Leita í fréttum mbl.is

Til umhugsunar fyrir ESB andstæðinga!

Þegar þjóði lendir í svona hremmingum eins og við erum í er rétt að horfa til hvað aðrar þjóðir líkar okkur hafa gert. Í þessu sambandi er rétt að líta t.d. til Finna. Hér um daginn var á landinu finnskur sérfærðingur í fjármálaráðuneyti þeirra Ilkka Mytty. Á www.pressan.is má lesa frásögn af fyrirlesri hans. Hann sagði m.a.

Finnar gengu í gegnum svipaða efnahagskreppu og Ísland glímir við í dag. Eftir mikið góðæri á 9. áratugnum dróst landsframleiðsla saman um 14 prósent milli áranna 1990 og 1993 og atvinnuleysi fór úr 3 prósentum upp í 20 prósent á sama tíma.

Mytty segir að mörg mistök hafi verið gerð í aðdraganda kreppunnar. Reglum á fjármálamarkaði hafði verið aflétt en því fylgdi ekki aukið eftirlit með markaðinum af hálfu finnskra stjórnvalda. Hagkerfið ofhitnaði og finnski Seðlabankinn brást við með því að hækka stýrivexti upp úr öllu valdi. Þetta leiddi til þess að erlent fjármagn varð ódýrt og einkageirinn sat uppi með háar skuldir, bæði í innlendri og erlendri mynt. Þá gerði illt verra að á sama tíma hrundu Sovétríkin og útflutningur þangað dróst saman um 70 prósent.

Til að bregðast við kreppunni réðust finnsk stjórnvöld í umfangsmiklar aðgerðir. Opinber útgjöld voru skorin niður um nærri 10 prósent á árunum 1991 til 1999 og skattar voru hækkaðir. Finnar höfðu löngum búið við háa verðbólgu, háa vexti og gengissveiflur og því lá fyrir að endurskoða þurfti peningastefnuna frá grunni.

Mytty segir að innganga í ESB, og síðar Myntbandalag Evrópu, hafi verið rökrétt skref í því að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og binda það við hagkerfi Evrópu. Í ljós hafi komið að sú ákvörðun hafi verið rétt og aukið á stöðugleika og trúverðugleika Finnlands. Vextir séu nú lægri, matvælaverð lækkaði umtalsvert og kaupmáttur jókst. Mikilvægasta atriðið sé þó að upptaka evru hafi aukið erlenda fjárfestingu og samkeppni varð virkari. Þá hafi vinnumarkaðurinn svarað kalli um aukinn sveigjanleika.

Finnar gengu í ESB 1995 hófu myntsamstarf við ESB fljótlega og tóku upp evru 2002. Sem dæmi um erlenda fjárfestingu má nefna að Nokia er nú að mestu í eigu erlendra fjárfesta sem hafa komið með fjármagn til Finnlands og fjárfest. Finnar eiga nú um 11% í Nokia.

Svo eru menn að segja að Samfylkingin sé að bulla þegar hún segir að aðildaviðræður við ESB sé nauðsynleg byrjun á endurreisn okkar og trúverðuleika.


mbl.is Skylt að sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðir punktar hjá þér. Ég hef einmitt trú á því að við eigum að ganga til viðræðna og leggja svo þann samning fyrir þjóðina og láta hana ráða.

Burkni (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 23:16

2 Smámynd: Frosti Sigurjónsson

Sælir,

Ég er ekki viss um að aðstæður Finna hafi verið mjög hliðstæðar þeim sem blasa við Íslandin núna.

Er ekki rétt munað að Finnska kreppan varð að stórum hluta vegna hruns á viðskiptum Finna við Rússland þegar Rússland fór nánast á hausinn?

Þá var ekki kreppa í ESB eins og nú er og Finnar gátu því gert ráð fyrir að bæta eigin efnahag með því að fá fullan aðgang að mörkuðum Evrópu.

Finnum var líka í mun að tengjast sterkju bandalagi til að draga úr hættu á  hugsanlegri ásælni Rússa í Finnska hagsmuni.

Finnar þurftu ekki að hafa áhyggjur af sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB.

Þeir höfðu hins vegar miklar áhyggjur af landbúnaðinum og það urðu mikil átök um þau mál. Þeir fengu þó ýmsar undanþágur sem norðlægt ríki sem áttu að duga. Bændur hafa síðan þurft að verja óteljandi kvöldstundum við að fylla út umsóknir um styrki til að tolla í búskap. 

Finnum hefur tekist að stýra sýnum málum ágætlega innan ESB enda skynsamt fólk.

Það sannar samt ekki að þeim hefði gengið síður vel utan ESB.

Frosti Sigurjónsson, 29.4.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband