Leita í fréttum mbl.is

Orkuútrásin?

Hef verið að velta fyrir mér þessari meintu útrás okkar. Það hafa verið nefnd nokkur lönd sem möguleikar. Lönd eins og Indónesía og Kína. Lönd í Suður Ameríku, Afríku  og Evrópu. Varðandi Suður Ameríku, Asíu og Afríku er ég að velta fyrir mér hagnaðarmöguleikum? Þarna erum við að tala um lönd með lága þjóðarframleiðslu, fátækt og ótryggt umhverfi í stjórnmálum. En væntanlega er kostaður við hönnun. boranir, byggingu virkjana og annað svipað og hér. Því fer maður að velta fyrir sér hver á að kaupa orku frá þessum virkjunum? Og eins eru jarðvarmavirkjanir eins hagkvæmar í löndum þar ekki er þörf á að nýta þann varma sem er umfram og afurð rafmagnsframleiðslu með jarðvarma? Hér m.a. notað til húshitunar sbr. Nesjavelli. Ekki mikil þörf á því þarna í Afríku t.d.

 Er ekki líkur á í mörgum þessara landa að fyriræki sem reisir þar virkjanir geti lent í því að þær verði þjóðnýttar? Er ekki líkur á að í mörgum þessara ríkja þurfi að kosta miklu til í mútur til að fá virkjunarleyfi og þess háttar? Og er þetta þá eitthvað sem viljum leggja nafn Landvirkjunar, Orkuveitunnar við ? Hefur virkilega eitthvað verkefni skilað þessum fyrirtækjum Geysir Green og fleirum einhverjum hagnaði? Hvað með þetta háskólaþorp í Kína. Er sú hitaveita að skila þeim fyrirtækjum sem hana byggðu hagnaði?

 


mbl.is Orkufjárfestingar jákvæðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband