Leita í fréttum mbl.is

Það á ekki að lækka öll verðtryggð lán!

Það vildi ég að menn töluð skýrt hér á landi. Nú í dag var ég að hlusta á Bylgjun og þar var í Reykjavík síðdegis fulltrúi úr sérfræðingahópi Sigmundar Davíðs að svara spurningum. Þar kom fram:

Að svo framarlega sem verðtryggðu lánin ykkar hafi verið skráð í reit 5.2 þar sem lán til fasteignakaupa eru skráð þá fær fólk lánalækkun.

Ef að verðtryggð lán eru ekki skráð á skattframtali sem lán til fasteignarkaupa þá er ekki lækkun á þau! Þ.e. þeir sem hafa tekið verðtryggð lán til annarra hluta en húsnæðiskaupa t.d. framfærslu  fá ekki lækkun. Þ.e. aðeins þau lán sem mynduðu stofn til vaxtabóta fá lækkun

Nú heyrði ég ekki betur um helgina en öll verðtryggð lán heimila væru undir í þessu. En svo er ekki. Á vef forsætisráðuneytis segir. 

Ófrávíkjanlegt skilyrði leiðréttingarinnar er að lántaki hafi gert grein fyrir þeim verðtryggðu lánum sem uppfylla skilyrði leiðréttingar og vaxtagjöldum af þeim í sérstakri greinargerð með skattframtali. Það er að hafa fyllt inn reit 5.2 „vaxtagjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota“.


mbl.is Meirihlutinn ánægður með leiðréttingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held að það þurfi vandaða lögfræðilega úttekt, á því hvort þessi niðurfærsla verðtryggðra lána, standist jafnræðisreglu Stjórnsýlulaga, og Stjórnarskrár.

Að aðeins þeir sem eru með verðtryggð fasteignalán fái niðurfærslu, ekki þeir sem eru með verðtryggt námslán, eða verðtryggt t.d. bílalán,því margir kjósa að fjáfesta frekar í námi, en ekki í fasteign, eru leigjendur alla sína tíð.

Og að sumir launþegar geti fengið undanþágu fyrir skattgreiðslum af lífeyrisgreiðslum/séreignarlífeyri)

en aðrir ekki,td. þeir sem eru á svo lágum tökstum að þeir hafa ekki efni á séreignarsparnaði í lífeyriskerfinu,og t.d. þeir sem eru í skuldlausu.

Í mínum huga er með öllu útilokað að þetta standist jafnræpisregluna,miklu nær væri að gera breytingu á vísitölunni, frysta hana eða setja þak t.d. 2.5% og og þak á vexti t.d.2%, þar til búið verði að vinna Forsendubrestinn til baka á 5-7 árum.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 21:03

2 identicon

Þar sem forsendur lánasamninga stóðust og lánin höguðu sér eins og til var ætlast og áður hefur skeð var ekki um neinn forsendubrest að ræða. Því er ekkert sem verið er að leiðrétta eða sem þarf að leiðrétta. Þetta er bara ríkisstyrkur til fasteignaeigenda sem eru með vísitölubundið lán.

Vísitala neysluverðs er ekki tala sem einhver getur ákveðið. Vísitala neysluverðs er mælikvarði á verðlag í landinu. Eina leiðin til að frysta hana eða setja þak á hana er að frysta eða setja þak á verðlag í landinu.

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 22:57

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þeir snillingarnir í snillingahópi ríkisstjórnarinnar velta þessu aðeins upp. Þ.e. þetta með Jafnræðið. Þeir komast að því, í stuttu máli, að íbúðarlán séu einhvernvegin allt öðruvísi en önnur lán af því almennt sé samþykkt að mikilvægt sé að allir hafi heimili. Þeir töldu sem sagt að þetta myndi standast. Og líka gagnvart lánveitendum - gegn því að fullar bætur eða greiðlur kæmu til þeirra.

Almennt um slík atriði, þ.e. svona tæknileg atriði í útfærslunni - að þá að mínu mati gæti alveg komið ýmislegt upp sem verði til að tefja framgang tillögunnar (ef ríkisstjórninni er þá alvara með þessari tillögur)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 4.12.2013 kl. 23:06

4 identicon

Það er með öllu útilokað að þetta standist jafnræðiregluna,sumir fjáfesta í fasteign, aðrir í námi,og ennaðrir tóku verðtryggt lán til kaupa á dýrum bíl,eða í einkarekstri, og sumir fái skattaafslátt af séreignarspanaðinum, en ekki þeir sem sem kaupa íbúðarrétt hjá t.d. Búseta.

Það verður að fara í vísitöluna og vextina og vinna FORSENDUBRESTINN til baka á 5-7 árum.

Flækjustigið er alltof mikið í þessari aðgerð,ef hún er á annaðborð framkvæmanleg,og ekki hægt að sjá að aðgerðin standist jafnræðireglun.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 23:13

5 identicon

Sammála Jóni það verður að fara í vísitöluna og vextina,

og vinna forsendubrestinn til baka á 5-7 árium.Þegar dæmið er krufið til enda, er ekki önnur leið út, úr þessu rugli.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 4.12.2013 kl. 23:26

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Gleymið þessu. Þið fáið bara katöflu í skoinn frá framsóknarmönnum. Þetta er ekki jafnræðisbrot segi snillingahópurinn og formaður snillingahópsins er nú ekkert minna en biskupssonur:

,,Af hálfu hópsins er einnig litið svo á að þau jafnræðissjónarmið sem búa að baki eignarréttarákvæði 72. gr. stjórnarskrárinnar, nr. 33/1944, komi ekki í veg fyrir að greinarmunur sé gerður á lánum einstaklinga sem tekin voru vegna kaupa eða byggingar íbúðarhúsnæðis til eigin nota og lánum sem tekin voru í öðrum tilgangi. Í þessu sambandi vísast til þess að fordæmi eru fyrir því að sett hafi verið lög sem ívilna skuldurum fasteignalána umfram skuldara annarra lána, enda almennt viðurkennt að lán til öflunar íbúðarhúsnæðis sé mikilvægur þáttur í þjóðfélagsgerðinni auk þess sem markmiðið er að verja heimili einstaklinga fyrir forsendubrestinum. Um þetta má t.d. nefna lög nr. 63/1985, um greiðslujöfnun fasteignalána til einstaklinga, lög nr. 50/2009, um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna á íbúðarhúsnæði, og lög nr. 151/2010, um breytingu á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara, auk þess sem ýmiss konar sérreglur gilda um veðlán, svo sem reglur um vaxtabætur sem bundnar eru við lán sem tekin voru vegna kaupa á eigin íbúðarhúsnæði líkt og nánar verður rakið hér að neðan. Þannig má vera ljóst að lán einstaklinga til húsnæðiskaupa njóta nokkurrar sérstöðu í samanburði við önnur lán með tilliti til almannaheillasjónarmiða og velferðar sem réttlætir að mati hópsins að réttur til leiðréttingar sé bundinn við fyrrnefndu lánin eingöngu."

http://www.forsaetisraduneyti.is/media/Skyrslur/hofudstolslaekkun-husnaedislana.pdf

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2013 kl. 00:13

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er líka eitt sem rétt er að fólk geri sér strax grein fyrir. Að eignarstaða skiptir ekki máli. Maður sem á kannski 100 milljónir á bankabók - hann hefur alveg sama rétt og aðrir. (Að því gefnu að fyllt sé útí réttan dálk á skattframtali viðkomandi íbúðarlán og tekið fram vaxtabætur oþh.)

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2013 kl. 00:16

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Og ps. nótera skuli líka hjá sér að ef viðkomandi aðili hefur ekki notið góðs af aðgerðum fyrri ríkisstjórnar, 110% leið, sérstakar vaxtabætur og fl. og fl. sem nemi 4 miljónu - að þá fær viðkomandi einstaklingur ekki neitt. Hann fær kartöflu.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2013 kl. 00:18

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edir: ,,nótera skuli líka hjá sér að ef viðkomandi aðili hefur notið góðs af aðgerðum fyrri ríkisstjórnar" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.12.2013 kl. 00:27

10 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það hefur tíiðkast í gegn um tíðina að fólk sem tekið hefur lán til fasteignakaupa hafa fengið vaxtabætur og jafnvel sérstakar vaxtabætur á þess að gerðar haffi verið um það athugasemdir.  Ég get alveg fallist á að skattpeningarnir mínir séu notaðir til að auðvelda fólki að eignast þak yfir höfuðið.  En eigi að fara að greiða niður með skattpeningunum mínum eyðslufé fólks t.d. vegna utanlandsferða og bílakaupa, gæti ég trúað að færi að þykkna í mér.  Ég tel að þessi skilyrði um merkingu skulda á skattframtali sé alveg nauðsynleg ef einhver friður á að ríkja um þessa aðgerð.

Kjartan Sigurgeirsson, 5.12.2013 kl. 16:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband