Leita í fréttum mbl.is

Borgin hefði greitt upp húsnæðið á 8 til 9 árum

Mér sýnist að skv. þessum greiðslum hefði Borgin greitt þetta húsnæði upp á 6 til 7 árum. Það hefur varla kostað meira en 2 til 3 milljarða í byggingu. og 414 milljónir í t.d. 7 ár gera um 2,9 milljarða. Og eftir það  næstu 19 árin má áætla að hrein hagnaður af þessu verði töluverður hjá Eykt. Það er eðlilegt að fólk velti fyrir sér af hverju Reykjavík byggði ekki sjálf undir starfsemi sína. Það hefði kannski kostað segjum 3 milljarða sem hefðu borgað sig upp miðað við þetta á innan við 10 árum.
mbl.is Ársleiga í Borgartúni 414 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Getur verið að Eykt hafi verið komin í vandræði og einhver góðhjartaður borgarfulltrúi hafi komið þessu til leiðar?

Við eigum mörg dæmi.

Árni Gunnarsson, 19.9.2008 kl. 09:42

2 identicon

þú þarft að skoða Reikningana þína aðeins betur, vantar visitölu,vexi, viðhald,  leigu á meðan byggingu stendur og fl , auk þess kostar þessi aðstaða 3 til 4 sinnum meira en þú leggur til ...

Armada (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:15

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Í fréttini stendu m.a.

Leigusamningar borgarinnar vegna Borgartúns 10-12 eru til 25 ára. Þeir eru bundnir við vísitölu og hefur leigufjárhæðin hækkað í takt við hana

Ég er nú ekki sáttur við að borgin þurfi að borga visitölu fyrir húsnæði á byggingartíma. Eins kostar leigusal oftast held ég breytingar á húsnæði. Þá hef ég heyrt að byggingarkostnaður fyrir skóla sem dæmi sé um 1,5 milljarðar. Og þar er um að ræða stórar byggingar.

Ef að húsnæðiið er 4 sinnum dýrara en þetta þá erum við að tala um 10 til 12 milljarða. Erum við ekki að tala um að tónlistarhúsinð kosti svipað. Hverskonar bygging er þetta eiginlega? 

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.9.2008 kl. 10:30

4 identicon

Haldið þið að það gæti haft eitthvað með það að gera að Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson er í stjórn Eyktar?

linda (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 10:56

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Vilhjálmur í stjórn! Ekki vissi ég það.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.9.2008 kl. 11:04

6 identicon

Skv. Hlutafélagaskrá þá er Vilhjálmur EKKI í stjórn Eyktar.

Vilhelm (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:17

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ok ég hafði heldur ekki heyrt að hann hefði verið í stjórn. Kannski að fólk sé að rugla við að hann er í stjórn Eir elli og hjúkrunarheimilis.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.9.2008 kl. 11:34

8 identicon

Ég leyfi mér að hugsa að þetta myndi verða svona.

Borgin lætur byggja nýtt hús  :  Bloggarar æfir yfir skammtíma kostnaðinum við það

Borgin Leigir húsnæði til skammtíma sparnaðar í "kreppunni" : Bloggarar æfir því borgin hefði getað sparað til langs tíma litið

Sama hvað þeir hefðu gert,  það hefðu einhverjir kvartað undan því.  Mér finnst bara fínt að þeir litu til skammtíma sparnaðar meðan efnahagurinn er svona frekar en að ráðast í risa framkvæmdir.

Jóhannes H (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:36

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Borgin er að leigja þetta hús í 25 ár. Það er ekki til skamms tíma.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.9.2008 kl. 11:39

10 identicon

Hverjir eru stjórnarmenn Eyktar Vilhelm?

Karma (IP-tala skráð) 19.9.2008 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband