Leita í fréttum mbl.is

Tilgangur Landsvirkjunar?

Ef að Landsvirkjun hefur slíkt bolmagna að geta lagt milljarða í fjárfestingar erlendis vekur það spurningar hjá mér um tilgang og grundvöll Landsvirkjunar. Ég hef alltaf haldið að Landsvirkjun væri rekin til að skaffa okkur orku á sem lægstu verði. Og eins fyrirtækjum sem skapa atvinnu og tekjur fyrir okkur. Hef einnig haldið að ef þessar virkjanir væru eins hagkvæmar og af er látið þá ættum við að sjá þess merki í lækkun raforkuverðs.

En því hefur ekki verið að heilsa og allur hagnaður virðist fara áfram í fjárfestingar og nú síðast eru þeir orðnir meðeigendur að mörgum af þessum útrásar fyrirtækjum. Ég get bara ekki sætt mig við að fyrirtæki sem er alfarið í eigu okkar sé farið að haga sér eins og fjárfestingarfyrirtæki og sé að leika sér með fjármuni mína og annarra í fjárfestingum erlendis í svo miklu mæli og nú er að verða. Ég sætti mig heldur ekki við þá skýringu að þetta skili væntanlega miklum arði í hugsanlegri framtíð. Ég tel að við eigum að njóta þess nú ef að hægt væri að lækka verð á orku til okkar og fyrirtækja sem nú starfa.

Það á náttúrulega að vera höfuð skylda þeirra sem eru ráðnir til að stýra þessu fyrirtæki að vinna að því að skaffa okkur orku nú á hagstæðara verði. Ekki að vera að leika sér í áhættufjárfestingum. Látum einkaaðila um það.


mbl.is Setja allt að 10 milljarða í HydroKraft Invest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband