Leita í fréttum mbl.is

Jæja nú sækjum við um!

Aðalrök andstæðinga aðildarviðræðna við ESB voru sjávarútvegsmálin og miðstjórn þeirra. Nú eiga ríkin sjálf að stjórna veiðum á sínum miðum.

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í gærkvöld að draga stórlega úr miðstýring fiskveiða í Evrópusambandinu og gefa aðildarríkjum svigrúm til að móta eigin fiskveiðistefnu.

Þetta var niðurstaða fundar sjávarútvegsráðherra sambandsríkjanna sem lauk í Brussel í gærkvöld. Huw Irranca-Davies, sjávarútvegsráðherra Bretlands, sagðist fagna þessu. Árlegum hrossakaupum með kvóta lyki og fiskveiðum yrði stjórnað af hverju ríki fyrir sig í samráði við vísindamenn og þá sem ættu hagsmuna að gæta. Flestir viðurkenna að hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópusambandsins hafi sungið sitt síðasta. af www.ruv.is

Svo nú geta þeir sem voru á móti ESB vegna þessa ekki beitt neinum rökum gegn aðildaviðræðum. Og líkur á að fylgi við ESB aukist í Noregi líka. Þannig að nú er þetta spurning hvort að við ætlum að vera á undan Noregi að sækja um eða neyðast til að gera það þegar Noregur er búinn að sækja um. Því við ráðum ekki við að viðhalda EES samninginum við ESB án Noregs. Það yrði of dýrt. Það væri mun betri samningsstaða fyrir okkur að vera búin að semja áður en Norðmenn sækja um.


mbl.is Sammála um að breyta fiskveiðireglunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú og RÚV eru helst til fljót á ykkur. Það eina áþreifanlega sem var samþykkt á  þessum fundi var að endurskoða ákvarðanatöku um heildarkvóta.

Hitt er bara almenn ályktun um nauðsyn þess að draga úr miðstýring. Of mikil miðstýring hefur verið þekkt og viðurkennt vandamál í langan tíma og ekkert er öruggt um að það verði leyst í þetta skiptið frekar en við fyrri endurskoðanir fiskveiðistefnunnar.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 09:47

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Svo veit e ekki betur en að helsta röksemd gegn ESB hafi verið af fullveldistoga annars vegar og af efnahagslegum toga hinsvegar. Hvorug röksemdin breytist við þennan fund.

Persónulega er það sem stingur mig mest við umsókn að ESB að ekki skuli hafa verið breytt stjórnarskránni áður en sótt á um aðild. Mér hugnast illa að ríkisstjórn hafi vald til að sækja um aðild að bandalagi sem hún samkvæmt stjórnarskrá má ekki verða hluti af. Það er slæmt fordæmi til framtíðar að ríkisstjórnin hafi slíkt leyfi. Ef þetta reynist ekki vera gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar (sem ég trúi að verði rannsakað) er þetta a.m.k. gegn anda hennar.

Héðinn Björnsson, 26.5.2009 kl. 09:55

3 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Helsta röksemd andsinna í gegnum árin hefur verið svokölluð sameiginleg sjávarútvegsstefna esb.  Um hana hafa þeir þvaðrað og bullað án nokkurs vits eða þekkingar og verður sjálfsagt engin breiting á því.

Þegar búið var að margreka rangfærslurnar ofaní þá fóru þeir að fullveldisklæmast eitthvað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 26.5.2009 kl. 10:21

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afskaplega er þetta óverðugt innlegg frá Ómari þessum.

En það þurfti ekki mikið til, að Maggi segði: "Jæja nú sækjum við um!" Hann hefur raunar alltaf sagt það, í ríkidæmi okkar sem í kreppu, með öllum gömlu reglununum hjá Evrópubandalaginu eða hugsanlega kannski ef til vill án þeirra einhvern tímann í framtíðinni. Og hann treystir alltaf EB betur en sjálfum okkur, eins og líka Samfylkingarforystan hugsar og gerir.

Og nú heldur hann, að eittvað hafi breytzt!

Hans var nú fljótur að benda á, að svo er ekki. Á vefsíðu sinni benti hans líka á það, hvernig Rúv-menn höfðu mistúlkað fréttina – gefið sér, að eitthvað hefði breytzt, sem hafði ekki breytzt!

En Evrópubandalags-aðdáendakórinn ætti að veita þessari setningu eftirtekt í fréttinni: "Þá var lagt til á fundinum að leyft yrði að framselja aflaheimildir milli landa." Þetta kallast á við hugmyndir í Grænbók EB, nýútkominni, þar sem þessi "lausn" er nefnd (auk 12 mílna fiskveiðilögsögu!) sem hugsanleg önnur leið en núgildandi regla um "hlutfallslegan stöðugleika" í afla hvers ríkis. Ef nefndur kór hyggur þetta einhverja tryggingu fyrir framtíðarhagsmunum Íslands, þá skjátlast honum hrapallega.

Jón Valur Jensson, 26.5.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband