Leita í fréttum mbl.is

Er ekki kominn tími fyrir meirihluta Alþingis að sýna að þau hafi bein í nefinu?

71 grein þingskapa segir

[71. gr.]1) Ef umræður dragast úr hófi fram getur forseti úrskurðað að ræðutími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd.
Forseti getur stungið upp á að umræðum sé hætt og einnig getur forseti lagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að umræðum um mál skuli lokið að liðnum ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo að hún standi skemur en þrjár klukkustundir alls. Tillögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði og ræður afl atkvæða úrslitum.
Sömuleiðis geta níu þingmenn krafist þess að greidd séu atkvæði um það umræðulaust hvort umræðu skuli lokið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. …2)
Nú hefur verið samþykktur takmarkaður umræðutími eða ákveðinn ræðutími hvers þingmanns og skal þá forseti skipta umræðutímanum í heild sem jafnast á milli fylgismanna og andstæðinga máls þess sem er til umræðu, án þess að hann sé bundinn við í hvaða röð þingmenn hafa kvatt sér hljóðs, eða milli flokka ef hentara þykir.
Ákvæði þessarar greinar ná einnig til ræðutíma ráðherra.

Og nú er bara ekki eftir neinu að bíða. Bjóða minnihluta að klára umræður í kvöld annars verði þessi tillaga lögð fram um að umræðu skuli hætt og málið farið í atkvæðagreiðslu. Og um leið að önnur stór mál sem sannarlega sé meirihluti er fyrir skuli samið um umræðutíma annars verði sömu aðferðum beitt. Þetta er spurning t.d. fyrir þá sem eru í stjónrarmeirihluta hvort þeir ætil að mæta í næstu kosningabaráttu með það að bakinu að þeir hafi látið minnihluta þingsins stoppa öll þeirra mál.?


mbl.is „Setja með því þingið í skrúfstykki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

itg (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 19:43

2 identicon

Þú gerir ráð fyrir að það sé meirihluti fyrir slíkri tillögu. Mér er það til efs. Náttúrulega ástandið fyrir VG er að vera í stjórnarandstöðu. Þingmenn VG munu, ásamt núverandi stjórnarandstöðu, því vafalítið greiða atkvæði gegn slíkri tillögu.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 17.12.2012 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband