Leita í fréttum mbl.is

Birgir Ármannsson skammastu þín!

Alveg er þetta makalaust með Sjálfstæðisflokkinn. Það er eins og hann hafi ekki verið hér í desember og janúar. Stórhluti þjóðarinnar er búin að fá nóg. Alþingi hefur nú hengslast með Stjórnarskrá okkar í 60 ár án þess að gera á henni nauðsynlegar endurbætur. Þjóðin hefur kallað á að á stjórnarskránni verði gerða umtalsverðar endurbætur. M.a. að tryggja eign þjóðarinnar á þeim auðlyndum sem þegar eru ekki í einkaeign. Eins og fiskinum . Eins varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og fl.

Þjóðin horfir á Sjálfstæðisflokkinn sem hefur verið við völd hér með smá hléum frá 1944 og hefur í raun ekkert gert nema að mylja undir þá ríku. Við munum eftir því þegar flokkurinn var uppnefndur "flokkur heildsala" og "flokkur útgerðarmanna" og "einkavinavæðingarflokkurinn".

Og nú leyfa þeir sér að reyna að tefja það að við förum í að endurskipuleggja Íslandi eftir alla þá eyðileggingu sem þeir hafa staðið fyrir. Hvað með það þó það kosti kannski nokkur hundruð milljónir að yfirfara Stjórnarskrá okkar. Ég held reyndar að það þurfi ekki að taka nema nokkra mánuði. Við höfum fyrirmyndir að flestum atriðum í öðrum löndum þannig að það þarf bara að fara í það safna þeim saman og finna og aðlaga það sem aðrir hafa gert best.

Þetta er nú að verða daglegt brauð á þingi að Sjálfstæðismenn hafa allt á hornum sér. Nú segja þeir að það liggi ekkert á þessu og ekkert á því að breyta kosningalögum, en sorry það er fólk að gefast upp á Íslandi. Tími breytinga er kominn og viðreisn landsins verður ekki almennileg fyrr en komin er á sátt milli Alþingis og þjóðarinnar og því ekki að byrja á undirstöðunni sem er Stjórnarskráin.

Svo Birgir það er kominn tími til að þú áttir þig á því að það er þjóðin sem ræður ekki einhverjir stuttbuxnaliðar sem halda að þeir hafi öll völd í hendi sér.


mbl.is Stjórnlagaþing fyrir 1,5 milljarða?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Nei, þeim finst ekkert liggja á. Það lá heldur ekkert á eftir hrun. Þess vegna eru þeir í stjórnarandstöðu núna.

Villi Asgeirsson, 6.3.2009 kl. 23:02

2 Smámynd: Ólafur Ingólfsson

Góður pistill hjá þér! Sjálfstæðismenn reyna allt til að koma í veg fyrir að hróflað verði við fyrirgreiðsluspillingarkerfinu sem þeir hafa byggt upp síðustu 60 ár. Við ættum frekar að spyrja hvort við höfum efni á kosta ekki til þessu fé til að halda stjórnlagaþing? Hversu há verður nótan fyrir einkavinavæðingu bankanna að lokum? 2000 milljarðar? 

Ólafur Ingólfsson, 6.3.2009 kl. 23:13

3 identicon

VIð munum nú líka ýmis ljót nöfn á öllum flokkum fólks sem hafa boðið hér fram til þings. Er það nú orðinn einhver sérstakur mælikvarði á nokkuð?

Aumur vaðallinn í þér bítur ekki á Sjálfstæðisflokknum. Þetta er flokkur fólks sem kýs frekar vinnu en væl, að byggja fremur en blogga, að bíta á jaxlinn og borga sínar skuldir frekar en að skríða á hnjánum í leit að ölmusu. Kjörorð þessa flokks er "stétt með stétt", nokkuð sem enginn hinna flokkanna hefur getað sagt með góðri samvisku, hvorki alþýðubandalagsrauðarússlandsblóðugabyltingarvinstrigrænuvitleysan, sem nú er orðinn meiri bændaflokkur en Framsóknarflokkurinn, né vingullinn Alþýðuborgaraflokksíslandshreyfingarjafnaðarmannasamfylkingin, sem alltaf er sammála síðasta ræðumanni, nema þegar síðasti ræðumaður er ekki í tísku í skoðanakönnunum.

Það kemur úr hörðustu átt að SJálfstæðismenn á þingi hafi allt á hornum sér, frá þér sem engum manni hefur nokkru sinni mælt bót í þessu "bloggi" þínu og þrífst á eymd, volæði og kítingum og svívirðingum. Þú ættir að skammast þín!

Búinn að fá nóg af ræfildómi (IP-tala skráð) 6.3.2009 kl. 23:27

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Já var það ekki bara! Ég vara að vitna í þessi nöfn á sjálfstæðisflokknum sem hefur í gegnum tíðina eins og þessi nöfn benda til staðið vörð um þá sem betur mega sín. Þannig hefur á síðustu 18 árum verið velt birgðum af þeim ríku yfir á þá sem minna mega sín. Skatta keyrðir í botn á meðal Íslendinginn á meðan þeir voru lækkaðir á þeim ríku.

Og ég hef ekkert kvartað undan því að borga mínar skuldir. Ég hef einmitt sagt að við sem ráðum við það verðum að borga þær. Enda skulda ég ekkert sérstaklega mikið.

Sjálfstæðisflokkurinn er fyrir löngu hættur að starfa eftir þessu mottói sínu "Stétt með stétt" Enda held ég að ef þú skoðar þinglið hans þá séu fáir sem hafi einhverja reynslu af öðru en í mestalagi skrifstofustarfi. Aðrir hafa sagt skilið við flokkinn fyrir löngu.

Og ég bara skrifa það sem mér sýnist á mínu bloggi takk fyrir.

(p.s. er að velta fyrir mér hvort "Búinn að fá nóg af ræfildómi! "sé bara kaldhæðinn og sé að gera grín að sjálfstæðisflokknum. Ég á svo erfitt með að taka þetta sem hann segir alvarlega)

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.3.2009 kl. 23:40

5 Smámynd: Magnús Jónsson

Magnús: ekki get ég lesið úr þessari grein Birgis annað en að honum  finnist frumvarpið vanreifað, og mér fyrir einn sýnist að tölur sem hann notar séu nokkuð nærri lægi, ekki það að ég tel að við þurfum nauðsynlega að halda svona þing, þar sem almenum pólitíkusum og flokkum verði banaður aðgangur, því það þarf að setja lög um þeirra starfsvettvang og það eru þeir-Alþingismen ekki hæfir vegna hagsmunatengsla, líklegt tel ég að besta aðferðin við val á fólki í stjórnlagaþing væri hlutköstur með þeim takmörkunum þó að virkir og fyrrverandi stjórnmálamen, hvort sem þeir tilheyrðu bæjar eða þingi væru útilokaðir. 

Magnús Jónsson, 7.3.2009 kl. 01:09

6 Smámynd: Sævar Einarsson

Birgi finnst allt vera vanreifað eða aðför að sínum sjálftökuflokki ef það kemur sér illa fyrir hann og afætur sjálfstökuflokksins, það er kominn tími til að setja lög um að leggja niður sjálfstæðisflokkinn.

Sævar Einarsson, 7.3.2009 kl. 01:37

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Magnús Jónsson Birgir Ármannsson finnst eins og öðrum Sjálfstæðismönnum að það skipti engu máli með Stjórnarskránna. Hún megi bíða betri tíma. Honum fannst algjörlega óþarfi að breyta seðlabankanum og segja Davíð upp. Hann gerði mikið með samskipti forsætisráðuneytis við IMF og hafði beinar fréttir frá Davíð um það mál. Og kallaði Jóhönnu lygara og hún yrði að segja af sér af því hún hefði ekki sagt rétt frá samskiptunum við IMF sem síðar reyndist kjaftæði.

Nú er hann að hræða fólk með að stjórnlagaþing kosti 1,5 milljarð. Í ljósi þess ætla ég að vísa í ágæta færstu hjá Jóni Vali Jenssyni þar sem hann fjallar um þetta mál

Hann segir m.a.

Þjóðrækni og þjónustulund eiga að einkenna þá, sem gefa kost á sér til þessa verkefnis. Því eru 400.000 kr. mánaðarlaun ærið nóg til starfans. Og reiknum nú: 400.000 x 36 x 18 mánuðir = enginn milljarður króna, heldur 259,2 millj. kr.

Þarna miðar hann við að þingið standi í 18 mánuði en ég held að það verði aldrei svo lengi. Þannig að 150 til 200 milljónir væru ekki ólíkleg tala.

Magnús Helgi Björgvinsson, 7.3.2009 kl. 02:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband