Leita í fréttum mbl.is

Veit nú ekki hvort að það sé rétt að Gunnar slái um sig með þessu

Flott að meirihlutinn í Kópavogi hafi látið sér segjast og endurskoði nú tillögur að uppbyggingu í Kársnesi. En mér finnst yfirlýsingar Gunnars í sumum fjölmiðlum í dag um að lýðræðið sé virkt í Kópavogi og að full langt hafi verið gegnið að hans persónu ekki allskostar rétt hjá honum. Hann gleymir að hann gerði og lítið úr því fólk í Vesturbænum sem lagðist gegn þessu og nú mánuðum saman hefur hann gert því skóna að þau fari með rangt mál varðandi umferð, hljóðmengun, svifmengun og fleira. Nú þegar að skilað var inn 1700 athugasemdum við skipulagið er náttúrulega skilda bæjarins að athuga sinn gang enda er þetta 7% bæjarbúa. Og kannski um 30 til 40% íbúa Vesturbæjar sem þarna senda inn athugasemdir og eru ósátt.

Haft er eftir Gunnari:

„Mér finnst mjög fínt að fólk láti í sér heyra, það er hluti af lýðræðinu. Við höfum hlustað á gagnrýni íbúa og finnum vonandi sameiginlega lausn á málinu."

Þarna er Gunnar að reyna að fegra það sem hefur gerst.

Því er það ljóst að í stað þess að hann sé að fara að óskum íbúa þarna þá er hann að beygja sig undir vilja þeirra. Því er þetta sigur fyrir þá sem hafa barist gegn fyrirhugaðri stórskipahöfn og skyldri starfsemi.


mbl.is Mótmæli íbúa báru árangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband