Leita í fréttum mbl.is

Um 18% stýrivexti

Nú þegar ég er búinn að ákveða að vera bjartsýnn um sinn finnst mér vert að benda á eftirfarandi:

  • Þar til fyrir 2 vikum voru stýrivextir 15 eða 15, 5%. Þannig að við erum að tala um 2,5 til 3% hækkun.
  • Þessir vextir skora lítið inn á verðtryggð lán þar sem þau bera vextir til lengri tíma og verðbólgan er þegar um 16% sem gerir það að verkum að þessir vextir eru bara um 2% hærri. Og koma lítið til með að hreyfa afborganir i fyrstu. Þar er það verðbólgan sem er að valda mestum skaða.
  • Ef að þessir vextir hjálpa til við að lyfta gengi græða þeir á því sem eru með erlend lán.
  • Ef að þessir vextir hjálpa til við að lækka verðbólgu græða þeir sem eru með verðtryggð lán.
  • Síðan má benda á að ríkisstjórn er að opna á að fólk skuldbreyti húsnæðislánum og flytji þau til Íbúðarlánasjóðs.
  • Fólki er boðið upp á að frysta gengistryggð lán
  • Verið er að huga að því hvort að verðtrygging verur fryst.
  • Ef þetta dregur úr innflutningi þá verður viðskiptajöfnuður hagstæður. Sem veldur því að við gætum safnað gjaldeyri og ekki þurft að nýta eins mikð af þvi sem við fjáum lánað. Það verða því auðveldari afborganir af lánum Ríkisins.

Það er verið að reikna með að þetta vaxtastig verði um stuttan tíma. Við vissum að þetta mundi kosta okkur erfiðleika. Það er óþarfi samt að leggjast með tærnar upp í loft.

Bend að lokum á ágætar upplýsingar um IMF og stýrivaxtahækkun hér.


mbl.is Óhjákvæmilegt að hækka stýrivexti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það á að sjálfsögðu að hætta þessu bulli um að "frysta" verðtrygginguna og afnema hana bara strax. Verðtrygging þjónar fyrst og fremst hagsmunum lánveitenda sem er nú orðin nánast bara einn (ríkið), og það er á kostnað lántakenda sem eru almenningur og fyrirtækin í landinu. Í svona árferði þá hefur verðtrygging fyrst og fremst þau áhrif að keyra upp afborganir lána sem skilar sér inn í rekstrarkostnað skuldsettra fyrirtækja og viðheldur þannig verðbólguþrýstingi í stað þess að draga úr honum. Verðbólgan mun engu að síður minnka hratt hvort eð er, en þar hafa stýrivextir eða verðtrygging akkúrat engin áhrif, heldur fyrst og fremst sá mikli samdráttur í einkaneyslu sem er ekki af góðu til kominn en er samt nú þegar orðinn að veruleika.

Það virðist vera útbreidd ranghugmynd, ekki síst hjá Seðlabankanum sjálfum, að einhverskonar bein samsvörun sé milli ákvarðana hans og hegðunar samfélagsins, en þau tengsl eru í besta falli óljós. Það hefur hinsvegar sýnt sig fyrir löngu síðan að stýrivextirnir eru gagnslaust stjórntæki enda áttu háir vextir stóra sök á þeirri miklu erlendu skuldsetningu sem við nú stöndum frammi fyrir og er aðal vandamálið. Ég þekki engan, ég endurtek engan, sem fer og athugar hvaða stýrivextir séu í gildi þegar fólk er að ákveða hvernig það ráðstafar tekjum sínum. Það mótast miklu fremur af því hversu mikið er eftir í pyngjunni þegar búið er að greiða allan fastan kostnað um hver mánaðamót, og hækkun vaxta => hækkun verðlags => hækkun lána => minna afgangs til að eyða. Afleiðingin af því að keyra þetta upp úr öllu valdi verður hinsvegar óhjákvæmilega sú að bæði einstaklingar og fyrirtæki verða gjaldþrota í stórum stíl, sem mun hafa í för með sér miklu meira tjón en ef vextir væru lækkaðir. Þeir fáu einkaaðilar sem enn eiga einhver útlán eða aðrar verðtryggðar fjárfestingar hljóta að verabetur í stakk búnir til að taka á sig neikvæða ávöxtun tímabundið, frekar en þeir sem eiga hvorki eignir né lausafé í hrönnum heldur hafa aðeins það litla sem skilar sér í launaumslagið til að lifa á.

Þetta er í rauninni sáraeinfalt reikningsdæmi, en það er svosem ekki eingöngu við Seðlabankastjóra að sakast, hans menntun er á sviði lögfræði en ekki raunvísinda. Sökin liggur e.t.v. líka hjá þeim sem ber ábyrgð á skipun svo augljóslega vanhæfs einstaklings í þessa ábyrgðarstöðu. Eða hverjar eru annars hæfniskröfurnar?

Lögfræðimenntun er eitt af skilyrðum fyrir skipun í stöðu dómara svo dæmi sé tekið, en þar að auki eru yfirleitt gerðar kröfur um mikla reynslu og/eða sérþekkingu. Reynsla Seðlabankastjórans er hinsvegar fyrst og fremst pólitísk, sem forsætisráðherra en ekki sem viðskipta- eða fjármálaráðherra svo dæmi séu tekin. Myndir þú nokkuð kaupa fasteign hjá fasteignasala sem hefði ekki réttindi til slíks, eða myndirðu kannski vilja leggjast undir skurðaðgerð á spítala þar sem "yfirlæknirinn" væri ekki læknismenntaður heldur bara félagsfræðingur eða eitthvað álíka?

Guðmundur Ásgeirsson, 29.10.2008 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband