Leita í fréttum mbl.is

Lánalækkun Bjara og Sigmundar enn á ný. (get bara ekki hætt)

Eftirfarandi útreikninga sá ég á facebooksíðu Gunnars Smára Egilssonar:

Ef það eru 125 þúsund heimili á Íslandi þá skiptast aðgerðir ríkisstjórnarinnar svona:

56.573 heimili fá ekkert
14.255 heimili fá að meðaltali 250.000 króna niðurfærslu
20.014 heimili fá að meðaltali 750.000 króna niðurfærslu
16.342 heimili fá að meðaltali 1.250.000 króna niðurfærslu
9.365 heimili fá að meðaltali 1.750.000 króna niðurfærslu
3.891 heimili fá að meðaltali 2.250.000 króna niðurfærslu
1.933 heimili fá að meðaltali 2.750.000 króna niðurfærslu
1.615 heimili fá að meðaltali 3.250.000 króna niðurfærslu
1.014 heimili fá að meðaltali 3.750.000 króna niðurfærslu

Ef við gerum ráð fyrir að kostnaðurinn vegna þess leggist jafnt á öll heimili þá verður nettóstaðan þessi:

56.573 heimili borga -628.094 krónur nettó
14.253 heimili borga -378.094 krónur nettó
20.014 heimili fá 121.906 krónur nettó
16.342 heimili fá 621.906 krónur nettó
9.365 heimili fá 1.121.906 krónur nettó
3.891 heimili fá 1.621.906 krónur nettó
1.933 heimili fá 2.121.906 krónur nettó
1.615 heimili fá 2.621.906 krónur nettó
1.014 heimili fá 3.121.906 krónur nettó

Samkvæmt þessu tapa tæp 71 þúsund heimili á aðgerðinni en rúm 54 þúsund fá eitthvað út úr þessu – en æði mismikið; tæp 18 þúsund heimili fá meira en milljón króna niðurfærslu höfuðstóls umfram það sem þau leggja til aðgerðanna en rúm 36 þúsund heimili minna en eina milljón í nettó niðurfærslu.

Niðurfærslan mun lækka mánaðargreiðslur af húsnæðislánum heimilanna sem hér segir:

Mánaðargreiðslur 56.573 heimila lækka um 0 krónur
Mánaðargreiðslur 14.253 heimila lækka um 1.520 krónur
Mánaðargreiðslur 20.014 heimila lækka um 4.560 krónur
Mánaðargreiðslur 16.342 heimila lækka um 7.600 krónur
Mánaðargreiðslur 9.365 heimila lækka um 10.640 krónur
Mánaðargreiðslur 3.891 heimila lækka um 13.680 krónur
Mánaðargreiðslur 1.933 heimila lækka um 16.720 krónur
Mánaðargreiðslur 1.615 heimila lækka um 19.760 krónur
Mánaðargreiðslur 1.014 heimila lækka um 22.800 krónur

Samkvæmt þessu mun þessi aðgerð bæta hag um 8.500 heimila um meira en 12 þúsund krónur á mánuði.

Það er kannski ekki að furða að þessi aðgerð skuli vera einstök og engum öðrum þjóðum hafi dottið í hug að fara þessa leið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jean Rémi Chareyre

Þessi aðgerð er þvílík vitleysa. Eini kosturinn við hana er hvað hún er gott verkfæri til að raka að sér atkvæðum í kosningum.

Jean Rémi Chareyre, 27.3.2014 kl. 20:27

2 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Vonandi sjá sem flestir núna hvers konar loddarar það eru sem stjórna landið.

Úrsúla Jünemann, 28.3.2014 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband