Leita í fréttum mbl.is

ÖÞÍ eða EGÍ

Ég var að glugga í skýrslu dómsmálaráðherra um :

"Víðtækar öryggisráðstafanir

Kynning fyrir starfshóp utanríkisráðherra um hættumat "

Þar sem hann var að kynna fyrir nefnd sem utanríkisráðherra skipaði sem til að vinna hættumat og tillögur um samskipti Íslands og annarra Nató ríkja um t.d. Ratsjárstöðvar. 

En sem sagt ég var að lesa þessa kynningu Björns og það er ýmislegt sem stakk mig m.a. þessi texti sérstaklega undirstrikaði hlutinn.

Öryggisþjónusta – eftirgrennslan:

Með nýrri öryggisþjónustu eða eftirgrennslanadeild yrði unnt að efla samstarf við önnur ríki um skipti á trúnaðarupplýsingum og við forvirkar rannsóknir og tryggja betur en nú er þátttöku Íslands í samstarfi Evrópusambandsins (ESB) í baráttu þess gegn hryðjuverkum
m.a. í samstarfi við aðgerðamiðstöð ESB í Brussel og samtök landsbundinna öryggisþjónustustofnana aðildarríkja Evrópusambandsins, Noregs og Sviss.

Í nýrri skýrslu ríkisendurskoðunar um ráðstafanir gegn ólöglegum innflutningi fíkniefna segir (bls. 21): „Svigrúm yfirvalda til að stunda sértæka eftirgrennslan er takmarkað ef þau hafa ekki heimildir til að beita svokölluðum forvirkum rannsóknaraðferðum (e. proactive investigation). Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot. Erlendis eru slíkar heimildir yfirleitt bundnar við tilteknar löggæslustofnanir sem háðar eru sérstöku eftirliti."

 

Síðan er þessi orðaleikur fáránlegur því þarna er verið að tala um ekta leyniþjónustu vantar bara að þarna séu tilgreind verk erlendis. En ofan á þetta er nú þegar komin greiningrdeild með víðtækar heimildir. Spuening hvort þetta verður kallað ÖÞÍ eða EGÍ (sbr.öryggisþjónustu eða eftirgrennslanadeild )

Auk þess hafa verið fréttir um að kaupa nú á næstunni 4 ökutæki sér útbúinn til að nota í viðbrögðum við óeirðum. Þá á að skipa hér 240 manna varalið sem á að vopna og er í raun og veru lítill her.


Miðað við hverning lögregla hefur brugðist við hér síðustu ár þegar einhver hefur reynt að mótmæla, þá bíð ég ekki í það þegar lögreglan verður komin með þessi tæki og tól.

En sérstaklega finnst mér það óhuganlegt að einhverjum sé gefið leyfi til að safna upplýsingum um okkur án þess að við höfum neitt til saka unnið. Ísland er lítið land og þó að að þessir væntanlegu  leyniþjónustumenn verði bundnir trúnaði þá hafa upplýsingar nú oft lekið hér á landi.

Við gætum t.d. séð fyrir okkur að sonur einhvers sem þarna starfar kynnist stúlku. Faðir eða móðir sem þar starfar gæti sem best farið í þessar skrár og séð eitthvað um þessa stúlku og eða fjölskyldu hennar. Og sagt syninum að passa sig eða slíta sambandinu. Hann gerir það og til að skýra þetta fyrir vinum sínum þá segir hann frá þessum upplýsingum. Þannig væru svona upplýsingar fljótar að komast á kreik.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Magnús. Alveg dæmigert ábyrgðarlaust vinstrasinnað rugl um öryggis-
og varnarmál að hætti Vinstri grænna. Erum svo gjösamlega á eftir
öllum okkar nágrannaþjóðum í þessum málum og tilburðiir Björs
Bjarnasonar eru  aðeins drop í hafið hvað þetta varðar. Tillaga
utanríkisráðhera um þessi mál öll er barnaskapur og áhyggjuefni.
Sem sjálfstæð og fullvalda þjóð eigum við að stórefla Landhelgisgæslu,  sem vísír að ÍSLENSKUM HER til náinnar framtíðar,
leynilögreglu og öryggissveita, EINS OG ALLAR FULLVALDA OG SJÁLFSTÆÐAR ÞJÓÐIR HAFA!! Hvað er svona ROSALEGA sérstakt við
Ísland miðað við ÖLL ríki heims þegar kemur að öryggis- og varnarmálum? Ert þú innst inni ábyrgðarlaus Vinstri grænn sem vill
Ísland eitt ríkja heims berskjaldað og varnarlaust?  Hvers konar rugl
er þetta?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 16.12.2007 kl. 02:25

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Zumann mér finnst að heimurinn sé að stefna í áttina að því ástandi sem var í Sovétríkjunum forðum. Það eru sífellt stærri stofnanir sem safna upplýsingum um okkur. Og ég held að fleiri byssur í heiminum komi ekki til með að gera hann öruggari.

Minni lika á læti hér á landi þegar rætt hefur verið um miðlæga gagnagrunna sem safna upplýsingum um fólk. Þessi Öryggisþjónusta eða eftirgrenslunardeils sem Björn er að ræða um á einmitt að safna upplýsingum um fólk jafnvel þó það hafi ekkert gert sbr. "Hafi yfirvöld slíkar heimildir mega þau fylgjast með og safna upplýsingum um einstaklinga jafnvel þótt ekki liggi fyrir rökstuddur grunur um brot." Þetta er ég hræddur við. Þetta er það sem grunur er um að hafi verið gert hér á bilinu 1950 til 1970 og þá var fylgst með fólki hér og upplýsingum m.a. lekið til USA. Þú verður bara að afsaka að ég sætti mig ekki við svona.

Þá minni ég á hvernig lögregla kom fram við Falum Gong liða og íslendinga sem voru hér að mótmæla mannréttindabrotum í Kína. Það sem ég óttast er að þegar lögreglan er komin með meira af tækjum og vopnum sem og sérstakar sveitir þá verði viðbrögðin þeirra allt of harkaleg.

Ég persónulega er á því að landamæravörslum og landhelgisgæslu  megi herða og fylgjast vel með þar. EN innanlands tel ég að við eigum að halda sem lengst í þetta afslappaða líf sem við höfum þekkt. VIð erum jú með sérsveit sem hefur hingað til dugað fullkomlega eins og hún er.

Magnús Helgi Björgvinsson, 16.12.2007 kl. 11:18

3 identicon

Þegar Björn ákvað að efla sérsveitina varð allt vitlaust. Samfylkingin var á móti og allskyns hróp um "tindátaleiki" og Burce Willis heyrðust.

Annars verður þú að muna að þótt að sérsveitin sé ágæt eins langt og hún nær þá eru þetta ekki nema 50 manns. Meira að segja Vanuaatu telur sig þurfa 300 menn undir vopnum.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 17.12.2007 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband