Leita í fréttum mbl.is

Ætlaði ekki að blogga um þetta mál en er Kjartan ekki aðeins að rugla!

Ég er ekki að draga úr því að það þarf náttúrulega alþjóða aðstoð í flóttamannabúðum í löndum í kring um Sýrland. En held að á styrjaldarsvæðum eins og í Sýrlandi sjálfu væru flóttamannabúðir eisn og tilbúin skotmörk fyrir ISIS og aðra brjálaða flokka manna og þvi engin greiði gerður þar.

En það sem Kjartan áttar sig ekki á og þó er að jú 2% þeirra sem hafa lagt á flótta eru komnir til Evrópu! Þeir eru þar og eru ekki á förum heldur streyma þeir eins og þeir komast norður eftir Evróu í leit að landi til að búa á þar sem ekki er stríð og þeir eigi möguleika á að hefja nýtt líf eða búa við öryggi þar til að komið verið friði á hjá þjóð þeirra.

Það er þessu fólki sem verður að koma til hjálpar! Þessi hópur er að sliga þjóðir eins og Grikki sem máttu nú ekki við meiru og fleiri lönd. Nema náttúrulega að menn vilji standa að því að setja þau í skip og senda til baka til Sýrlands eða Lýbíu.

Og nú verða allar þjóðir í Evrópu að taka á sig einhvern skerf að þessu vandamáli og það er það sem fólk hér er að tala um. 500 manns er kannski ekki mikið af heldinni á næstu 2 árum. En þó eru það 500 manns sem þá eiga einhverja framtíð í augsýn. 

Finnst stundum út í hött hvernig menn tala hér á landi. T.d. þetta að það muni ekkert um 500 einstaklinga og það leysi ekki vandamálið. Finnst þetta svipað og sjá sökkvandi skip og segja að það sé ljóst að við getum ekki bjargað öllum og þvi látum við það bara sökkva!

Sýnist að flesti flóttamenn sem við höfum gefið kost á að flytja hingað hafi spjarað sig ágætlega sem og að við höfum fullt af störfum sem Íslendinar líta varla við lengur sem í dag eru mönnuð með útlendingum og þar vantar enn fólk. Sbr. ræstingar, fiskvinnsla, sláturhús og fleira og fleira. Og ef við ætlum að fara hér í rosa framkvæmdir á næstu árum þá vantar hér vinnufúsar hendur.

Held að tölur eins og 5 þúsund séu kannski of mikið fyrir okkur að ráða við ef við ætlum að gera þetta vel. En 2 til 300 á ári gætum við auðveldlega ráðið við næstu árin og sennilega hagnast á því að fá fleiri vinnandi menn og konur sem og að þau skila þá auknum sköttum fljótlega í staðinn.


mbl.is Rétt að byrja á réttum enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daníel Sigurður Eðvaldsson

Við getum alveg komið okkur saman um að bjóða 50, 100, 250, 500, 2000, 5000, 10000 flóttamenn eða hvaða tölu sem er til landsins. Ekki vandamálið. Hinsvegar er rétt eins og Kjartan bendir á að það þarf að skoða þetta í víðara samhengi. Flóttafólkið þarf húsnæði, plás í skóla, heilbrigðiskerfið (þar á meðal mikla sálræna þjónustu reikna ég með) og fleira. Þetta eru póstar sem eru óvissa um nema búið sé að ljúga upp í opið geð á mér síðustu ár. Ekki nema allir séu sáttir með að reisa tjaldborg einhverstarðar á landinu og leyfa þeim að vera þar ... sem ég efast um að gangi upp eða við viljum.

Þetta er ekki einfallt mál og kannski fyrsta skrefið væri bara það að opna umræðuna og fyrir alvöru að tala um hana. Ekki bara hrauna yfir þá sem fara gegn ríkjandi skoðuninni. Jú sumt fólk er vissulega óviðeigandi en þetta er komið vegna þekkingaleysis. Ef við gögnum bara áfram og hunsum "neikvæðu" raddirnar þá þýðir það bara að fordómar aukast og jafnvel fer einhver þjóðernigshyggja af stað (og þá ekki þessi svokallaða framsóknarþjóðernishyggja).

Við höfum það kannski skítt en það er nóg og mikið af fólki hér sem hefur það skítt. Hugsanlega verður einhver öfund útaf því .. það leysist aldrei nema bara með fræðslu og umræðu. 

Daníel Sigurður Eðvaldsson, 2.9.2015 kl. 01:00

2 identicon

Skynsamlegt - en áætlunin þarf að ná til næstu 10 ára minnst

Það er ekkert að fara að draga úr þessum straumi fólks í leit að betra lífi næstu áratugina og skiptir þar engu hvað gerist í Sýrlandi

Grímur (IP-tala skráð) 2.9.2015 kl. 06:26

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það að Ísland segiðist ekki taka við bátafólki mundi auðvitað ekki stoppa málið.  Barnalegt hjá Kjartani.

Það var nú bara í fyrra sem Ítalir ákváðu að útbúa sérstaka björgunarsveit til að mjarga fólki á Miðjarðarhafi sem kemur frá Líbýu á bátum.

Nú, en sýrlenska bátafólkið nú uppá síðkastið kemur mikið frá Tyrklandi.  Tyrkir opnuðu nokkrar  flóttamannabúðir innan sinna landamæra, - og veit fólk hvar eru margir þar?  Um 3 milljónir!

Um 3 milljónir í tjaldbúðum í Tyrklandi.

Nokkrir taka sig svo upp og leggja á hafið.  En það er mjög stutt yfir til Grikklands frá Tyrklandi.  Komast á litlum bátum á stuttum tíma.  (Ólíkt Lýbíuleiðinni til Ítalíu)  Leiðin til Grikklands er þó hættuleg sérstaklega ef fólk þekkir ekki til og kann lítið á bátana.

Í raun ætti Tyrkland að reyna að stoppa þetta.  Því það er auðvitað bannað að yfirgefa svona landið.  Sagt er að Tyrkland hafi gert lítið til að stoppa.

Bátafólkið fer svo til Grikklands í búðir þar og mannréttindasamtök hafa gagnrýnt hvernig grikkir meðhöndla.

Grikkir segja bara:  Fariði svo bara til Þýskalands.  Og margt bátafólkið vill það einmitt.

Sumir Svíar hafa sagt nokkurnvegin:  Alþjóðasamfélagið þarf að taka í taumana og það þarf að flytja allt flóttafólkið til Evrópu eða ameríku og fleiri landa beint úr flóttamannabúðunum.

Þetta er gríðarstórt vandamál og stríðið í Sýrlandi virðist ekkert vera að stoppa.  Gæti staðið í mörg ár í viðbót.

3-4 milljónir komnar til Tyrklands.  A.m.k. milljón til Líbanon (Sem er ekki fjölmennt land) og margir í Jórdan.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2015 kl. 13:32

4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ps.  Varðandi bátafólkið sérstaklega (Því flóttamenn fara aðrar leiðir líka) sem hefur aukist svona gríðarlega undanfarið, að þá er aukningin ekki síst vegna stríðsins í Sýrland.  Einnig koma margir frá Sómalíu en þar er viðvarandi stríð,  jafnframt frá Afghanistan og Írak.  Einnig er land sem ekki er oft nefnt en það er Erítrea.   Ástand mannréttindamála þar er einna verst í öllum heiminum.  Bátafólk frá Erítreu eru einna fjölmennastir með sýrlendingum.  En eritríufólkið fer yfirleitt frá Líbýu

Ómar Bjarki Kristjánsson, 2.9.2015 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband