Leita í fréttum mbl.is

Er Sigurðu Ingi uppvís að lygum?

Úr frétt á ruv.is um þessar alvarlegu athugasemdir sem 2 sveitarfélög áttu að hafa komið með:

Í Morgunútvarpinu á Rás tvö kom fram að Sigurður Ingi Jóhannsson, umhverfis- og auðlindarráðherra, hafi frestað friðlýsingu Þjórsárvera. Hann sagði alvarlegar athugasemdir hafa komið frá tveimur sveitarfélögum ásamt Landsvirkjun. Sveitarfélögin eru Rangárþing Ytra og Skagafjörður.

Guðmundur Ingi Gunnlaugsson, oddviti Ragnárþings Ytra segist hins vegar ekki hafa gert athugasemdir við friðlýsinguna. „Nei, ég get ekki útskýrt það, ekki nema ráðherrann eigi við örlitlar ábendingar sem sveitarstjóri okkar sendi til hans,“ sagði Guðmundur.

Þær ábendingar snerust um að sveitarstjórnin tæki enga afstöðu til Norðlingaölduveitu en friðlýsing hefði þýtt að þær fyrirætlanir væru úr sögunni. Guðmundi Inga þykir ekki gott að talað sé um þessa litlu ábendingu sem athugasemd við friðlýsinguna, og segir að það byggist líklega á því að hún hafi misskilist.

Í fundargerð sveitarstjórnar Skagafjarðar frá því í maí kemur fram að stækkun Þjórsárvera og friðlýsingarskilmálar hafi verið samþykktir með níu atkvæðum sveitarstjórnarmeðlima. Bjarni Jónsson oddviti segir að einu ábendingarnar sem sveitarstjórn Skagafjarðar hafi sent ráðuneytinu lúti að ferlinu sjálfu en breyti ekki afstöðu sveitarfélagsins til friðlýsingar svæðisins. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Djöfull er maðurinn ómerkilegur, það stenst ekkert af því sem hann segir nánari skoðun. Reyndar á það sama við um Sigmund Davíð.

Sveinn R. Pálsson, 22.6.2013 kl. 19:49

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Því miður sýnst manni að eitthvað hafi hann hallað réttu máli.

Jón Ingi Cæsarsson, 22.6.2013 kl. 21:01

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Kæmi ekki á óvart.

Almennt um efnið, aðþá er farið að verða svoldið áberandi hve Sigurður er að verða mikill forsprakki framsóknarflokksinns. Fólk fer að halda að hann sé formaður framsóknar og forsætisráðherra.

Sigmundur er mestanpart bara erlendis, að því er virðist, og svo í einhverjum léttum málum innanlands ef svo ber undir.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 22.6.2013 kl. 22:52

4 Smámynd: K.H.S.

K.H.S., 23.6.2013 kl. 03:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Af mbl.is

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband