Leita í fréttum mbl.is

Nokkuð ljóst að við höfum ekkert inn í ESB að gera akkúrat núna!

Á meðan að evru ríkin og ESB geta ekki leyst málefni Grikklands svo vel fari höfum við ekkert að gera með að ganga inn þetta samstarf. Alveg ótrúlegt að það skuli hafa dregist í um 5 ár að finna lausn og hún sé í raun ekki enn fundin.

Hallast helst að því þessa dagana að okkur væri hollast að fara að undirbúa að taka tímabundið eða til lengri tíma t.d. Kanadadollar eða bara Dollarann sjálfan einhliða. Því að öllum er það ljóst held ég að fyrr en við skiptum um gjaldeyri þá verða hér hærri vextir og jafnvel verðtrygging þar sem að krónan er örmynnt og smá sveiflur hér geta keyrt hana upp og smá sveiflur á markaði geta fellt hana niður eins og spýtu. Ein virkjun getur skapað hér auka verðbólgu eða "verðbólguskot" í kannski 2 til 3 ár.

Vona hinsvegar að ESB sérstaklega nái að vinna sig út úr þessari ógnar krísu því ekki viljum við að Evrópa verði aftur eins og hún var. Þ.e. stöðug átök milli þjóða og stríð.  Held að ESB þjóðirnar og sérstaklega evruþjóðirnar hljóti að átta sig á því að það verður að koma þessu í lag sem fyrst og tryggja að ríki í evrunni fari að þeim lögum og reglum sem gilda um evruna eins og t.d. varðandi þjóðarskuldir.

En nú er líka furðulegt að gerast eins og ég las í frétt hér á mbl.is. Ísland er búið að vera í viðræðum við ESB um m.a. tollaívilnanir á útflutning landbúnaðarvara síðustu misseri og þá væntanlega líka á innflutningi landbúnaðarvara. Og þá með EES samningi erum við komin enn lengra inn í ESB en höfum áfram engin áhrif þar.

Viðræður hafa með hlé­um staðið yfir á milli emb­ætt­is­manna­nefnd­ar land­búnaðar- og ut­an­rík­is­ráðuneyt­ins og samn­inga­nefnd­ar Evr­ópu­sam­bands­ins, und­an­far­in miss­eri og ár, um tollaí­viln­an­ir á ákveðna mat­vöru, eins og skyr, osta, lamba­kjöt, ali­fugla- og svína­kjöt.

Að sögn Sig­urðar Inga Jó­hanns­son­ar land­búnaðarráðherra er stefnt að því að sendi­nefnd ESB komi hingað til lands í sept­em­ber og reynt verður að ljúka samn­ing­um við ESB um gagn­kvæm­ar tollaí­viln­an­ir, tolla­lækk­an­ir og í ein­hverj­um til­fell­um niður­fell­ingu tolla, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Snorri Hansson

Ég er forviða á því hað þú ert illa að þér  á ESB.  Að þú skulir ekki hafa hugmynd um samrunan sem á sér stað í ESB sem er í gangi hægt og sígandi en ákveðið.

 Það á, hvað sem hver segir  að yfirtaka  öll valdsvið aðildarríkjanna .Núna á næstunni  gerð fjárlaga.  Meira að segja Bretar kvarta  undan því að það sé ekkert á þá hlustað. Beiðnir frá smærri aðildaríkjum hverjar sem þær eru alltaf svo til alfarið hunsaðar. Það er alger misskilningur að það sé ekki hægt að hafa uppbyggileg,  fjölbreytt,og vinsamleg samskipti við þjóðir án þess að sameinast þeim.

----------------------------------------------------------------------------------

Úr grein Gústaf Adolfs, hér  blogginu:

bréf Jean Monnets til vinar 30. apríl 1952:

"Þjóðir Evrópu munu verða leiddar áfram að súperríkinu án þess að fólk þeirra skilji hvað er að gerast. Þessu er hægt að ná í árangursríkum skrefum, þar sem sérhvert þeirra verður klætt efnahagslegum markmiðum sem munu hægt og bítandi og á óafturkræfan hátt leiða til sambandsríkis."

-----------------------------------------------------------------------------

Hjá okkur hefur fjöldi fjárhagslega sterkra fyrirtækja (sem hafa skilað hagnaði árum saman) í hinum ýmsu atvinnuvegum ekki lengur þörf fyrir gengisfellingu þótt eitthvað breytist . Þau einfaldlega  aðlaga sig .

 En ef eitthvað stórkostlegt gengur á  er það blessun sjálfstæðrar þjóðar að hafa möguleika á að hnika gengi myntar sinnar.

Snorri Hansson, 15.7.2015 kl. 02:48

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Hvað er að heyra Magnús Helgi, ertu að ganga af trúnni?????  Þú sem hefur verið harður ESB aðdáandi og skellt skollaeyrum við aðvörunum okkar sem eru andsnúnir ESB-aðild.

Að taka upp USD eða CAD er engu betri lausn en evran, sem nú er að kaffæra PIIGS-löndin.

Íslenska krónan, þó ófullkomin sé, hefur dugað okkur vel og verið sveigjanleg þegar vandi hefur steðjað að.  En það má segja um ISK að hún er bara eins og allir aðrir gjaldmiðlar sem sveiflast til og frá eftir efnahag þeirra þjóða sem þá nota.  Það á hins vegar ekki við um evruna, hún hefur verið ósveigjanleg fyrir þær þjóðir PIIGS-landana sem hafa þurft á sveigjanlegum gjaldmiðli að halda.  Hefur sú staðreind verið þeim dýrkeypt og ekki séð fyrir endan á þeim áföllum sem vofir yfir hinum PIIGS-löndunum þegar Grikkland verður úr sögunni.

Tómas Ibsen Halldórsson, 15.7.2015 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband