Leita í fréttum mbl.is

Smá fróðleikur um Icesave

Friðrik Jónsson á eyjan.is birtir þetta blogg í kvöld 16.júní og setur Icesave í rétt ljós fyrir þá sem vilja reyna að skilja það.

Icesave: Rétt að semja og sluppum með skrekkinn

Það er sannarlega athyglisvert að lesa endurskoðað svar Vísindavefsins um hugsanlegan kostnað vegna Icesave. Kostnaðurinn vegna Svavarssamningana kominn niður í mest 140 milljarða, en líkast til frekar 90 milljarðar vegna Ragnars Hall ákvæðisins svokallaða. En jafnvel minna en það. Bucheit-samningurinn hefði kostað í heildina um 66 milljarða, en þar af hefðu 20 milljarðar verið greiddir úr Tryggingasjóði innistæðueigenda (sem var jú greidd út hvort eð er) og mest 46,5 milljarðar fallið á ríkið.

Það sem gleymist hins vegar alltaf í umræðunni um Icesave er hvers vegna verið var að reyna að semja? Jú, einfaldlega til að takmarka áhættu. Hver var áhættan? Hún sneri annars vegar að ríkisábyrgð strax á lágmarkstryggingu, sem hefði þýtt að íslenska ríkið hefði þurft að fjármagna greiðslu lágmarkstryggingar strax 2009 (670 milljarða í erlendum gjaldeyri) á þáverandi lánakjörum á markaði (sem voru í reynd vonlaus – Ísland hefði aldrei getað annað en treyst á lán frá ríkissjóðum Hollands og Bretlands og IMF). Hins vegar sneri áhættan að „mismunun á grundvelli þjóðernis“ og var það í raun mun hættulegra mál en ríkisábyrgðin ein og sér – og það sem velflestir lagasérfræðingar voru hræddastir við.

Ef Icesave-dómurinn hefði fallið þannig að aðferðafræði íslenskra stjórnvalda við 100% innistæðutryggingu innlendra lögaðila hefði falið í sér mismunun á grunvelli þjóðernis voru tæpir 1350 milljarðar í erlendum gjaldeyri í húfi (plús vextir, vaxtavextir og veruleg gengisáhætta). Hugsanlegur heildarreikningur upp á 1700 til 2000 milljarða hefði allur fallið á ríkissjóð. Ríkissjóður hefði hugsanlega getað endurheimt vænan hluta þess engu að síður úr þrotabúi Landsbankans, en áhættan sem hér var staðið frammi fyrir var augljóslega gígantísk. Þess vegna m.a. reyndu menn fram í rauðan dauðan að semja.

Í ljósi þess hversu verulega var búið að takmarka áhættuna í kjölfar Bucheit-samningsins er athyglisvert að bera saman áhættuna sem staðið var frammi fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslunum:

Icesave I, II og III: Góður dómur 0 krónur (samt einhverjir milljarðar frá TIF, plús eitthvað fleira); samningar 46, 90 eða140 milljarðar, tap fyrir dómi á mismunum á grundvelli þjóðernis 1350 milljarða fjármögnun strax, vaxtagreiðslur í ofanálag, ríkið í ábyrgð fyrir öllum pakkanum, endurheimtur einhverjar, en endanlegur beinn kostnaður ríkissins líkast til á bilinu 500 – 1000 milljarðar. Þegar Bucheit samningurinn liggur fyrir er vegna 46,5 milljarða fyrirsjáanlegs reiknings í þjóðaratkvæðagreiðslu ákveðið að taka áhættu sem hefði getað endað með 500 -1000 milljarða reikningi á ríkið!

Enn og aftur, þessi áhætta var raunveruleg, og greinilega talin veruleg – líka af þeim sem höfðu talað fyrir dómstólaleið og því að fella samninga í þjóðaratkvæðagreiðslum. Bæði núverandi Forseti Íslands og núverandi forsetaframbjóðandi Davíð Oddsson voru dagana fyrir dómsuppkvaðningu farnir að baktryggja sig fyrir slíkri niðurstöðu með því að tala fjálglega um að Ísland yrði ekkert endilega bundið af niðurstöðu dómsins ef hann yrði óhagstæður. Aldrei heyrðist slíkur málflutningur frá Bretum og Hollendingum, að þeir myndu ekki virða niðurstöðu dómsins, þó þeir hefðu ekki einu sinni beina aðkomu að honum.

Sá misskilningur virðist ríkja – og hafa ríkt – að tap fyrir dómi myndi í versta falli leiða til þess að hægt væri að ganga að fyrri samningum sem vísum á ný. Það var hrein tálsýn.

Enn, sem betur fer vannst málið. Á undraverðan hátt. Með nýstárlegum dómi EFTA-dómstólsins sem m.a. sótti rök fyrir sýknu út fyrir gögn málsins. Því skal ætíð fagna. Það skiptir máli að hafa fengið fyrir alþjóðlegum dómstól þá niðurstöðu að ríki hafi verulegt svigrúm til að tryggja efnahagslega lífsbjörg sína. Tímanum sem fór í samningaviðræður var líka vel varið, því tíminn vann með Íslandi. Samúð og skilningur jókst – og það gaf m.a. líka upphaflega norska dómara EFTA-dómstólsins „svigrúm“ til að tjá sig með þeim hætti að hann varð að víkja sæti (hann vildi að Ísland bæri ábyrgð og borgaði reikninginn ef ég man rétt).

Annar kostnaður vegna tímatapsins var líkast til óumflýjanlegur – Icesave var ekki eina ástæða þess að alþjóðlegur lánamarkaður hélt að sér höndum gagnvart Íslandi lengi vel – væntanleg uppgjör þrotabúa skipti þar líka máli, svo og almenn endurreisn efnahagslífsins. Við sluppum svo sannarlega með skrekkinn.

En að reyna að semja var skynsamlegt og rökrétt. Samningaviðræður voru hvergi á skalanum „óskiljanlegar“ til „landráð“ – sama hvað sumir vilja halda fram. Sérstaklega er mikilvægt að hafa þetta í huga þegar í einhverjum hópum þjóðfélagsins hefur myndast nokkurs konar „berufsverbot“ stemning gagnvart þeim sem studdu það að samningaleið yrði farin og niðurstaða þeirra samþykkt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þessi pistll er auma réttlætingarhjalið í þágu Icesave-greiðslusinnanna. Ótrúmennska þeirra við lögvarinn rétt þjóðarinnar í Icesave-máli var í senn ótrúleg og skiljanleg með hliðsjón af stefnu Evópusambandsins í málinu þrátt fyrir þess eigin löggjöf.

Ekki kemur á óvart, að ESB- og Icesave-greiðslu-sinninn Magnús Helgi taki þessa grein Friðriks upp á arma sína.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 02:29

2 identicon

Er Friðrik að segja að 140 milljarða óþörf greiðsla hefði verið jákvæð?

Kalli (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 06:10

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er allt of algengt hjá þér JVJ(Predikarinn, Elle), að þú hafir rörsýn á málin. Hinu má þó ekki gleyma, að engin íslendingur var á því að vilja greiða þetta rugl, fólk einungis stóð frammi fyrir tveimur slæmum kostum, semja eða setja málið í dóm. En tilurð Icesave, er einungis hægt að merkja DO, þínum ástkæra forsetaframbjóðanda, og þú skammast þín ekki fyrir það ormurinn þinn. Heldur þumbast í Guðna, sem einungis tók afstöðu í kostningum, þá fyrri hafnaði hann, en í þeirri seinni samþykkti hann. Samt kýst þú að styðja gerandann að Icesave, svei þér JVJ! 

Jónas Ómar Snorrason, 17.6.2016 kl. 08:29

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Davíð var enginn "gerandi að Icesave", sú fullyrðing hins króníska Jóhönnustjórnar-afsakanda, Jónasar Ómars, er vitaskuld ósönnuð hér, eins og við blasir, og hjálpar það ekki fullyrðingu hans að kalla mig "orm"! 

Gerendur í Icesave-málinu voru Landsbankamenn sem nýttu sér EES-frelsið til athafna erlendis og nutu til þess bæði athafnaleysis og meðmæla frá nokkrum helztu kratabroddum Íslendinga; gerendur í 2. lagi voru svo þeir, sem þrívegis sömdu af sér fyrir Íslands hönd í málinu þrátt fyrir óskoraðan rétt okkar skv. 94/19/EC-tilskipuninni, eins og EFTA-dómstóllinn úrskurðaði réttilega 28. jan. 2013.

Jónas Ómar lætur sem Icesave-samningastarfsemi Jóhönnustjórnar (sem ég hygg að brjóti gegn ákvæðum 3.-4. töluliðar 91. greinar landráðalaganna) hafi á þeim tíma verið tekin sem eðlileg, en svo var alls ekki, fjöldahreyfingar mynduðust gegn þessu og hörð andstaða innan sjálfs Alþingis (að ógleymdu forsetaembættinu), jafnvel þótt ríkisfjölmiðillinn Rúv misbeitti valdi sínu til jafn-einhliða umfjöllunar um málið og 365 fjölmiðlar (m.a. var því hafnað að ræða í Spegli Rúv við forsvarsmenn Þjóðarheiðurs, 82 manna samtaka gegn Icesave; hins vegar ræðir Fréttastofa Rúv nú gjarnan við ca. fimm til sex manna öfgakenndu samtökin "No Borders" og skýrir iðulega frá uppátektum þeirra!).

Guðni Th. tók ekki aðeins afstöðu með Svavarssamningnum (208 milljarða pakka) og Buchheit-samningnum (tæpl. 80 milljarða pakka) þrátt fyrir að krafa Bretlands, Hollands og ESB væri með öllu ólögvarin (og lögunum skeytti Guðni í engu, ekki frekar en hnn skeyti því nokkru nú, að í inngöngusáttmálum nýrra ESB-ríkja (eins og t.d. Svíþjóðar og Finnlands og Austurríkis 1994) er alltaf tekið fram, að nýja meðlimaríkið meðtaki öll lög Evrópusambandsins (yfir 100.000 bls.!) og sömuleiðis að þau lög skuli hafa allan forgang fram yfir sín eigin landslög!). 

Nei, Guðna Th. nægði ekki það eitt að samþykkja opinberlega þessa tvo svikasamninga, heldur þurfti hann líka að hnykkja á samþykkinu á Svavars-samningnum með þessum orðum í The Grapevine 19.6. 2009: "obviously, if Iceland were going to say, we´re not going to accept this, that would pretty much make us as isolated as countries as North Korea or Myanmar" ("augljóslega, ef Ísland myndi segja, að við ætluðum ekki að samþykkja þetta [Icesave-samninginn], þá myndi það gera okkur nánast eins einangruð og Norður-Kóreu eða Búrma"!

Hann stóð ekki með rétti þjóðar sinnar, en tók þátt í því að hræða þá sömu þjóð með slíkri hrakfaraspá, ef við semdum ekki upp á býti Breta og Hollendinga, enda væri "hinn kosturinn miklu verri, og kannski er þetta það bezta sem við eða einhver annar gæti fengið"! (hans eigin orð 19. júní 2009).

Er slíkum manni treystandi til að standa vörð um þjóðarhagsmuni og lagalegan rétt lands og þjóðar í bráð og lengd?

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 10:28

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Jú, það liggur fyrir núna að betra var að semja.  Staðreynd.  Eftir stendur skaðakostnaðurinn sem varð af völdum framsjalla og þjóðrembinga.  Þann skaðakostnað þvínguðu ofsa-þjóðrembingar á herðar almennings með brútalt áróðursofbeldi.   Miklir óþurftarmenn framsjallar og þjóðrembingar og sagan mun dæma þá hart.  

Ómar Bjarki Kristjánsson, 17.6.2016 kl. 10:59

6 identicon

Umræðan um Icesave hefur verið mikil niðurlæging fyrir þjóðina. Vitræn umræða hefur ekki komist að.

Maður spyr sig hvort þeir sem hafa haft hæst séu einfaldlega fábjánar eða hvort þeir svífist einskis til að koma í veg fyrir að það komist upp að keisarinn er ekki í neinu.

Atkvæðagreiðslurnar um Icesave snerust um að samþykkja samninginn eða hafna honum og taka með því þá gífurlegu áhættu að vera gert að greiða margfalt meira en skv samningnum. 

70% alþingismanna samþykkti Buchheit-samninginn og mikill meirihluti almennings var hlynntur honum skv skoðanakönnun sem var gerð áður en ÓRG boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslunnar

Samninganefnd hæfustu manna mælti með samþykki. það gerðu einnig sjö hæfustu lögmenn landsins. Það var því mikill glannaskapur að hafna honum þó að við hefðum sloppið með skrekkinn i þetta sinn.

Það sem vantar í þessa greinagerð Friðriks er að áætla kostnaðinn við að hafna samningnum. Þegar ÓRG boðaði til fyrri þjóðaratkvæðagreiðslunnar lækkaði lánshæfismat Íslands niður í ruslflokk og hafði þannig neikvæð áhrif á vexti og önnur viðskiptakjör.

Ég mundi aldrei treysta stjórnmálamanni sem hafnaði Ícesave. Að taka að óþörfu og af hreinum glannaskap áhættu sem getur ógnað framtíð þjóðarinnar er einfaldlega óafsakanlegt.

Þó að málið hafi endað vel þá var alls ekki hægt að sjá það fyrir. Þess vegna var það mat hæfustu manna að rétt væri að samþykkja samninginn.

Þó að menn vinni stórt í fjárhættuspili einu sinni eru ekki miklar líkur á að það gerist aftur.  

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 11:19

7 identicon

Sem sagt: men eru að segja hér að við hefðum ekki getað séð fyrir að útkoman úr málaferlunum hefðu verið góð, þess vegna hefði verið skynsamlegra að semja. En þessi vitneskja fæst einungis með þessum endurskoðuðu tölum, sem voru ekki fyrir hendi fyrr en núna... sem er eitthvað sem við hefðum ekki getað séð fyrir - eða hvað?

Ef við eigum að dæma gjöriðir okkar miðað við þá vitneskju sem við höfðum á meðan Icesave krísuni stóð þá hljótum við líka að miða við þær tölur sem voru þá fyrir hendi - sem sagt þær tölur sem sögðu að það væri skynsamlegra að hafna samningnum og reyna á rétt okkar fyrir dómi. Menn geta vælt um "þjóðrembu" eins og þeir vilja, það breytir ekki þessu.

Egill Vondi (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 12:09

8 identicon

Egill Vondi, hvaða tölur sögðu að það væri skynsamlegra að hafna samningnum?

Þó að það hafi verið einhver óvissa um hve mikið við hefðum þurft að greiða skv samningnum þá var ljóst að við hefðum alltaf þurft að greiða miklu meira ef samningnum hefði verið hafnað og við hefðum tapað málinu. Það var auðvitað tilgangurinn með samningum að minnka áhættuna. 

Það segir heilmikla sögu að Framsókn var eini flokkurinn sem hafnaði Buchheit-samningnum. Varla eru þeir margir sem halda því fram að þar innanflokks séu skörpustu þingmennirnir. 

Ef norski dómarinn hefði ekki verið búinn að gefa upp afstöðu sína gegn Íslandi og því verið dæmdur vanhæfur hefðum við vel getað tapað málinu.

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 14:06

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

 

Þvílík "minnkun áhættu" að taka ekki mark á lögunum, en leggja á þjóð sína 208 (Sv.) eða 80 (Buchh.) MILLJARÐA króna í staðinn. Færu ekki 80 milljarðar langt í að reisa nýja Landspítala?

Ásmundur ESB-karl er margsinnis búinn að missa andlitið í þessum málum um netið þvert og endilangt og á sér ekki viðreisnar von, en lítur þó kannski helzt til "Viðreisnar" um framhaldslíf sinnar óþjóðrækni, enda er þar að finna ýmsar Icesave-jarðýturnar sem unnu gegn forsetanum og þjóðinni í Icesave-málinu og (r……, nei, látum okkur nægja að segja:) hópuðu sig saman í Áfram-hópnum sem gekk beint gegn ótvíræðum rétti Íslands og halaði inn tugmilljónir til áróðurs fyrir því tiltæki (já, skoðið vefslóðina, þar sjáið þið ýmsa Viðreisnar- og ESB-broddana og upplýsingar um styrki til andstæðra póla í Icesave-deilunni).

En hvar fær þetta lið sitt fé til sinnar starfsemi og að leigja Hörpuna til funda, eins og dr. Guðni Th. sem að auki er með þrjár kosningakrifstofur?

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 14:40

10 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Við íslendingar getum sjálfsagt friðþægt fyrir að sleppa við Icesave baggann með því að borga brúsann fyrir Grikkland.

Getum ef til vill bara keypt Grikkland - þar er nú verið að selja allt múr- og naglfast vegna þeirra útgáfu af Icesave.

Kolbrún Hilmars, 17.6.2016 kl. 16:15

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, góður þessi, Kolbrún, þetta er einmitt satt og rétt um Grikkland, eins og James Galbraith var að upplýsa okkur um.

En ég gleymdi  anza því hjá þeim öfugsnúna Össuri,  hann vildi  gera mig að margra manna maka, gera EINA persónu úr mér, Elle vinkonu okkar í Þjóðarheiðri og "predikaranum" á Moggabloggi. En þetta eru vitaskuld þrjár persónur, og sat Elle með okkur Lofti, Theódór Norðkvist, Guðna Karli o.fl. fólki í stjórn samtakanna, og ágætur er málvinur minn faðir hennar Elle, þekktur verkfræðingur.

Össur er hins vegar óvenjufeiminn maður á stundum, eftir  hafa bloggað yfir sig eina nóttina, svo  frægt varð, og er því með dulnefnið Skeggi Skaftason á netinu.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 17:43

12 Smámynd: Jón Valur Jensson

TÖLVUBORÐI mínu  er  um    kenna  hvernig  textinn  birtist  hér.

Lagað:

að  hann  vildi  gera  mig  að  margra   manna  maka,  gera  EINA   persónu  úr  mér,  Elle  vinkonu ….

og: Össur  er  hins  vegar  óvenjufeiminn maður  á stundum, eftir  að   hafa   bloggað   yfir  sig   eina  nóttina,  svo  að   frægt  varð….

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 17:52

13 Smámynd: Jón Valur Jensson

varð,  og  er því  með dulnefnið  Skeggi  Skaftason  á  netinu.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 17:54

14 Smámynd: Jón Valur Jensson

Guðni Th. Jóhannes­son sýndi sér­fræð­ingum í laga­legri réttar­stöðu lýð­veld­is­ins, mönn­um eins og Magn­úsi Thor­odd­sen, dr. Stefáni Má Stefáns­syni, Sigurði Líndal og Reimari Péturssyni, enga virð­ingu í Icesave-málinu, en tók þeim mun meira mark á hræðsluáróðri hagfræðiprófessora og alls kyns ófaglegra álitsgjafa og hefði betur tekið eftir því, hve margir þeirra voru eyrnamerktir Evrópusambandinu, sem mjög knúði á um þetta mál í bak og fyrir.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 18:08

15 identicon

Sæll Magnús Helgi - sem og aðrir gestir, þínir !

Jón Valur !

O: jú.

Reyndar - og því miður, má kenna opingátt lagsmannanna þáverandi, þeirra Davíðs Oddssonar og Jóns Baldvins Hannibalssonar til EES græðgis- og svindlvæðingarinnar á 10. áratug síðustu aldar, til undanfara Icesave´s væðingar Landsbankans m.a., með þeim skelfilegu afleiðingum, sem það brölt hafði í för með sér / sem:: alls ekki sér fyrir enda á, enn þann dag í dag, Jón Valur.

Það er ekki sæmandi Jón Valur: að HVÍTÞVO annan höfuð gerandann að EES hryllingnum, Davíð Oddsson, sem einhvern Allsherjar lausnara íslenzkra samfélags vandamála líðandi stundar, og klína síðan ALLRI ábyrgðinni, á hinn aðilann að málinu (Jón Baldvin Hannibalsson = Guðna Th. = ?, já hvað, eiginlega ?)

Tek fram - að enginn er ég stuðningsmaður Guðna Th. Jóhannessonar, fremur en annarra frambjóðenda svo sem, þó svo Sturla Jónsson sé jú, einna heilsteyptastur þeirra, hafandi kljáð margar rimmurnar, við Sýslumann Reykjavíkur (nú: Höfuðborgarsvæðis, nefndur), og subbulegt lið hans, sem annarra þjóna Banka Mafíunnar.

Ómar Bjarki !

''Framsjallarnir'': sem þú nefnir réttilega, eru svona álíka sorp söfnuður, og vinstri klíkurnar, sem þú virðist aðhyllazt ENNÞÁ, Austfirðingur góður.

Þannig að - forðazt ættir þú því Ómar minn Bjarki, að kasta Grjóti, úr þínum Glerja- og Kristalla hýsum.

Það verður jú: að vera einhvers lágmarks innistæða, fyrir þeim hlutum, ekki síður en öðru, Ómar Bjarki.

Ekki - var nú geðslegra, tímabil þeirra Jóhönnu og Steingríms J., (2009 - 2013) Ómar minn / og það, í skjóli Sigmundar Davíðs, enn eins ''vinar'' Jóns Vals o. fl., eins og menn muna, frá Febrúar - Apríl mánaða 2009 ! 

Með beztu kveðjum: engu að síður - af Suðurlandi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 18:13

16 identicon

Ótrúlegt að sjá hvernig þjóðremba getur ruglað menn gjörsamlega í ríminu.

Í samninganefnd Buchheit var sértaklega vandað við val nefndarmanna. Um það voru flestir ef ekki allir sammála. Mikil og almenn ánægja var með niðurstöðuna. Eftir að 70% alþingismanna samþykkti samninginn var öruggur meirihluti hlynntur honum skv skoðanakönnun.

Málið hafði auðvitað ekkert með ESB-aðild að gera nema að því leyti að ósigur fyrir EFTA-dómstólnum hefði komið í veg fyrir að við uppfylltum skilyrði fyrir aðild um langa framtíð vegna bágborins efnahagsástands.

Á maður að trúa því að þeir eða margir þeirra sem höfnuðu Icesave hafi viljað leggja landið i rúst til að koma í veg fyrir ESB-aðild? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 18:44

17 Smámynd: Jón Valur Jensson

Rugli þínu ætlar aldrei  linna, Felu-Ásmundur.

Af hverju skrifarðu annars ekki undir fullu nafni? Með þessum rithætti þínum vitum við ekki einu sinni hvort þú heitir Ásmundur eða Haukur, Össur eða Eiríkur Bergmann Einarsson!

Vitaskuld vildu réttlætissinnar ekki "leggja landið í rúst," eða ER það kannski í rúst?!!! En þið, dauðhræddu vogunarmennirnir, létuð það jafnvel ekki fæla ykkur frá stuðningi við gömlu nýlenduveldin tvö og ESB, að Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor í  Lundúnum, spáði allt upp í 1000 milljarða greiðslubyrði af Svavarssamningnum! Samt sögðuð þið (og Guðni Th.) við honum!

En Landsbankinn reyndist að vísu ekki alveg jafn-hræðilegur og af var látið. Engu að síður sparaði EFTA-dómurinn okkur alla ábyrgð á klúðrinu. En þú hefur hér ofar afþakkað siðferðisvottorð hans um að þjóðin og ríkissjóður og stjórnvöld (ríkisstjórn Geirs og Sólrúnar) báru enga ábyrgð á Icesave-reikningum þessa einkabanka. 

Svo fer þér illa að bera lof á handvalda þjóna Steingríms og Jóhönnu! Kl.11.19 hér ofar kallarðu þá "hæfustu menn" og talar svo um "sjö hæfustu lögmenn landsins" -- en eigum við bara að trúa því, af því  að þú, felumenni, segir það?! Eða voru þeir kannski hæfari en dr. Stefán Már Stefánsson, sérfræðingur í Evrópurétti og prófessor við lagadeild HÍ allt frá 1979?! Ásamt Sigurði prófessor Líndal skrifaði hann harðar ádeilugreinar í Mbl. gegn þessum Icesave-samningum.

Mikil er forherðing þín, maður.

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 20:23

18 Smámynd: Jón Valur Jensson

Lyklaborð tölvu minnar er alveg að geispa golunni. Hér átti að standa, ofarlega:     

... undir fullu nafni? Með þessum rithætti þínum vitum við ekki einu sinni hvort þú heitir Ásmundur eða ...

og: Vitaskuld vildu réttlætissinnar ekki "leggja landið í rúst," eða ER það kannski í rúst?!!! En þið, dauðhræddu ...

og: ... Svo fer þér illa að bera lof á handvalda þjóna Steingríms og Jóhönnu! Kl.11.19 hér ofar kallarðu ...

 

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 20:31

19 Smámynd: Jón Valur Jensson

ekki "leggja landið í rúst," eða ER það kannski í rúst?!!! En þið, dauðhræddu 

... þjóna Steingríms og Jóhönnu! 

Kl.11.19 hér ofar kallarðu ...

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 20:33

20 Smámynd: Jón Valur Jensson

kannski í rúst?!!! En þið, dauðhræddu ...

Jón Valur Jensson, 17.6.2016 kl. 20:34

21 identicon

Mér sýnist þú við það að springa Jón Valur.

Matti (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 20:53

22 identicon

Jón Valur spriklar með alla skanka úti í angist sinni enda að verða óhjákvæmilegt að hann verði að viðurkenna fyrir sjálfum sér að hann er allsber.

Það verða grimm örlög fyrir innsta eðli hans - þjóðrembuna. Það er hins vegar útilokað að hann geti nokkurn tímann viðurkennt ástand sitt út á við.

Afneitunin heldur áfram eins lengi og hann lifir. Vigdís Hauks og Sigmundur Davíð fylgja honum í útlegðinni. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 21:53

23 identicon

Í ESB lögum. um innistæðutryggingasjóði, stóð að ef þjóðríki hafa stofnað innistæðutryggingasjóð, þá væru þau ekki ábyrg fyrir innistæðunum heldur tryggingasjóðurinn.  Íslendingar voru búnir að stofna innistæðutryggingasjóð.

Ef íslenska ríkið hefði greitt innistæðukröfurnar. þá hefði það brot á evrópsku reglugerðinni.  Evrópudómstóllinn fór eftir þessum lögum og sýknaði íslenska ríkið af kröfum Englendinga og Hollendinga.

Þegar maður hugsar til þess þá mætti halda, að samningamennirnir, þ.á.m. Bucheit, hafi aldrei kynnt sér þessi lög, því varla voru þeir vísvitandi að brjóta lögin.

Jóhannes (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 23:33

24 identicon

Þeir sem ekki hafa kjark til að standa á rétti sínum eiga það skilið að vera troðið í svaðið.

Kjarklaus lítilmenni sem kalla það þjóðrembu þegar almenningur tekur fram fyrir hendurnar á kjarklausum stjórnendum eru kjarklaus lítilmenni sem eiga það skilið að vera troðið í svaðið.

Síst af öllu ættu þessi kjarklausu lítilmenni að hreikja sér af kjarkleysinu.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 23:48

25 identicon

Ef þessu kjarklausa lítilmenn "Ásmundur" þykir 140.000.000.000 lítil upphæð þá ætti hann að telja upp að 140.000.000.000 og byrja á 1.  Ég skal borga honum krónu fyrir hverja milljón sem hann telur upp að, það gera 140.000 krónur.

Bjarni (IP-tala skráð) 17.6.2016 kl. 23:53

26 identicon

Það hefur ekkert með kjark að gera að taka þá áhættu að vera gert að greiða margfalt meira en skv samningnum. Það er fífldirfska ef ekki hrein heimska að ógleymdri þjóðrembunni.

Enn er fáfræðin um Icesave í algleymingi. Jóhannes hefur greinilega ekki hugmynd um það atriði málsins sem mestar líkur voru taldar á að við myndum tapa. Það var mismunun á milli innistæðna eftir því hvort þær voru hér á landi eða erlendis.

"Að standa á sínu" - sama hvað - í alþjóðlegum samskiptum hefur einkennt þær þjóðir sem hafa einangrast og lifa nú þess vegna við hörmuleg kjör. Þeir sem þannig hugsa mega aldrei koma að stjórn landsins. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 08:29

27 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ásmundur yfirgaf umræðu um málefnið, eins og sást á svari hans til mín í gærkvöldi kl. 21.15. Í næsta innleggi svarar hann rökum með því að setja enn á sína biluðu grammófónplötu.

Ég vil sérstaklega taka undir innlegg Jóhannesar hér kl. 23.33 og rétt að endurtaka þau rök hér:

"Í ESB-lögum [tilskipun 94/19/EC] um innistæðutryggingasjóði stóð að ef þjóðríki hafa stofnað innistæðutryggingasjóð, þá væru þau ekki ábyrg fyrir innistæðunum heldur tryggingasjóðurinn.  Íslendingar voru búnir að stofna innistæðutryggingasjóð.

Ef íslenska ríkið hefði greitt innistæðukröfurnar, þá hefði það verið  brot á evrópsku reglugerðinni.  Evrópudómstóllinn [hann meinar: EFTA-dómstóllinn] fór eftir þessum lögum og sýknaði íslenska ríkið af kröfum Englendinga og Hollendinga.

Þegar maður hugsar til þess þá mætti halda, að samningamennirnir, þ.á m. Buchheit, hafi aldrei kynnt sér þessi lög, því að varla voru þeir vísvitandi að brjóta lögin."

Svo er mikið til í innleggi Bjarna kl.23.48!

Jón Valur Jensson, 18.6.2016 kl. 10:55

28 identicon


Gott og vel "Ásmundur", þú varst semsagt HRÆDDUR um að við þyrftum að borga meira en samkvæmt samningunum.

Það hefur þá farið fram hjá þér að samningarnir gengu út á að við vorum látin borga miklu meira en við áttum að borga, en þú varst HRÆDDUR, og þessvegna varstu tilbúinn að borga miklu meira en okkur bar.  Til að afsaka HRÆÐSLUNA þá skýlir þú þér bakvið þjóðrembu þeirra sem ekki voru hræddir, svona eins og Egill Helga og Illugi Jökuls og allir hinir sem ekki þorðu að standa í lappirnar.

Fáfræðin um Icesave er enn í hámarki, það er rétt hjá þér, en fáfræðin er þín megin.  Þú virðist ekkert hafa lært af því sem á undan er gengið, og síst það að þora að standa í lappirnar.  Hafðu nú vit á því að þakka þeim sem höfðu vit fyrir þér og neituðu að borga og svo skaltu skammast þín svo fyrir kjarkleysið og aumingjaskapinn.

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 18:34

29 identicon

Það er ömurlegt að fylgjast með fáfræðinni um Icesave.

Ætli Jón Valur sé ekki búinn að lesa það eða heyra þúsund sinnum að Icesave snerist ekki bara um ábyrgð ríkisins á tryggingarsjóðnum. Það hefur hins vegar ekki enn síast inn. Varnarbarátta JVJ gegn staðreyndum málsins er pottþétt.

Það sýnir best hve galið það var að hafna Buchheit-samningunum að allir vildu semja, samninganefndin þótti eins góð og best var á kosið og samningarnir þóttu mjög góðir.

Allir flokkarnir samþykktu samningana nema Framsókn eða 70% þingmanna. Og mikill meirihluti þjóðarinnar vildi samþykkja þá skv skoðanakönnunum áður en ÓRG boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þó að við slyppum með skrekkinn i þetta sinn var auðvitað galið að hafna samningunum vegna þess að málið hefði vel getað endað þannig að við hefðum þurft að greiða margfalt meira en skv þeim. Um það voru allir sammála sem á annað borð settu sig inn í málið.

Nú vilja kjánarnir meina að samninganefndin og þingmenn (nema Framsókn) hafi verið svona vitlausir. Hvar nema í Kjánalandi er boðið upp á svona bullmálflutning?  

Ásmundur (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 20:27

30 identicon

Hvað er það sem þú skilur ekki "Ásmundur"?

Kröfur, nei afsakaðu, fjárkúgun breta og hollendinga snérust um að fá greiddan útlagðan kostnað vegna lágmarkstryggingar innistæðna sem þeir af eigin frumkvæði ákváðu að greiða til sinna ríkisborgara.  Það er gefið mál að sá kostnaður var greiddur af þrotabúi Landsbankans sáluga.

Hins vegar snéris fjárkúgunin um að íslenska þjóðin yrði látin greiða fjárkúgurunum vexti af lánum sem sömu fjárkúgarar veittu sjálfum sér til að borga sjálfum sér til að bjarga eigin bankastofnunum frá algjöru afhroði.

Kjarklausum vesalingum eins og þér þótti þetta réttmæt krafa, krafa sem hljóðaði uppá tugi milljarða í erlendum gjaldeyri sem hefði auðveldlega getað sett þjóðarskútuna á hvolf.

Þegar upp er staðið fengu fjárkúgararnir allan útlagðan kostnað endurgreiddan, en voru sviknir um okurvextina sem þeir, og íslensku bleyðurnar, vildu fá borgað fyrir að lána sjálfum sér, án áhættu.

Svo eru þið lafhræddu ræflarnir að ásaka þá sem stóðu í lappirnar og spöruðu íslenskum alnmenningi tugi milljarða í erlendum gjaldeyri um að vera þjóðrembur.  "Ásmundur" ertu svona ótrúlega heimskur eða hefur þú ekki snefil að samvisku?

Bjarni (IP-tala skráð) 18.6.2016 kl. 23:10

31 identicon

Bjarni, þú getur kannski ekki að því gert að þú skiljir ekki Icesave. Þetta er ekki eins og að halda með fótboltaliði. Þó að liðið þitt tapi þá fer ekki framtíð landsins i rúst.

Það þarf ekki kjark til að vera tilbúinn til að leggja framtíð landsins í rúst. Til þess þarf fífldirfsku og heimsku. Jafnvel þjóðremba á háu stigi nægir til eða fáfræði.

Það var auðvitað ánægjulegt að vinna málið fyrir EFTA-dómstólnum þó að best hefði verið að sleppa málaferlunum. Nú er komið í ljós að atkvæðagreiðslan snerist í raun um eftirfarandi:

Já þýddi að við þurftum að greiða 46 milljarða. Á móti hefðum við sparað okkur kostnað sem nei hefði leitt til vegna seinkunar á losun hafta og vegna verri viðskiptakjara eftir að lánshæfismat lækkaði niður í ruslflokk þegar ÓRG boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu.

Nei þýddi óvissu um hvort við slyppum við greiðslur eða þyrftum að greiða gífurlegar fjárhæðir. Með nei fylgdi þó alltaf mikill kostnaður eins og áður segir.

En auðvitað má ekki hugsa þannig ef menn vilja líta á Icesave eins og fótbolta eða tilefni til að finna til þjóðrembu. Skítt með framtíð komandi kynslóða. 

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 08:37

32 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Hér veður JVJ yfir eins og stormsveipur, heimskur stormsveipur, sé hægt að persónugera stormsveip. Hafnar fólki sé það ekki sammála honum. þessi maður er ekki húsum bjóðandi.

Jónas Ómar Snorrason, 19.6.2016 kl. 11:18

33 identicon

Þetta var alltaf spurning um vexti, vextina sem fjárkúgararnir vildu fyrir að lána sjálfum sér.

Vexti sem hefðu getað sligað heila þjóð hefði þjóin ekki staðið í lappirnar þegar á reyndi.  Fáir virðast fatta þetta einfald atriði með vextina, ekki "Ásmundur", ekki Egill Helga og ekki Illugi Jökuls sem allir vildu borga skuldina en föttuðu ekki þetta með vextina.  Vextirnir einir og sér voru meiri en allur bílainnflutningur landsins, meiri en allur olíuinnflutningurinn, meiri en við hefðum með góðu móti getað ráðið við.  Og þið kjarklausu vesalingarnir vilduð borga þetta án þess að hreyfa við andmælum.  Þakkaðu fyrir að í landinu var fólk sem hafði kjark til að standa í lappirnar, öfugt við þig eða fábjána eins og þennan Jónas Ómar Snorrason.

Ksllasðu það þjóðrembu, kallaðu það heimsku, en sýndu þó þann kjark að viðurkenna að þú hafðir rangt fyrir þér og þjóðremburnar rétt.

Bjarni (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 11:51

34 identicon

Bjarni, það er eðli þjóðrembu að menn hafa rangt fyrir sér.

Tilfinningarnar taka völdin og staðreyndirnar víkja. Skynsemin kemst ekki að því að þjórembufíknin lætur ekki að sér hæða.

Satt best að segja eru þið Jón Valur óvenju illa haldnir af þjóðrembu. Meðferð gæti kannski hjálpað.

Umræðan um Icesave hefur að mestu einkennst af þjóðrembu auk þess sem flestir hafa ekki sett sig inn í málin. Þess vegna hefur umræðan oftast verið ómarktæk.

Nú virðist hins vegar eitthvað vera að rofa til - sem betur fer.

PS: Ertu nokkuð skyldur Jóhanni frá Houston? 

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 12:35

35 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég er ekki haldinn neinni "þjóðrembu", tel íslenzka eða norræna kynþáttinn ekki öðrum æðri, "Ásmundur" er einfaldlega að búa sér til árásarefni á mig og róa undir fordómum gegn mér, líkt og annar snati Evrópusambandsins iðulega gerir, Ómar Bjarki Kristjánsson, og nú þessi "Jónas Ómar Snorrason", af því að svo margt vantar upp á eiginleg málefnaleg rök hjá þeim.

Það var ekki af þjóðrembu, sem ég barðist í liði með mörgu góðu fólki gegn ólögvörðum kröfum gömu nýlenduveldanna í Icesave-málinu, heldur vegna réttlætiskenndar og samstöðu með okkar eigin smáu, ofsóttu þjóð.

Málstaður okkar sannaðist út á við gagnvart heiminum 28. janúar 2013 með EFTA-dómstóls-úrskurðinum, en ennþá halda þessar ESB-viðhengjur áfram að réttlæta fyrri þjóðsvik sín í málinu og nú trúlega til að styrkja Guðna Th. í kosningabaráttunni, því að þar áttu þeir sannarlega bandamann í málinu árin 2009-2011, og enn er hann opinn fyrir Evrópusambandinu, jafnvel að samþykkja umsókn naums meirihluta alþingismanna um inntöku landsins í það stórveldi án þess að bera það undir þjóðina.

Ósvaraverð eru vitvana skútyrði Jónasar Ómars hér, en hins vegar er sniðið á innleggjum felumannsins "Ásmundar" gjarnan með þeim hætti, að minnir mig á rithátt brezkra nafnleysingja, sem bæði hafa átt í ritdeilum við mig og aðra um þorskastríðin og Icesave á brezkum vefsíðum og einnig við mig um Falklandseyjastríð Breta. Þar reyna þessir aðilar með endalausum innleggjum að líta út sem röksemda-menn, en eru það ekki í raun, þótt þeim takist í krafti þess að vera margir gegn einum ólaunuðum manni að þykjast fara með sigur af hólmi.

Já, sama Whitehall-sniðið er á mörgu sem "Ásmundur" og "Haukur" skrifa eins og þessir Bretar erlendis, og fer gamla heimsveldið auðvitað létt með að hafa slíka leigupenna á sínum snærum, ekki sízt í krafti nafnleyndar þeirra. En slíkir ættu ekki í reynd að hafa leyfi til þess að kasta nafnlausir auri að íslenzkum borgurum sem gengur ekkert annað til en réttlætið að verja land og þjóð og forseta landsins gegn auvirðilegum ásökunum þeirra.

Sjá einnig hér: Aumleg viðleitni Icesave-herrans til sjálfsréttlætingar

Jón Valur Jensson, 19.6.2016 kl. 14:35

36 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þeir sem hér reyna að halda því fram að það hefði verið "betra" að samþykkja samning um ríkisábyrgð vegna Icesave, þar á meðal höfundur tilvitnaðrar greinar (Friðrik Jónsson), virðast flestir eiga það sameiginlegt að annað hvort gleyma eða kjósa að líta vísvitandi framhjá staðreyndum málsins.

Ekki síst því algjöra grundvallaratriði að slík ríkisábyrgð var beinlínis bönnuð samkvæmt EES-samningnum og reglum sem Ísland er skuldbundið samkvæmt honum til að hlíta.

Þar að auki var aldrei veitt heimild á fjárlögum fyrir því að skuldbinda ríkissjóð með slíkri ríkisábyrgð, sem braut því í bága við stjórnarskrá, burtséð frá þeim almennu lögum sem hafnað var í þjóðaratkvæðagreiðslum. Með því að hafna slíkum ólögum í tvígang var meirihluti kjósenda því í raun ekki að gera neitt annað en að framfylgja stjórnarskránni.

Enn fremur stóð tvennskonar ómöguleiki í vegi fyrir slíkri ríkisábyrgð. Í fyrsta lagi hefðu kröfur á hendur ríkissjóði samkvæmt ríkisábyrgðarsamningunum orðið gjaldkræfar í erlendum gjaldeyri, sem var einfaldlega ekki til í ríkissjóði og var því útilokað að efna þær kröfur. Samningur sem er ómögulegt að efna getur aldrei öðlast raunverulegt gildi. Í öðru lagi hefði ríkið ekki heldur getað beitt skattlagningu til að fjármagna greiðslur samkvæmt samningunum, þar sem heimild til slíkrar skattlagningar var ekki fyrir hendi í lögum þegar hin umræddu atvik urðu. Vegna stjórnarskrárvarins banns við afturvirkni skatta hefði því ekki heldur mátt færa neina slíka heimild í lög eftir að þau atvik urðu.

Loks er markleysa að halda því fram að einhver meintur kostnaður vegna "tafa" á úrlausn málsins hafi hlotist af því illnauðsynlega ferli sem leiddi til synjunar ríkisábyrgðar af hálfu kjósenda og staðfestingar EFTA-dómstólsins á því að sú synjun hafi ekki aðeins verið réttmæt heldur það eina rétta. Hafi slíkar tafir orðið einhverjar, voru þær þvert á móti bein afleiðing hinna ófyrirleitnu tilrauna þáverandi stjórnvalda og borgunarsinna í hópi stuðningsmanna þeirra, til þess að brjóta ekki aðeins stjórnarskrá heldur líka EES-samninginn, og stofna þannig þjóðréttarlegum hagsmunum Íslands í stórhættu. Ef stjórnvöld hefðu strax farið hina einu réttu og löglegu leið, að hafna öllum hugmyndum um ólöglega ríkisábyrgð, hefðu engar tafir þurft að verða á því. Þegar brennuvargar kveikja í húsi og reyna svo að hindra aðkomu slökkviliðs að brunastað, er ekki við slökkviliðið að sakast þó tefjist að slökkva eldinn, heldur brennuvargana!

Samkvæmt staðreyndum málsins er þar af leiðandi algjör markleysa að velta sér upp úr því með endalausum "hvað-ef?" spurningum, hvort það hefði verið "hagstæðara" að samþykkja slíka ríkisábyrgð heldur en að hafna henni af þeirri einföldu ástæðu að sá "valkostur" að samþykkja hana var í raun aldrei fyrir hendi sem lögmætur valkostur í neinum skilningi. Allar fullyrðingar um annað eru einfaldlega skáldskapur, sem er sorglegt hversu margir hafa látið sig blekkjast af.

Umræða um þjóðfélagsmálefni á Íslandi yrði mun markvissari og gagnlegri, ef hún væri byggð á staðreyndum, frekar en röngum fullyrðingum og skáldskap sem á sér enga stoð í veruleikanum.

Góðar stundir. Lifið heil. Áfram Ísland.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.6.2016 kl. 17:45

37 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Eyði ekki fleiri orðum í þig JVJ, þvílík mannleysa sem þú ert!

Jónas Ómar Snorrason, 19.6.2016 kl. 19:19

38 identicon

Þjóðremba, vænisýki og mikilmennskuæði einkenna skrif Jóns Vals.

Ásmundur (IP-tala skráð) 19.6.2016 kl. 20:45

39 identicon

Verið ekki að taka mark á Gamla Símahrellinum (lesist JVJ) það er lyklaborðið hans sem er búið að taka völdin. Enda er hsnn ruglaður

thin (IP-tala skráð) 20.6.2016 kl. 09:48

40 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hjartans þakkir, Guðmundur Ásgeirsson, fyrir þetta einstaklega öfluga, málefnalega innlegg hér um Icesave-málið.

Andmælendur okkar eru greinilega klumsa og eiga ekki önnur tól eftir í áhaldageymslunni en sex stóryrði um mig undirritaðan, sem er harla ánægður með það hvernig þeir afhjúpa sig þannig sem ómálefnalega aðkastsmenn.

En sjálfum þér þakka ég mikilvæga baráttu þína í samtökum okkar Icesave-andstæðinga, m.a. fagvinnu þína við undirskriftasöfnun Samstöðu þjóðar gegn Icesave gegn Buchheit-samningnum, og í bloggskrifum þínum um málin.

Jón Valur Jensson, 20.6.2016 kl. 13:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband