Leita í fréttum mbl.is

Sigurður Ingi ekki í nokkrum tengslum við þjóðina?

Ef að Sigurður Ingi heldur að:

Svokallaðri samningaleið sem gerði ráð fyrir að útgerðaraðilar fengju úthlutað veiðiheimildir til langs tíma, 20-25 ár hugsanlega, til þess að tryggja nauðsynlegan stöðugleika í greininni og svigrúm til fjárfestinga.

sé leið sem þjóðinn sættist á þá er hann bara ekki í neinum tengslum við þjóðarvilja. Þ.e. ef að öllum kvóta væri úthlutað nú til 25 ára þá værum við að tala um að þessum forréttinda klubbi væri hér með lokað næstu 25 árin. Alveg ljóst að engin sátt myndi verða um það. Nema að þessir þá forréttindaklíka borgðai fullt verið fyrir þær heimildir.  Þetta myndi væntanlega algjörlega jarða nýliðun nema þá að einhverjir fjársterkir myndu kaupa heilu fyrirtækin, því að kótinn væri bundinn allur þar með. 


mbl.is Makrílsamningar ólíklegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú mátt nú ekki horfa fram hjá því jákvæða í fréttinni, Magnús: að svo virðist sem ENGIR SAMNINGAR takist við ESB-ofríkisveldið um makrílafla okkar. :)

Jón Valur Jensson, 24.10.2013 kl. 19:11

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Flottur pistill Magnús nema þú segir að fullt gjald gæti hugsanlega réttlætt svo svik og yfirgang gagnvart þjóðinni. Við skulum ekki gleyma hve hrikaleg kúgun svona EINOKUN er gagnvart sjómönnum og öðru fólki sem hefur hug á að stunda fiskvinnslu.

Þjóðin verður að stoppa þetta "skítaplott" með öllu og afnema kvótakerfið sem sannarlega olli hruninu og hefur komið í veg fyrir að við komumst frá því. EINOKUN á aldrei rétt á sér í neinni mynd og allra síst stærstu útflutning grein þjóðarinnar.

Ólafur Örn Jónsson, 25.10.2013 kl. 06:13

3 Smámynd: Jónas S Ástráðsson

Þakka þér  fyrir snarpan pistil Magnús,hræddur er ég um að harkalega verði að bregðast við áður en þessi óskapnaður fær vængi.

Jónas S Ástráðsson, 25.10.2013 kl. 13:33

4 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

þú vonandi Magnús gerir þér það ljóst að Sigurður Ingi er Framsóknarmaður og gegnum sneitt hygla þeir undir þá sem stjórna þeim bak við tjöldin.S'IS og KEA menn eru ekki hrokknir uppaf ennþá.Sigurður Ingi verður að hugsa líka um Sinney-þinganes.það er óstjórn hér og hefur verið í Fiskveiðum.Fikur sem veiðist hér innan okkar Lögsögu á ekki að vera fyrir fáa útvalda..

Vilhjálmur Stefánsson, 26.10.2013 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband