Leita í fréttum mbl.is

Bíddu um hvað er hann að tala?

 Viðtalið við Ólaf Ragnar verður sýnt snemma í næstu viku. Í því segir forsetinn m.a. að Ísland sé umkringt farsælum smáþjóðum. Hann segir að sé litið um 100 ár aftur í tímann megi sjá að þjóðir hafa fengið sjálfstæði ein af annarri.

Og síðar

Hann tekur þó fram að þrátt fyrir erfiðleika sem margar þjóðir í Norður-Atlantshafi hafa þurft að ganga í gegnum, hefur þeim vegnað vel.

Númer 1 hvaða smáþjóðir í Norðuatlandshafi er hann að tala um sem hafa fengið sjálfstæði á síðustu áratugum eða bara yfir höfuð? Nú eru Færeyjar og Grænland í ríkjasambandi við Danmörk og hafa lengstum notið fjárstuðnings þaðan.  Noregur hefur jú alltaf verið meira og minna sjálfstætt. Hvaða aðrar þjóðir við Norðu Atlandshaf er hann að tala um. Kannsk Nýfundnaland. Sem varð jú gjaldþrota og var innlimað í Kanada. 

Og hvaða þjóðir er hann að tala um sem vegnar svo vel?  Veit ekki betur en að okkur hafi fyrst farið að vegna vel þegar við nutum styrkja frá Bandaríkjunm eftir stríð, síðar þegar við gengum í Norðulandaráð, þá þegar við gerðumst aðilar að EFTA og í öll þau skipti fengum við mikla undanþágur og hærri styrki af því að við vorum svo fátæk og illa stæð.  Svo gerðumst við aðilar að EES og þá vorum við svona við meðaltal í Evrópu. Vissulega vegnaði okkur ágætlega eftir það en svo kom í ljós að það var að mestu tekið að láni 

Svo hvað er Ólafur eiginlega að tala um?


mbl.is Ólafur Ragnar: Sjálfstæði er ekki stórslys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Froðusnakkurinn Ólafur blaðrar út í eitt um það sem hann telur líklegt til vinsælda hverju sinni. Hvort heil brú sé í því skptir hann engu máli, bara að það hljómi álitlega í eyrum kjána og af þeim er nóg til hér á landi, því miður.

hilmar jónsson, 15.12.2012 kl. 20:12

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Mikið afskaplega megið þið tvímenningarnir þakka forsjóninni fyrir að þurfa ekki opinberlega að leyfa þjóðinni að bera saman þekkingu ykkar á umræðuefninu saman við þekkingu Ólafs forseta.

Það fer vel á því að setja orðið; "froðusnakkur" inn í athugasemdina. Það mun svo verða hlutverk lesendanna að finna orðinu heimilsfang.

Árni Gunnarsson, 15.12.2012 kl. 20:26

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kolbeinsey, Grímsey, Vestmannaeyjar, Papey - svo má lengji telja.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2012 kl. 22:00

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. þetta er reyndar ekki sérlega vel útskýr í mogga hvað hann var að segja. Betra að hlusta á hljóðbútinn á BBC. Hann segir a Noregur og Ísland hafi fengið sjálfstæði á síðustu 100 árum - og svo er að skilja á hnum að Færeyjar og Grænland séu alveg við það að lýsa yfir Sjálfstæði.

Ennfremur túlka bretarnir það þannig að hann sé að hvetja Skotland til sjálfstæðis og bjóða þeim í klúbbinn.

Í framhaldi velta þeir fyrir sér afleiðingunum af Sjallahruninu. Hve erfitt viðfangsefni núv. stjórnvöld hafi fengið. Og enganvegin sé hægt að fullyrða um hvernig landinu reiði af vegna þeirra sjalla til lengri tíma litið. (ekki orðrétt en það er meiningin)

Síðan fara þeir Bretarnir að ræða Icesave. Og benda á að Gordon Brown sé skoti.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2012 kl. 22:13

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Í heildina soldið spaugilegt og svona breskur andi yfir vötnum. (breskur andi= Enskur/skorskur/Walskur/ og að hluta til írskur). þ.e.a.s að maður veit ekki alveg samstundis hvort eitthvað af þessu sé hæðni. þetta er svona hárfínt uppá enska lagið.

þeir segja ma. að Forsetinn hafi sagt ,,off rekkord" að ísland ætlaði að borga icesaveskuldina með eignum bankans og þá vegna ,,heiðurs".

Í framhaldi segja þeir að bankarnir hafi í raun ,,endurfæðst".

þetta er alveg áhugavert sumt.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2012 kl. 22:31

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Off-Camera" og forsetinn sem sagt segir honum að ísland ætli að láta eignir bankans borga skuldina og í framhaldi segir hann að innbyggjar ætli að borga ,,hvert penný" en nefnir að það sé ,,heiður" að veðai - en svo sem óljóst hvort ahann sé að vitna í forsetann með ,,heiðurinn".

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.12.2012 kl. 22:45

7 identicon

Hann 'Olafur er að tala um þann möguleika að Skotland segi sig frá Bretlandi. Sem er allt annars eðlis en Evrópusambandið. Ef þú skilur það ekki, þá ættir þú að hætta að tala um alþjóðastjórnmál yfirhöfuð.

Jón (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 00:13

8 identicon

"...Hann segir að sé litið um 100 ár aftur í tímann megi sjá að þjóðir hafa fengið sjálfstæði ein af annarri..." Hann er ekki að segja að smáþjóðir í Norður Atlantshafi hafi fengið sjálfstæði heldur bara að þjóðir hafa fengið sjálfstæði (þær gætu þess vegna verið í Asíu og Afríku). Ef eitthvað er að marka Morgunblaðið sem hvorki er þekkt fyrir nákvæmar þýðingar eða vandaða fréttamennsku.

sigkja (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 09:24

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Blessuðum forsetanum ætlar seint að lærast að ráðfæra sig við Ómar Bjarka Kristjánsson áður en hann tjáir sig um þróun alþjóðamála.

Sem verður að teljast undarlegur hroki svo þekktur sem Ómar Bjarki er í það minnsta hér í bloggheimum.

Árni Gunnarsson, 16.12.2012 kl. 11:11

10 Smámynd: hilmar  jónsson

Árni G . Ertu nokkuð skyldur Hannesi Hólmsteini ?

hilmar jónsson, 16.12.2012 kl. 14:03

11 identicon

Tek undir með Árna Gunnarssyni,og ég er ekkert skyldur H Hólmsteinss.

Er þetta svoldið erfitt Hilmar.? æ æ

Númi (IP-tala skráð) 16.12.2012 kl. 23:41

12 identicon

Sæll Magnús Helgi; sem og aðrir gestir, þínir !

Ómar Bjarki og Hilmar Jónsson !

Menn væruð þið; að meiri, bæðuð þið hinn Skagfirzka fræðaþul - og gamal gróinn fornvin minn, Árna Gunnarsson afsökunar, á lítilmótlegu skenzi ykkar, sem háðsyrðum, í hans garð.

Árni Gunnarsson; er stórbrotnari persónuleiki, en margur annarra, hér á vefslóðum - og ekki plagast hann svo mjög, af;; nánast, trúarlegu FLOKKA dekurs offorsi, sem Guðlegri hugljóman, sem þið Hilmar - og Ómar Bjarki.

Þið tveir; Ómar Bjarki og Hilmar, mættuð nú alveg fara að þroskast frá hinni hörmulegu innrætingu FLOKKANNA, sem minnir einna helzt, á þulur Shas Gyðinganna, og annarra viðlíkra, suður við Grátmúrinn í Jerúsalem, ágætu drengir.

Spyr ég því á móti; eruð þið eitthvað skyldir, þeim Jehóvahs fylgjurum, piltar góðir ?

Með beztu kveðjum; sem oftar, úr Árnesþingi / 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband