Leita í fréttum mbl.is

Málflutningur Sigmundar Davíðs gengur ekki upp!

Mér svona datt það að þegar fólk er að hlusta á Sigmund Davíð tala um gríðalegt tækifæri að lækka lán heimila á kostnað vogunarsjóða sem eiga kröfur á bankana, - af hverju spyr engin hvernig það megi vera þegar að verðtryggð lán skiptast svona:


Verðtryggð lán til fasteignakaupa

Eignasafn Íbúðalánasjóðs : 950milljarðar (69,3%)

Lífeyrissjóðirnir: 175milljarðar (12,8%)

Innlánsstofnanir Bankar og fjármálafyrirtæki.: 245milljarðar (17,9%)


Þ.e. að bankarnir eiga ekki nema um 18% af þessum verðtryggðu lánum. Íbúðalánsjóður (ríkistryggður) og Lífeyrissjóðir sem borga í dag um 60% af framfærslu eldriborgara og flestra öryrkja eru með 82% af lánunum. Því er ljóst að niðurfærsla á þessum lánum lendir beint eða óbeint á skattgreiðendum. Því bara sé ég ekki hvernig að vogunarsjóðirnir hans Sigmundar Davíðs koma inn í þetta dæmi.
Og ég sé ekki hvernig í ósköpunum að við getum leiðrétt um 82% af þessu verðtryggðu lánum sem eru jú annað hvort á ábyrgð okkar eða sjóða í eigu allra þeirra sem greiða í lífeyrissjóði verði leiðrétt nema að skattar verði hækkaðir eða bætur og þjónusta verið skorinn niður um 50% og fólki gert að ala önn fyrir sjúkum og öldruðum ættingjum sínum sjálf. Og börnin að greiða megnið af skólakosnaði í framhalds og háskólum. En þannig er það náttúrulega í fyrirmyndaríkjum Sjálfstæðisflokksins og sennilega Framsóknar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hringdu bara í Sighmund.Hann mun kenna þér jöfnur plús mínus og allskonar. Þú þarft ekkert að skammast þín.

Óskar Jónssonk (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 19:08

2 identicon

Já, og Magnús; þarna bætist við að stærsti, einstaki "skuldari" lífeyrissjóðanna er einmitt, jú, enginn nema Íbúðalánasjóður! Þannig að sú "leiðrétting" sem SDG talar um er einfaldlega að gera sjóðina upptæka til að greiða upp lán almennings. Hinsvegar má til sanns vegar færa, að Sparifjáreigendur á Íslandi hafi ekki skv. Evrópurétti átt rétt á nema sem svarar rúml. 20 þús. evra tryggingu í hruninu á innstæðum sínum, og lífeyrissjóðirnir nákvæmlega engu. Þannig að það má svo sem segja að bróðurpartur innlána í fjármálastofnunum og söfnunarfé lífeyrissjóðanna sé einfaldlega þýfi?

E (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 20:40

3 identicon

Það fæst engin botn í þetta mál fyrr en dómstólar eru búnir að úrskurða um ólögmæti, lögmæti verðtryggðra lána.Og það verður ekki hægt að ræða við kröfuhafa gömlu bankanna, fyrr en niðurstaða fæst, og ljóst verður hvert eiginfjárhlutfall bankanna er.Því skýtur það skökku við að samfylkingin, VG, og Björt framtíð skuli ekki vilja flýtimeðferð fyrir dómstólum.

Eitt eru flestir lögspekingar sammála um, að ef ætti að taka upp verðtryggingu í dag, þá væri það ekki leyfilegt samk. lögum,en hvernig farið verður með 30 ára hefð á þessum lánum er mikill höfuðverkur fyrir dómara.En mín skoðun er að verðtryggingin er kolólögleg,hvort það setji allt kerfið á hliðina skal ósagt látið, en dóm sem fyrst.

Seðlabankastjóri sagði í fréttum að það myndi ekki valda fjármálaóstöðuleika þótt verðtryggingin yrði dæm ólögleg,gott að vita það: LOL

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 28.2.2013 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband