinna að seinni hluta verkefnisins, sem sé að
„undirbúa aðrar breytingar á stjórnskipulaginu, er þurfa þykir og gera verður á
venjulegan hátt“. Má ætla að það starf verði öllu víðtækara og þurfi þar til að
afla ýmissa gagna, er nú liggja eigi fyrir, svo og að gaumgæfa reynslu þá, er
lýðræðisþjóðir heimsins óefað öðlast í þessum efnum á þeim tímum, sem nú líða
yfir mannkynið.
Þangað til því verki yrði lokið, ætti sú stjórnarskrá sem hér er
lögð fram, að nægja, enda eru ákvæði hennar mestmegnis þau, er nú gilda í
stjórnskipunarlögum hins íslenska ríkis, að breyttu hinu æðsta stjórnarformi, frá
konungdæmi til lýðveldis o.s.frv.18

Og svo segir áfram

Þær breytingar, sem gerðar voru á stjórnskipuninni 1944, voru í samræmi við þetta
fyrst og fremst að felld voru út ákvæði um konung og innleidd ákvæði um forseta.
Hlutverk forseta í stjórnskipun landsins var að flestu leyti mjög sambærilegt við
hlutverk konungs áður. Þó voru gerðar vissar breytingar á þessum ákvæðum hér og
þar – t.d. voru meiri takmarkanir á synjunarvaldi forseta en áður höfðu verið á
neitunarvaldi konungs og eins voru sérstök ákvæði um frávikningu forseta. Að öðru
leyti stóð stjórnarskráin óbreytt.
Stjórnarskrárnefndin starfaði, eins og fram kemur í áliti hennar, áfram að
heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar. Árið 1945 ákvað Alþingi að skipa 12 manna
nefnd til ráðgjafar eldri nefndinni og tveimur árum síðar var samþykkt
þingsályktunartillaga um skipan nýrrar sjö manna nefndar til að endurskoða
stjórnarskrá þar sem starfsemi hinnar fyrri hafði lognast út af. Gerðarbækur stjórnarskrárnefndanna
frá þessum tíma er ekki að finna í Þjóðskjalasafni og gögn, sem starfi
þeirra tengjast, eru rýr.

Væri svo ekki hægt að minnka aðeins tilvitnanir í Björn Bjarnason eins og hann einhver sérfræðingur um þessi og önnur mál.  Og Björn hefði nú fundið þessi göng með því að googla þau.

 


mbl.is Spyr hver hafi lofað nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband