Leita í fréttum mbl.is

Get ekki skilið hvað allir eru að æsa sig yfir þessu núna?

Fólk hefur vitað af því að við mundum þurfa að borga innistæðutryggingar á þeim reikningum sem voru í útibúum bankana erlendis. Skv. ESB/EES reglum voru það rúmlega 20 þúsund evrur af innistæðum einstaklinga á reikningum þar sem upphæðinn var jöfn eða meiri en þetta!

Þetta hefur fólk vitað síðan í nóvember á síðasta ári. Og þessi upphæð 630 milljarðar hefur líka verið nokkuð ljós lengi. Nú er fólk að horfa í 630 milljarða eina og sér en sleppir því að horfa á eignirnar. Þegar talað hefur verið um kostnað sem fellur á okkur hefur alltaf verið talað um að þjóðin þurfi kannski að greiða frá 70 til 150 milljarða sjálf. Þá var einmitt verið að hugsa um að eignir Landsbankans kæmu upp á móti þessu. Og nú þegar að ljóst er að lánið er til svo langs tíma þá aukast líkurnar á þvi að þessar eignir hækki í verði og það verði minna sem við þurfum að borga. Eins er holt að fólk geri sér grein fyrir að eignirnar eru útlán sem bera líka vexti.

Fólk talar um okurvexti en gleymir því að það er örugglega ekki með góðu móti hægt að fá lán með lágum vöxtum á markaði næstu árin. Og eins þá eiga á næstunni stýrivextir eftir að hækka í Evrópu því í dag eru þeir nærri núlli. Þetta lán er til 15 ára með föstum vöxtum og engri verðtryggingu. Og við hverja sölu á eignum erlendis næstu árin þá lækkar lánið. Eins þá er rétt að huga að því að þetta lán er í erlendum gjaldmiðli og ef krónan hækkar þá lækkar þetta lán.

Minni líka á að þetta er samningur við Breta, Hollendinga og Belga held ég og þar með er þetta IceSave úr sögunni og er ekki lengur að valda okkur frekari skaða t.d. varðandi trúverðugleika okkar. Þ.e. að við Íslendingar stöndum við skuldbindingar okkar.

Það vissu allir - Stjórnarandstaðan líka að það þyrfti að ganga frá þessu máli. Það var kannað m.a. hvort að Dómstólaleiðin væri fær síðasta haust. Fólk man kannski eftir því að allar þjóðir í ESB 27 talsins töldu okkar túlkun ekki standast. Noregur líka. Enda allar þessar þjóðir með eignir einstaklinga í erlendum útibúum og þetta hefði getað sett skriðu af stað í öllum þessum löndum.

Eins er hollt fyrir okkur að hugsa til þess að Bretar Hollendingar og Belgar hafa nú þegar greitt þessar innistæður og þó við greiðum þessar innistæðutryggingar upp á 630 milljarða þá greiða þær um 1200 milljarða sem lenda á þeim. En líkur eru á að upphæðir sem lenda að lokum á okkur eftir sölu eigna sé í versta falli kannski rúmlega 100 milljarðar og í besta falli ekki neitt.

Með þessu fyrirkomulagi er búið að tryggja ríkissjóði skaðleysi næstu sjö árin,“ segir heimildarmaður Morgunblaðsins sem unnið hefur að þessu máli. Hann bendir á að það sé hagkvæmara vegna vaxtanna að greiða af láninu sem fyrst ef aðstæður bjóða upp á slíkt. Þessi sjö ár séu hins vegar góður tími fyrir skilanefndina að hámarka verðmæti eignasafns bankans og takmarka þar með ábyrgð ríkissjóðs. Tímamarkið girði líka fyrir að selja þurfi eignir bankans á brunaútsölu.

Síðan leyfi ég mér að gangrýna stjórnarandstöðuna sem nú segir að þetta þurfi ekki að borga og bara að fara með þetta í dóm. Og að við hefðum aldrei átt að ganga til nokkurra samninga um þetta mál. Það er nokkuð ljóst að þetta fólk er búið að steingleyma að hér var neyðarástand í október sl. það var búið að frysta allar eignir okkar erlendis og gjaldeyrir okkar erlendis var einnig frystur m.a. í Bretlandi. Það vildi eðlilega engin þjóð lána okkur út á þau skipti að við ætluðum ekki að greiða þær tryggingar sem við höfðum undirgengist varandi innistæður erlendra einstaklinga í Íslenskum bönkum. Þar sem að við ætluðum að verja allar innistæður Íslendinga í þessum sömu bönkum þá hefðum við sennilega eftir dómsferli þurft að borga þeim alla upphæðina þ.e. 630 milljarðana + þá 1200 milljarða sem Bretar, Hollendingar og Belgar greiddu. Þ.e. við' hefðum endað með milljarða kostnað í málaferlum og með reikning upp á 1800 milljarða.

Hvað lífið væri nú gott ef að Sigmundur Davíð hefði rétt fyrir sér. Það er hægt að lækka hér allar skuldir og útlendingar taka á sig allan þann kostnað.

Það er hægt að fyrra sig samningsbundnum ábyrgðum á eignum útlendinga og erlend lönd bara sætta sig við það. Og bara fara með þetta fyrir dóm. Jafnvel þó að í kjölfarið mundi verða sett lögbann á gamla og nýja Landsbankann og allar eignir og þau fyrirtæki sem bankinn rekur nú mundu verða stopp.

Ef að þessi draumsýn hans er rétt, nú þá gera bara allar þjóðir þetta. Fólkið okkar skuldar svo mikið að við ætlum að lækka öll lán og senda reikninginn til erlendra kröfuhafa. Og svo gerum við þetta reglulega.

Held reyndar að viðskipti milli landa mundu þá hætta!


mbl.is Frystingu eigna aflétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í lögum um tryggingasjóð innistæðna segir:

"Hrökkvi eignir sjóðsins ekki til og stjórn hans telur til þess brýna ástæðu er henni heimilt að taka lán til að greiða kröfuhöfum."

Þetta er það sem deilan stendur um og Samfylkinging neitaði að fara með fyrir dómstóla. Samkvæmt lögum (í samræmi við EES) er okkur ekki skylt að greiða nema það sem er í tryggingasjóði innistæðna. Sá sjóður er ekki með ríkisábyrgð. Ríkisstjórnin er semsagt að ganga mun lengra en lögin segja til um, án þess að fá úr því skorið hvort henni beri það.

Þetta er það sem margir telja jaðra við landráð!

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:19

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

1.128 milljarðar króna sem við verðum búinn að greiða til Bretlands og Hollands árið 2024. Á árunum 2016 til 2024 þá munum við þurfa að greiða að jafnaði 125 milljarða á ári (miðað við núverandi gengi). Hvar ætlaru að finna þessa peninga?

Þó að eignir Landsbankans gangi 100% upp í skuldir þá munum við ekki getað selt þær á því verði á næstu árum. Þannig að 496 milljarðar krónur munum við láta af hendi í vaxtagreiðslur. Sú upphæð er svipað og útgjöld íslenska ríkisins í ár. 

Fannar frá Rifi, 6.6.2009 kl. 10:25

3 Smámynd: Ingimundur Bergmann

Sæll Magnús. Góður pistill hjá þér og þú kemur inn á flest sem máli skiptir. Það er eins og fólk vilji ekki horfast í augu við þá staðreynd að við ,,skuldum" þetta, a.m.k. berum ábyrgð á svínaríinu. Þetta var það sem kom út úr því að kjósa yfir sig siðblinduna og hrokann sem svo mikið var haldið á lofti á framsóknaríhaldstímabilinu og ekki má gleyma því að snillingarnir settu Seðlabankann á hausinn.

Upphrópunarmerkin þrjú voru í Kastljósi í gær, það var athyglisvert að ekki voru það fulltrúar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins, en þar er þrátt fyrir allt horft með meira raunsæi á hlutina.

Ætla mætti að þau sem hæst hafa,hugsi sér að búa við einangrun og illdeilur við helstu viðskiptaþjóðir okkar um alla framtíð.

Ingimundur Bergmann, 6.6.2009 kl. 10:36

4 identicon

Tryggingasjóð á bankakerfið sjálft að fjármagna og eins og Sigurður bendir á þá er hann ekki með ríkisábyrgð. Þetta kerfi var aldrei hugsað með allsherjar bankahrun í huga.

Hvað varðar möguleg málaferli vegna trygginga innlendra innistæðna þá er það mál ekki úr sögunni með þessu. Það er aðskilið mál.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:44

5 identicon

Góður pistill!!

Hanna (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 10:50

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður og Hans! Það komu allar ríkistjórnir með yfirlýsingar í upphafi kreppunar að innistæður væru tryggðar umfram tryggingarsjóði. Þetta var gert svo að einstaklingar og fyrirtæki tæmdu ekki út allar innistæður og þar með allt fjármagn út úr bönkum og efnahagslífinu.

Fannar þetta er bara því miður staðreyndir. Hinn kosturinn hefði verð að láta bankana fara á hausinn og málaferli með tilheyrandi lögbönnum. Sem hefði þýtt að hér hefði allt lamast og við orðið fræg sem þjóð sem stendur ekki við skuldbindingar.

Hér hefðu allir bankar lokað og ekkert lánsfél fengist hingað inn. Allt greiðslukerfið hefði lokað. Öll laun horfið sem greidd eru í gegnum banka. Enginn fengið laun ekkert hægt að greiða => engin viðskipti. Engin milliríkja viðskipti => ekkert hægt að flytja inn.

Því hefðu bara öll fyrirtæki lokað sem og opinber þjónusta.

Hefur þú reiknað út hvað slíkt ástand hefði kostað okkur?.

Magnús Helgi Björgvinsson, 6.6.2009 kl. 11:31

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Það sem skiptir máli varðandi tryggingar innistæðna er tilskipun ESB um innlánstryggingar (94/19/EC)

http://www.efdi.net/scarica.asp?id=21&Types=DOCUMENTS

Það er enginn vafi að ísland er lagalega skuldbundið þessu viðvíkjandi og furðuleg umræða þessi "borgum ekki" umræða.

Hitt er svo annað mál að Sjallar áttu náttúrulega að hugsa eina hugsun til enda svona til hátíðarbrigða þegar þeir leifðu þessi ósköp.  En - nei þetta þótti mikil snilld og það átti bara að plata menn sitt á hvað og hlaupa svo í burtu eins og smákrakkar.

Það eru samt nokkur atriði sem mér finnst óljós varðandi lausnina, td. bara hvernig aðrir kröfuhafar taka þessu.

Slæmt mál allt saman frá upphafi.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 6.6.2009 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband