Leita í fréttum mbl.is

Margt gott um málflutning Borgarahreyfingarinnar að segja! En........!

Margt gott sem Þór og félagar hans lögðu til í kvöld. En það er eitt sem ég skil ekki alveg. En það er með þetta að fólk þurfi að borga af húsnæði sínu fram á elliár eins og hann sagði:

Þór sagði, að eitt úrræðið, greiðslujöfnun héti á mannamáli teygjulán með árangurslausum afborgunum, þar sem skuldugum fjölskyldum byðist að greiða af lánum fram á elliárin og nota til þess ellilífeyrinn.

Bíddu eins og þetta hefur verið fram á þennan dag hafa mjög margir tekið lán til 40 ára til kaupa á húsnæði. Ef að þetta fólk er t.d. 40 til 50 ára þegar það keypti húsnæðið þá þurfti það væntanlega að borga af lánum þar til að það varð 80 eða 90 ára. Finnst sundum eins og menn séu að miða við þau sem eru aldraðir nú sem lentu í því að byggja í og fyrir verðbólguna sem var hér áður. Það fólk átti mjög erfið ár í upphafi en lánin hurfu síðan í verðbólgunni því þau voru ekki verðtryggð.

Þó kom líka inn á þessa verðtryggingu sem þyrfti að afnema og þar er ég sammála honum. En fólk má ekki gleyma að hér hefur almennt eftir 1985 eða svo ekki verið reiknað með að fólk borgaði lán sín upp á íbúðum. Enda hafa skuldlaus heimili verið aðhlátursefni og fólk hvatt til þess að taka lán á húsin sín og láta peninga í fjárfestingar eða á hávaxta reikninga og "láta þá vinna fyrir fólk" Gömlu gildin eins og að skulda lítið og eiga þá frekar borð fyrir báru þegar að erfiðleikar kæmu voru löngu komin út í veður og vind.

Ég starfa í Grafarholti. Stafsemi sú sem ég vinn við fer fram í einbýlishúsi sem var tilbúið 2003. Það var keypt á bilinu fokhelt og tilbúið undir tréverk á rúmlega 19 milljónir minnir mig. 240 fm. Svo kostið 20 milljónir að útbúa það fyrir hlutverk sitt. Sambærilegt hús við hliðina er nú á sölu fyrir 69 milljónir (SEXTÍU OG NÍUMILLJÓNIR) Og það eru ekki komin nema 5 ár síðan að þetta var. Og búin að vera kreppa í 6 mánuði með tilheyrandi lækkun. Halda menn að þetta sé eitthvað eðlilegt sem hér gekk á? Hald menn að það sé bara bönkunum að kenna að verð á íbúðum hækkaði svona? Nei verð myndast náttúrulega á því hvað fólk er tilbúið að borga og í þessu tilfelli að skuldsetja sig. Og fólk almennt gekk allt of langt. Maður heyrði af íbúðum sem voru að seljast sama dag og þær komu á sölu á jafnvel 20% yfir ásettu verði. Þetta var ekki heilbrigt.

Ég óttast að leiðir eins og flatur niðurskurður á öllum lánum verði til þess að þessi skriða fari aftur af stað. Sumt fólk hugsi " ja nú hefur greiðslubirgði mín minnkað og allt þetta húsnæði á markaði. Nú er kjörið að gera góð kaup þar sem að nú erum við komin með smá eignarhluta í íbúðin okkar sem við getum notað" Og þá byrjar hér ballið upp á nýtt. Lagerinn af nýjum íbúðum klárast og allir fara byggja aftur.

Það er í það minnsta algjör nauðsyn að bankar setji strangar reglur um greiðslumat. Þar sem að tryggt er að greiðslu af íbúð fari aldrei yfir 30% af tekjum heimilis. Þannig að fólk hafi borð fyrir báru ef að kemur aftur áfall.


mbl.is Vilja afnema verðtryggingu og leiðrétta lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Það var verið að bjóða fólki upp á að hækka árafjölda lána sinna í 70 ár. Þannig að fyrir ungt fólk sem er að kaupa fyrstu íbúð til dæmis ... að þá yrði það búið að borga hana 90 ára ? 100 ára? 110 ára ??

Það er bara skammarlegt að bjóða fólki upp á þetta.

Það á að leiðrétta lánin samstundis!!!

ThoR-E, 18.5.2009 kl. 23:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband