Leita í fréttum mbl.is

Gerum þetta nú ekki að meira máli en þetta er!

Var að hlusta á kvöldfréttir RUV. Þar var fréttamaður að tala við bæði lögreglu og einhvern forsprakka mótmælenda. Fréttamaðurinn var mjög upptekin af því hversu margir lögregluþjónar hefðu verið á staðnum og hvort það hefði verið nóg. Lögregluþjónn sem stjórnaði aðgerðum sagði að þetta hefði verið nægur mannskapur til að taka á málum. þ.e. 12 lögregluþjónar. En þá var fréttamaður upptekinn af því hvort að lögreglan hefði getað kallaðu út mannskap í viðbót. Fréttamaðurinn er að gera í því að fólk fái það á tilfinninguna að þetta sér stórhættulegt fólk og ofbeldisfullt, sem það er ekki.

Síðan þegar hún talaði við talsmann mótmælenda var hún upptekin af því að með því að einn neitaði að gefa upp nafn og láta mynda sig þá væru þau að ögra lögreglunni sem hefð verið svo góð við þau að leyfa þeim að vera á staðnum þennan tíma. Þetta er svona eins og fréttamaðurinn skilji ekki eðli þessara mótmæla.

Mér finnst að fréttamaðurinn hafi unnið úr fréttinni eins og honum(henni) finnist þessir mótmælendur hið mesta óþurftar lið. Hún hefur bara ekki leyfi til þess sem fréttamaður heldur á hún að segja frá á eins hlutlausan hátt og hægt er. Það er síðan okkar sem lesum fréttir að mynda okkur skoðun á þessu.


mbl.is Einn handtekinn í Helguvík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Veistu það Maggi.....

eina sem ég get sagt um skoðun þína á þessari fréttamennsku er þetta orð -

-NÁKVÆMLEGA-
Ófagleg vinnubrögð í alla staði. 

Brynjar Jóhannsson, 19.7.2008 kl. 18:36

2 identicon

Lögreglan hefur gefið það út að þessi mótmæli hafi verið friðsamleg en ég býst ekki við að það þaggi niður harmakveinin um hryðjuverk og glæpastarfsemi.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 18:58

3 Smámynd: kaptein ÍSLAND

rúv að blása allt upp bara ,gera ofbeldismenn úr þessu friðsömu mótmælendum sem saving island er ;),engir klikkhausar þar 

kaptein ÍSLAND, 19.7.2008 kl. 19:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband