Leita í fréttum mbl.is

Eru fjármálasnillingarnir okkar bara bólur?

Það er nú farið að læðast að manni að margar af þessum hugmyndum og fjárfestingum þessara snillingar okkar séu bara bólur. Þær virðast í upphafi vera sniðugar og margir koma að og fjárfesta í þessu. Þeir frumkvöðlarnir sjálfir virðast oftast ná einhverjum hagnaði í upphafi fyrir sig en síðan virðist fjara undan þeim. Gott dæmi er FL group. Nú er þetta dæmi með Nyhedsavisen að rúlla. Íslendingarnir voru að mestu búnir að losa sig úr þeim rekstri. Nú er bara að sjá hvað kemur næst.

Það er líka spurning þegar þetta tímabil frá því að DeCode kom á markað hér og fólk keypt á uppsprengdu verði og fram tíl dagsins í dag verður skoðað, hvort að það komi ekki ljós að þarna hafa menn vísvitandi með því að setja þessi fyrirtæki á markað verið að ná sér í peninga almennings og fleiri inn í reksturinn sem þessi snillingar hafa síðna náð út úr honum aftur og tekið fyrirtækin svo aftur af markaði og eru hægt og rólega að sigla þeim í strand. Búnir að skuldsetja fyrirtækin meira en góðu hófi gegnir og þeir peningar ekki runnið allir til fyrirtækjanna í raun og veru. Stundaður einhver leikur með sölum á milli fyrirtækja í eigu sömu manna til að hækka virði þeirra á pappírum en engar raunverulegar eignir á bak við þær.

Já það verður gaman þegar þetta verður skoðað niður í kjölinn.


mbl.is Útgáfu Nyhedsavisen hætt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessir fjármála(glæpa)menn eru bara eins og í sögunni um Nýju fötin keisarans......

Ari Fróði (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband