Leita í fréttum mbl.is

Ég held að þetta sé nú bara sangjörn krafa.

Það er nokkuð ljóst að ef ekki væri fyrir dugnað íslensks launafólks þá hefðu þessir auðmenn ekki fengið tækifæri né fjármagn í þessi útrásarverkefni sín. Við gáfum þeim jú bankanna, fiskinn í sjónum við landið auk þess sem verkafólk hefur í gegnum tíðina unnið fyrir lúsarlaun. Sést best á því að nú þegar að atvinna er næg þá fást ekki íslendingar til að vinna t.d. störf í fiski, byggingariðnaði og hjá vertökum.

Síðan höfum við tekið á okkur meginhluta skattbirgðarinar til að geta létt sköttum af fyrirtækjum og eignum.

Þá hafa umönnunar og uppeldisstéttir unnið á lúsarlaunum við að þjónusta m.a. börn þessara manna, sem og ættingja á leikskólum, skólum, sjúkrahúsum, og elli-/hjúkrunarheimilum en störf og ábyrgð ekki metin að neinu og þessi störf með þeim lægstu á landinu. Þannig er borgað mun hærra að afgreiða pizzur en að annast um börn.

Þetta gildismat er náttúrulega út í hött.

Nú þegar auðmennirnir og starfsmenn fjármálafyrirtækja  hafa fengið að maka krókinn síðustu ár þá er komið að öðrum stéttum hér.


mbl.is Launafólk fái stærri hlutdeild í aukningu þjóðarverðmæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband