Leita í fréttum mbl.is

Er allt í lagi að ráðherra ljúgi á Alþingi? Eða hefur hann rangar upplýsingar

Hlustaði aðeins á umræður um breytingar á virðisauka í dag á Alþingi.  Þar hélt Bjarni Ben því ítrekað fram að láglauna fólk eyddi sama hlutfalli tekna í matvöru og þeir efnameiri eða um 15%. Ég fór að hugsa um þetta og þetta fær ekki staðist!

Segjum svo að einhver sé með kannski um 200 þúsund krónur eftir skatt á mánuði. 15% af því eru 30 þúsund krónur! Það er auðvita ekki möguleiki að það dugi fyrir matvörum.  Og það eru margir með lægra ráðstöfunarfé eftir skatt.  Það getur verið að fólk reyndar hafi ekki meira en 15% eftir þegar það er búið að borga annan kostnað en það lifir engin á 20 til 30 þúsundum í mat til lengdar! En 15% af kannski 500 þúsundum eftir skatt eru hvað 75 þúsund og ég bara trúi því ekki að þeir sem hafa þannig tekjur veiti sér ekki betur. 

Annað hvort eru þessar kannanir sem kynntar hafa verið Bjarna Ben vitlausar eða hann er að ljúga!


mbl.is Föst í sírópi með skattabreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er ekki í lagi þarna á austurvelli. Fólk er ekki fífl.

Margrét (IP-tala skráð) 16.9.2014 kl. 22:36

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Bjarni er að ljúga.

Sveinn R. Pálsson, 16.9.2014 kl. 22:41

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er rétt. það er þá allavega sláandi lítið sem láglaunafólk lifir á.

Þessu var skipt i könnuninni á 4 tekjufjórðunga eða tekjuhópa. Veit ekki alve hvernig skiptingin nákvæmlega var eða við hvaða tekjur var miðað. En það var miðað við heildartekjur fyrir skatt, að eg tel.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.9.2014 kl. 23:02

4 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Þetta er hárrétt athugasemd hjá þér. Auk þess vil ég bæta við að þegar vaskurinn er hækkaður úr 7% í heil 12% þá er um 71% raunhækkun að ræða! Það er undarlega lítið fjallað um þessa staðreynd.

Jón Kristján Þorvarðarson, 17.9.2014 kl. 00:41

5 identicon

Margir telja sig eyða töluvert hærri upphæðum til matarkaupa en raunin er. Flokka allt sem keypt er í matvörubúðum sem matarinnkaup. Þannig verða vörur eins og klósettpappír, tannkrem, sápur og álpappír að matvöru í bókhaldinu.

Mataræði stýrist ekki eins mikið af tekjum og mætti ímynda sér. Fólk með hærri tekjur kaupir ekki kók í stað mjólkur eða dádýrakjöt í stað lambalæris. Matarsmekkur ræður þar mestu og hann ræðst af uppeldi og menningu. Hátekjufólk getur verið jafn hrifið af kjötsúpu og hver annar. Og flestir tækju soðna Ýsu með smjöri og nýjum kartöflum framyfir froskalappir og snigla. Stór hluti matarinnkaupa er eins hvort sem tekjurnar eru lágar eða háar.

En hvort tölur Bjarna séu réttar eða ekki get ég ekki dæmt um nema sjá gögnin sem þær eru unnar úr. Mitt eigið bókhald er frekar lítið úrtak til að geta talist marktækt sem mælikvarði á heila þjóð.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.9.2014 kl. 01:05

6 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Samkvæmt þessari könnun sem sjallar eru með, þá eyðir tekjuhæsti hópurinn næstum helmingi meira í mat að krónutölu en sá tekjulægsti.

Það er mikill munur, finnst mér.

En burtséð frá því, þá er ábending Magnúsar alveg rétt.

Það er þá áberandi, um leið og búið er að segja það, hve hluti fólks er þá að eyða litlum upphæðum í mat. Kannski um 30.000.

Það er eitthvað sem passar ekki þarna. Eitthvað trikk í gangi til að blekkja eins og framsjallar eru alræmdir fyrir.

Talandi um kjötsúpu og sona - að það er ekki ódýr matur. Það er frekar dýrt.

Fólk er fljótt að komast í 30.000 kallinn ef það ætlar að borða mikið af kjötsúpu.

Þar fyrir utan eru nú flestir hættir að borða svoleiðis og hvað þá soðinn fisk. Áratugir að verða síðan fólk hætti að borða svoleiðis.

Þetta lítur soldið út sem almúginn kaupi rusl í stórverslunum - en framsjallaelítan fari bara út að borða.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2014 kl. 09:31

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það er þessi greining sem sjallar eru að vísa í:

http://www.rsv.is/Files/Skra_0068333.pdf

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2014 kl. 10:44

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps. Almennt um þetta efni, þá er minnistætt fyrir mörgum áratugum þegar Steingrímur Hermannson var forsætisráðherra og þá var niðurskurður og auknar álögur á almenning til umræðu.

Hann var í viðtali og sagði eða það orðtæki kom upp í samtali við blaðamann að fólk þyrfti ,,að herða sultarólina". Þetta þótti sjálfsagt að segja þá en væri PR lega séð óhugsandi í dag fyrir stjórnmálamann að segja eða taka undir.

Svo tala þeir áfram fréttamaður og Steingrímur og þá kemur upp einhverskonar spurning um hvort láglaunafólk ætti þá bara að borða grjónagraut.

Þá segir Steingrímur: Ja, mér finnst nú bara grjónagrautur góður, verð að segja það.

Þar með var málið dautt. Meginþorri innbyggja féll alveg fyrir þessum ummælum. Þau þóttu alþýðeg og ekki var talað um efnið meir. Það átu bara allir grjónagraut. Sérstaklega framsóknarmenn.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2014 kl. 10:52

9 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.ps. ennfremur hlýtur að þurfa að hafa í huga fyrir hve marga er verið að kaupa í matinn.

Það þarf að greina þetta miklu betur áður en hent er útí umræðuna og framsjallar djöflast á með PR-Própaganda rétt eins og landið hafi færst aftur fyrir 2008.

Þetta er ekki nægilega greinargóð könnun til að byggja eitt né neitt á, að því er virðist.

Sorglegt að sjá sjalla hamast með þetta og reyna að berja það inní höfuð innbyggja eða framsetning þeirra er þannig - að allir eyði bara því sama í mat! Enginn munur.

Sorlegt að sjá Pavel Bartósek stökkva fram á foraðið fyrir sjalla.

Sýnir bara að það á aldrei að treysta sjöllum. Aldrei.

Sjallar = Óheiðarleiki.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2014 kl. 13:00

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Edit: ,,Sorglegt að sjá Pavel Bartósek stökkva fram" o.s.frv.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.9.2014 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband