Leita í fréttum mbl.is

Af hverju getur Davíð ekki sætt sig við að það er þörf á algjörri endunýjun?

Á meðan að stór  hluti þjóðarinnar treystir honum ekki. Erlend blöð og sérfræðingar tala um skort á trausti og telja hann orsakavald í hruninu þá verður Davíð að átta sig á að hér er komin upp staða þar sem að menn verða að víkja!

Davíð tók þetta viðtal á köflum og stjórnaði því og kom í veg fyrir að Sigmar gæti spurt ítarlega um mál. Davíð er snillingur í þessu.

 

  •  Sigmar fékk ekki að spyrja af hverju Davíð talaði bara við forsætisráðherra.
  • Sigmar náði ekki að spyrja fyrst að Davíð gagnrýnir Viðskiptaráðuneytið, af hverju Sagði Björgvin að Davíð hefði aldrei frá því að Björgvin tók við sem ráðherra, rætt við sig
  • Af hverju var Seðlabanki að dæla peningum í Kaupþing ef að Davíð vissi að bankarnir voru að hrynja á næstu dögum?
  • Af hverju rauk seðlabankinn inn í Glitni og ætlaði að taka yfir 75% hluta hans en síðan var bankinn látinn hrynja?
  • Af hverju rauk Seðlabankinn til Þýskalands og tók yfir lán sem þýskur banki var að lána Glitni? 
  • Af hverju ef að Davíð vissi 2006 að bankarnir voru allt of stórir, var verið að laga bindiskyldu þeirra að Evrópureglum? Hefði ekki einmitt átt að nota þetta til að koma einhverju stykki á bankana. Af hverju var Davíð ekki búinn að kalla saman aðgerðanefnd 2007 eins og hann gerði 2008. Nefndin hefði þá í samvinnu ríkisins og Seðlabanka reynt að vinda ofan af þessu brjálæði.
En ég er sammála Davíð að sjálfsagt hafa þessir fjármálabrjálæðingar í bönkunum verið búnir að ná hér allt of miklum völdum.

 

  • Af hverju lýkur Davíð núna öllum viðtölum og ræðum með hótunum? Nú eru það stjórnmálamenn sem eiga að hafa notið einhverja greiða hjá bönkunum.
En hvernig sem allt þetta reynist og ég trúi nú Davíð rétt mátulega, þá er ljóst að þarna fer snillingur í viðtölum. Ég held að það sé sama hver hefði rætt við hann að allir hefðu lent í þessum pytt. Sigmar var virkilega farinn að láta eins og hann hefði verið allt of vondur við Davíð og gert honum upp skoðanir. Og ég sé á blogginu að margir kjósa að kaupa þetta bragð Davíðs. En fólk ætti að athuga að Sigmar var bara að spyrja um hluti sem allir hafa talað um.

mbl.is SÍ naut trausts erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já heyrðu, er þetta ekki allt Davíð Oddssyni og hans niðjum að kenna hvernig fór...er það ekki?? SÍ varaði aldrei við neinu...er það nokkuð??

Axel Jón Fjeldsted (IP-tala skráð) 24.2.2009 kl. 21:34

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

sannleikanum er hver sárastur. baugsfylkingin er löskuð eftir þessa bombu. ætli JÁJ kalli Jóhönnu og Össur á neyðarfund í kvöld eins og hann gerði með bankamálaráðherranum í haust?

Fannar frá Rifi, 24.2.2009 kl. 21:49

3 Smámynd: Steini Thorst

Af hverju getur þú ekki bara sætt þig við það að Davíð er eini maðurinn í öllu bankahrunsmálinu sem getur bakkað upp með fundargerðum og öðru sem hann hefur sagt. Af hverju getur þú það ekki?

Davíð er líklega síðasti maðurinn í stjórnsýslunni og embættismannakerfinu sem ætti að fara frá störfum vegna bankahrunsins.

Steini Thorst, 24.2.2009 kl. 22:12

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Axel ef þú hefðir verið bankastjóri Seðlabankans og hefðir vitað um þessa hættu síðan  síðan 2006 eins og Davíð, hefðir þú ekki gert meira en að hnippa nokkrum sinnum í Geir Haarde. Það var kannski ekki nóg að segja um mitt sumar 2008 að bankarnir væru að hrynja fljótlega. Þá var ekkert hægt að gera. Aðrir seðlabankastjórar hefðu boðað til neyðarfunda 2007 og krafist þess að það yrði gripið til neyðaraðgerða þá. Og ef ekki þá hefður þeir sagt af sér þar sem að ekki var hlustað á þá. Þeim mistókst alveg að gera okkur almenningi hvað þá stjórnvöldum ljóst að þetta var dauðans alvara. Minni þig á að Björgvin Siguðrar fyrverandi ráðherra bankamál sagði frá því að Davíð hefði aldrei talað við hann um þetta mál fyrir hrunið. Reyndar aldrei talað við hann beint yfir höfuð.

Steini biddu hvað gerði Davíð? Hann koma á þessu kerfi, seldi bankana til manna sem kunnu ekkert með þá að fara. Hann varaði aldrei þjóðina við. Hann hefði nú getað mætt í kastljós 2006 eða 2007 og varað okkur við. Hann virtist aðalega vara Geir við í símtölum og á fundum þeirra tveggja en síðan er það ekki fyrr en um mitt ár 2008 sem hann fer að búa seðlabankan undir þennan skell. Af hverju gekk hann ekki í það 2006 eða 2007 að vinna að því að flytja eða þvinga fram sölu á bönkunum til útlanda?

Alls ekki að saka Davíð um að hafa orsakað þetta hrun en aðgerðaleysi Seðlabanka er hrópandi í þessu eins og hjá öðrum.  Fannar ég get lofað þér því að Jóhanna fundar ekki með Jóni Ásgeir. Það er annað en Geir sem fundað reglulega með Björgúlfi og Kaupþingsmönnum skv. hans eigin sögn.

Magnús Helgi Björgvinsson, 24.2.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband