Leita í fréttum mbl.is

Held að það sé gott að við séum að fara þaðan

Var að skoða síðunna http://www.iraqbodycount.org þar sem fylgst er með öllum skráðum dauðsföllum vegna hernaðar og hryðjuverka. Skv síðunni er talan í dag: 71,308 – 77,864 dánir  og þar er aðeins um að ræða þau dauðsföll sem hafa skráðar heimildir að baki sér. Almennt talað um að talan sé miklu hærri.

Talað er um að milljónir Íraka séu á flótta og hafi ekki aðgang að læknum, lyfjum eða helstu nauðsynjum. Afleiðingar þess eru að þúsundir og sumir segja hundruð þúsunda hafi dáið vegna aðstæðna og skorts.

Held að þó Saddam hafi vissulega verið viðbjóðslegur þá séu "hinar viljugu þjóðir" búnar að skapa þarna helvíti á jörðu fyrir stóran hluta írönsku þjóðarinar. Hræðilegt að ana þarna inn án þess að gera sér nokkra mynd af aðstæðum þarna. Gæti orðið þannig að þarna séu við að skapa aðstæður þar sem börnin líta á Vesturlönd sem orsök fyrir aðstæðum sínum. Og í framhaldi gæti skapast en betri jarðvegur fyrir söfnuði eins og Bin Laden safnar í kring um sig.

Og ég held að þjóðir heims hljóti að hugsa sig alvarlega um áður en þau fylgja í blindni þjóð þar sem fámennur hópur öfga íhalds- og ofsatrúarmanna geta beit mesta herafla í heimi til að hrinda í framkvæmd hugmyndum sínum. Hugmyndum sem byggðar voru af mikilli vanþekkingu, bábiljum og hafa stuðlað að dauða mörg hundruð þúsunda einstaklinga sem ekkert höfðu gert Bandaríkjunum.


mbl.is 15 féllu í sprengjuárásum í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband