Leita í fréttum mbl.is

Uppgangur okkar ekki ríkisstjórninni að þakka!

Jón Daníelsson segir hér að það sé fyrst og fremst fordæmislaus fjölgun ferðamanna sem hafi hjálpað okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammala rikisstjornin fær engar stjörnur við þökkum bara ferðamönnum og lægra olíu verði

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 09:11

2 Smámynd: Rafn Guðmundsson

rétt - enda erfitt/ómuglegt að finna hvað þessi ríkisstjór hefur gert fyrir landið.  

Rafn Guðmundsson, 1.5.2016 kl. 10:24

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Uppgangurinn er semsagt ríkisstjórninni ad kenna? 

Gódar stundir, med kvedju ad sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 1.5.2016 kl. 10:33

4 identicon

Þessi ríkisstjórn gerð m.a. þetta:

Lækkaði skatta.

Gerði umhverfi fyrirtækja hagfelldara.

Hækkaði laun ríkisstarfsmanna

Sá til þess að aðilar vinnumarkaðrins hækkuðu líka í launum

Einungis launahækkarnir til ríkisstarfsmanna eru fáránlegar og engin innistæða fyrir

Kannski er rétt að bíða eftir vinstri velferðinni þegar að allt verður jafnað niður á við. Munu fyrirtæki landsins þá byrja að segja upp fólki.

Ríkissjóður er vel settur en það er ekki vinstra liðinu að þakka.

Guðmundur (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 12:35

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Jón Daníelsson er alltaf í pólitík.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 1.5.2016 kl. 13:07

6 identicon

Atvinnulífið beið og hélt að sér höndunum á að meðan að vinstri stjórninn stóð í hverri aðgerðinni á fætur annarri til að gera umhverfi atvinnulífsins óhagfelldara. Síðan þá hafa skattar lækkað, teknar hafa verið hvetjandi ákvarðanir í orkumálum sem og skynsamlegar ákvarðanir í fjármálum ríkissjóðs. Lækkun skulda heimila hefur verið algjör forsenda fyrir þeirri uppreisn hagkerfisins sem við sjáum í dag. Hvernig niðustaðan varð í uppgjöri þrotabúanna er afrek sem mun verða notað í kennslubókum um heim allan í framtíðinni. Þar varð komið í veg fyrir stórslys sem í stefndi í tíma síðustu ríkisstjórnar. Verðbólga hefur haldist lág þrátt fyrir mikinn þrýsting m.a. vegna kauphækkanna sem hvergi annarstaðar má finna samsvörun við. Þetta hefur skilað sér í kaupmáttaraukningu sem er áður óþekkt. Lækkun á eldsneytisveði hefur vissulega hjálpað til en einnig skiptir gríðamiklu máli að ríkssjóður hefur verið rekinn með góðum afgangi og lækkun á ýmsum sköttum og gjöldum.  Tekjur ríkissjóðs aukast þrátt fyrir skattalækkanir eitthvað sem vinstrimenn skilja ekki. 

Að halda því fram að uppgangurinn sem við upplifun núna sé ekki hægt að þakk núverandi ríkisstjórn að stórum hluta er innantómt hjal eða óskhyggja fólks sem lætur pólítík ráða afstöðu sinni fremur en staðreyndir.

Stefán Örn Valdimarsson (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 15:59

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

FORSENDURNAR fyrir uppgangi okkar eru ekki endilega núverandi ríkisstjórn að þakka - en hvernig hún hefur spilað úr þeim er henni að þakka.

Kolbrún Hilmars, 1.5.2016 kl. 17:13

8 identicon

Kolbrún, það er engin ástæða til að þakka ríkisstjórninni fyrir að hafa ekki klúðrað unninni stöðu. 

Reyndar átti maður eins von á að SDG myndi þvinga í gegn að setja gömlu bankana í þrot og greiða kröfuhöfum út í íslenskum krónum.

Maður varpaði því öndinni léttar þegar sú leið sem fyrri ríkisstjórn vildi fara varð fyrir valinu eftir langt þjark, og seðlabankanum var falið að útfæra þá leið.

Hvorki Sjálfstæðisflokkur né Framsókn vildu fara þessa leið á síðasta kjörtímabili enda samþykkti hvorugur þeirra gjaldeyrishöft á erlendar eignir kröfuhafa sem var skilyrði fyrir að hægt væri að fara þessa leið. 

Annars hefur núverandi kjörtímabil einkennst af verkleysi og árásum á hagsmuni almennings. Gífurlegir fjármunir hafa verið fluttir frá þeim verr settu til hinna betur settu.

Jafnvel "skuldaleiðréttingin" er þessu marki brennd enda fékk tekjuhærri helmingur þjóðarinnar 62% af upphæðinni en sá tekjulægri aðeins 38%.

Þessi ríkisstjórn laug sig til valda og hefur síðan misnotað völdin og unnið gegn hagsmunum og vilja þjóðarinnar. Þetta er langversta ríkisstjórn sem ég man eftir og man ég þó marga áratugi aftur í tímann.

Ásmundur (IP-tala skráð) 1.5.2016 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband