Leita í fréttum mbl.is

Við hverju býst fólk!!!!!?

Hér eru nokkrar glefsur:

dv.is segir

Á að giska 500 til 700 manns eru á Austurvelli og hafa kveikt eld fyrir framan Alþingishúsið. Skvett var olíu á eldinn fyrr í kvöld og teigðu eldtungur sig hátt og í átt að byggingunni.

Og svo

Skömmu fyrir miðnætti voru mótmælendur að kasta öllu lauslegu að lögreglumönnum; flugeldum, eggjum og öðru því sem fólk gat notað sem flugskeyti.

Og líka

Óeirðalögreglumenn vörðu Alþingi þegar svo virtist sem mótmælendur ætluðu að brjóta sér leið inn í húsið. Endaði sú atlaga með því að einn mótmælandi var handtekinn og hugðust tveir óeirðalögreglumenn ganga með hann af vettvangi. Þeir komust þó ekki langt áður en hópur mótmælenda veitti þeim eftirför og hugðist frelsa þann handtekna úr höndum lögreglu. Lögreglumennirnir slógu þá frá sér með kylfum og fengu einhverjir mótmælendur að kenna á þeim.

og þetta er á visir.is

Þegar gasreykurinn dreifðist fór fólk á ný inn á Austurvöll og hóf að grýta múrsteinum og öðru lauslegu í lögreglumenn. Lögreglan skaut þá táragashylkjum að nýju að fólkinu sem flúði af hólmi. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er einn lögreglumaður alvarlega slasaður eftir að gangstéttarhellu var kastað í hann.


mbl.is Táragasi beitt á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afleiðingarnar muna vera mun harðari mótmæli, kæmi mér alls ekki á óvart að á morgun sæji maðir molotow keikteilana fljúga um loftin.

palli (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:21

2 Smámynd: Rúnar Sigurður Sigurjónsson

hvað er að þessum skríl að fara fleygja olíu á eldin, held að það sé nú alveg gefið að það kann ekki góðri lukku að stýra

Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 22.1.2009 kl. 01:22

3 identicon

Ég er yfir mig hneyksluð! Er ekki í lagi með liðið?! Ef þú brýst inn á lögreglustöð þá verðuru meisaður, ef þú kastar flugeldum í lögguna þá verður tekið á þér!! Hálfvitar!!

Karitas (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:23

4 identicon

Ég segi það bara með þér  -Þeir sem mótmæla með ofbeldi TALA SKO EKKI Í MÍNU NAFNI. 

Kristín Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:26

5 identicon

Hvað með lögguna sem notar óþarfa ofbeldi hvaða nafni tala þeir í?

Högni (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:29

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það fer að verða fullþörf á því að foreldrar fari nú að uppfræða unglingana sína og halda þeim heima. Þessir krakkar vita varla um hvað þetta mál snýst. Þannig hef ég verið spurður að því hvað þýðir að vera krati? Viðkomandi vissi ekki hvað það var. Festir af þessum krökkum hafa aldrei kosið eða kannski einu sinni. Hinir sem eldri eru og taka þátt í þessu eru bara ekki í lagi.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 01:32

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Löguni ber að nota það afl sem þeir þurfa. Högni þeir hafa til þess leyfi. Þeim ber að halda uppi lögum og reglu. Mótmælendur eru að brjóta lög. Og þó að bróður parturinn sé að halda sig á mottunni þá er hópur fólks að ögna lögreglu með grjóti, sprengjum og sletta á þá alskynsóþvera. Og af því að þeir eru í hópi mótmælenda þá eru allir í hópnum sekir. Því þeir gera þetta með samþykki hópsins. Annars mundi fólk ekkert hafa með þá að gera. Og lögreglan á einhverjum andartökum getur ekki veirð að velja úr.

Stend með löggunni 100%

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 01:37

8 identicon

Óþarfa ofbeldi??? mér sýnist nú vera full þörf á að nota prikin og táragas þegar menn eru grýttir til óbóta með öllu lauslegu. Þessir "mótmælendur" eru ekkert nema skríll og glæpalýður, og ef það væri til aðstaða til þess þá myndi ég veita löglegglunni mitt umboð til að setja hvern einasta mótmælanda sem beytir lögregglu ofbeldi, og stinga þeim inn uppá vatn og brauð þangað til kreppan er liðin. Þessi skríll á ekkert sameiginlegt með siðmenntuðu fólki!

Ásgeir Ásgeirsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:51

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Samkvæmt heimildum sem ég var að fá var breytingin í kvöld að nú bættust í hópinn drukkin ungmenni frá Grafarvogi og Breiðholti sem komu i þeim eina tilgangi að stofna til slagsmála og láta við lögreglu. Þetta á ekkert skylt við mótmæli og verður að stoppa strax.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 01:52

10 identicon

alveg sammála Magnúsi hér á undan.Heldur fólk virkilega að allt verði miklu betra með nýrri ríkisstjórn?Svo vil ég að stjórnarandstaðan og mótmælendur hætti að nota orðið "þjóðin"þegar talað er um álit á þessu sem er að gerast hjá 1500-3000 manns á Austurvelli!ekki finnst mér hægt að tala um álit þjóðarinnar í sambandi við þessi fíflalæti við Austurvöll!

Arnar (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 01:53

11 Smámynd: Gunnar

Ég var þarna og af hálfu mótmælenda var ekkert ofbeldi fyrr en eftir að þeir sprengdu gasið. Vissulega voru einn og einn að atast í löggunni en það var bara í formi þess að ýta á skildina þeirra og einstaka sinnum að kalla þá illum nöfnum.

Ef þeir vildu losna við þetta bögg (sem ég myndi alveg skilja) þá áttu þeir að mazea viðkomandi og taka einstaklinga úr umferð en ekki gasa hundruðir friðsamra mótmælenda sem voru að tromma og syngja.

Algjörlega tilefnislaus árás með baneitruðu gasi. Ég forðaði mér eftir að þeir héldu áfram að sprengja táragas aftur og aftur og aftur. Hátt í 20 bombur sprengdar fyrir kl. 1. Engu grjóti hent í lögguna fyrr en eftir táragasið.

Þetta er auðvitað ekki ákvörðun einstakra lögreglumanna sem flestir standa sig eins og hetjur við mjög erfiðar aðstæður. Þetta er stjórnvaldsákvörðun til að sýna hver ræður. Ruddaleg aðferð og baneitruð til þess að dreifa mannfjöldanum.

Og já, eftir að þeir gösuðu ÞÁ kom ofbeldi frá mótmælendum. Skrítið. 

Þarna er fólk á öllum aldri, vissulega yngist þegar líður á kvöldið en engu að síður fullt af fullorðnu fólk, þar á meðal ég. 

Gunnar, 22.1.2009 kl. 02:07

12 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fólk var marg varað við að lögreglan ætlaði að nota táragas. Fólk hafði alla möguleika á að fara. En það gerði það ekki. Það afsakar ekkert að lögreglana hafi gert eitthvað áður. Þú hendir ekki múrsteinum í lögreglu eða nokkrun annan. Menn eru hér að tala um háþrýstisprautur. Hafa menn vellt fyrir sér hvernig er að fá slíkar bunur á sig það er líka vont og margir slasast á því að fljúga á hausinn. Eins held ég að margir hefðu getað farið sér að voða í frosti rennandi blautir.

Ég stend 100% með löggunni.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.1.2009 kl. 02:19

13 identicon

Táragasið sem lögreglan notar er ekki skaðlegt. Þeir eru t.a.m. sjálfir "mazeaðir" til þess að vita hvernig það er. Að sprauta vatni er hættulegra.

Sindri (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:20

14 identicon

Eitt er víst að gangstéttahellur eru nokkuð harðari en táragas, og höggið eflaust þeim mun þyngra. Tveir lögreglumenn alvarlega slasaðir, segir greinin.

Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 02:21

15 Smámynd: Jón Valur Jensson

Arnar, það eru ekki 1500–3000 manns á Austurvelli í nótt, heldur á milli 2-300 manns að sögn fréttamanns mbl.is "og láta ófriðlega", bæði þar og við Stjórnarráðið. 300 manns voru það skv. annarri frétt, sem héldu af útifundinum við Þjóðleikhúsið niður á Austurvöll fyrir miðnættið.

Þetta al-róttækasta fólk mun ekki uppskera lof frá almenningi á morgun, og athafnir þess í nótt hjálpa ekki málstað stjórnarandstæðinga. Og hvernig er það, nægir þessu fólki ekki að vita, að Samfylkingin er að hlaupa úr skaftinu í stjórnarsamstarfinu?

Mikilvægt er að koma lögum yfir þá, sem slösuðu lögreglumennina. Geri valdstjórnin það ekki, er hún til lítils nýt.

Magnús Helgi, þú stendur þig vel í fréttamennskunni hér.

Jón Valur Jensson, 22.1.2009 kl. 02:36

16 identicon

Já þess hópur sem er með skrílslæti er allavega ekki að mótmæla fyrir mína hönd. En það er spurning um að standa á Austuvelli til stuðning lögreglunni.

Hörður (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 06:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband