Leita í fréttum mbl.is

Svona í ljósi vitleysunnar sem ríkisstjórnin býður upp á þessa dagana!

Númer 1 þá er ég salla rólegur! Það eru komin nú um 6 ár frá hruni og skv. venju er þá að styttast í næsta hrun hjá okkur. Það þarf ekki að verða nema aflabrestur eða veruleg hækkun á olíu til að verðbólgan fari aftur á stað eða fella verður gengið. Nú eða að þensla verður hér vegna virkjana og stóriðju.

Þá hrynur kaupmáttur og fólk fer að hrópa eftir stöðugleika og gjaldmiðli sem sveiflast ekki svona gríðarlega þó að einhver reki við!

Nú eða að við lendum í því að það verða gerð mistök við afléttingu hafta. Og allt fer af stað aftur.

Þá snýst hér almenningsálitið aftur gagnvart ESB og ef við verðum ekki alveg búin að klúðra samskiptum okkar við ESB áður þá verðu auðvelt að halda kosninga um að hefja viðræður við ESB aftur. Fólk á Íslandi hugsar yfirleitt um stundargróða og stöðuna í dag. Það er svo erfitt að hugsa til framtíðar og gera áætlanir.

Þá á fólk eftir að muna að það sem við leggjum sérstaklega áherslu á að verja eru hagsmunir kannski um 500 til 1000 útgerðamanna og um 4000 bændabýla og í allt um kannski nokkur þúsund manns í sjávarútvegi og kannski 10 þúsund manna sem hafa vinnu af í kringum landbúnað.  Nú hefur því verið haldið fram að fólk í dreifbýli komi til með að hafa það betra með styrkjum frá ESB. Og örugglega auðvelt að skilyrða að allur fiskur sem veiddur er hér sé landað hér af fyrirtækjum sem staðsett eru á Íslandi. Hef ekki séð að útgerðamenn séu svo viljugir að borga fyrir að nota auðlindina og peningar þeirra hafa streymt til útlanda eða að minnstakosti út fyrir byggðarlögin þar sem fiskurinn kemur að landi.  Væri alvega sama þó að útlendingar ættu þessi fyrirtæki ef þeir borguðu sæmileg laun og auðlindagjöld til þjóðarinnar.

En semsagt sá ekki öll þessi vandamál við að ná samningum við ESB um þetta. Sem og að við erum náttúrulega ekki með stofna sem skarast við aðrar ESB þjóðir þannig að í raun myndum við fara með forræði yfir þeim stofnum.

En ég bíð bara rólegur það er að styttast í næstu niðursveiflu. Það er alveg öruggt!


mbl.is „Ekki óeðlilegt að ráðherra taki afstöðu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Held nú Maggi  að ESB hrynji á undan !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 18:14

2 identicon

Verja hagsmuni 4000 bændabýla............þetta geturðu sagt, þegar þjóðin hefur þurft að niðurgreiða ofan í þig kjötið árum saman, því annars hefðir þú ekki haft efni á því að éta.

Á þá að hætta því núna af því þér finnist þú orðinn nógu feitur? Hvað með hina?

Þakklætið eða hitt þó heldur. Hvet þig annars til að kyuna þér landbúnaðarstefnu ESB af því þú virðist svo heillaður af þessu gamla stál og kolabandalagi.

G.Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2015 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband