Leita í fréttum mbl.is

Til þingmanna allra flokkar: Þetta er einfallt!

Nú þegar kjörtímavili ykkar er að ljúka er krafa fólks að þið komið í veg fyrir að Íslendingar séu að:

  • Geyma fé í skattaskjólum. Herðið lög og reglur og aukið gegnsæi.
  • Að menn séu að gera það sem var tíðkað hér áður og hét "hækkanir í hafi" og síðan flutt mismuninn á reikninga erlendis.
  • Gangi í það að aðskilja eins mikið og hægt er viðskiptabanka og fjárfestingabanka.

Við erum allt of lítið land til að þola svona ójöfnuð til lengdar þar sem jafnvel Íslenskir fjárglæframenn fá að geyma sína peninga í annarri mynnt og græða svo á stöðu krónunar sem við hin situm uppi með.

Smá viðbót fann þetta á facebook og svona þarf að stoppa

Ragnar Önundarson

 Viltu "vinna" milljarð ? Viltu svo "vinninginn heim" ? Þá er þetta aðferðin:

1. Þú stofnar "eignarhaldsfélag" og tekur milljarð að láni hjá kunningja þínum í bankanum eftir að hafa borgað "bónus" til hans með "þóknun skv. gjaldskrá".

2. Þú stofnar "aflandsfélag" í Panama eða Tortóla með aðstoð kunningja þíns í bankanum og millifærir það sem eftir er af milljarðinum þangað.

3. Þú sérð enga leið til að eignarhaldsfélagið geti borgað afborganir og vexti og það fer í þrot. Bankinn afskrifar lánið þegjandi og hljóðalaust þrátt fyrir að hafa allar upplýsingar um hvað varð um peningana og hvert þeir fóru. Þú borgaðir svo góðan "bónus" að þeir fara ekki að vera með nein leiðindi.

4. Til öryggis stofnarðu fleiri aflandsfélög með aðstoð erlends banka og millifærir áfram nokkrum sinnum í þeirri von að það "snjói í sporin". Allt kostar þetta og þú þarft nú sjálfur að lifa eins og aðrir, svo nú "áttu" bara 900 millur.

5. Þú bíður í nokkur ár en svo sérðu tilboð Seðlabankans um að taka þátt í gjaldeyrisútboði. Þú tekur því og færð þriðjungs ábót á "vinninginn" og átt allt í einu 1.200 milljónir. Seðlabankinn tryggir þèr nafnleynd svo ekki sé unnt að lesa saman nöfn þáttakenda við afskriftalistana.

6. Þú kaupir þér teinótt jakkaföt og gerist "fjárfestir". Ásamt félögum þínum kaupir þú banka af ríkinu, sem gleðst yfir vel heppnaðri einkavæðingu og lýsir yfir sigri og fagnar að samkeppni virðist komin í bankaþjónustu.

7. Þú ert kosinn formaður bankaráðs og lætur bankann sinna ýmsum menningar- og velferðarmálum og flytur ávörp af því tilefni.

8. Þú ert sæmdur Riddarakrossi hinnar íslensku Fálkaorðu í boði hjá Forseta Íslands.

9. Þú gerir samkomulag við kollega þína í hinum bönkunum um að bankarnir láni ykkur í kross, svo þið þurfið ekki að skulda í eigin banka. Það er ekkert óeðlilegt við það, þú ert jú "fjàrfestir".

10. Þú tekur 10 milljarða að láni og ... sjá liði 1-8, nema nú er það Stórriddarakross auðvitað.


mbl.is Tjáir sig ekki um huldufélagið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þer Magnús, Ragnar Önundarsson já þetta er nákvæmlega svona, uppskriftirn er til og gekk fullkomlga upp í aðdraganda fyrra hrunsins og mun gera það aftur ef þjóðin sefur eins og síðast. Verjusmt bræður og systur það er komin tími á nýtt upphaf án þessarar gegndarlausu spillingar og arðráns.

Sigurður Haraldsson, 27.4.2016 kl. 14:40

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Afsakið villur.

Sigurður Haraldsson, 27.4.2016 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband