Leita í fréttum mbl.is

Stjórnarandstaðan alveg að missa sig núna

Var að hlusta á Sigmund í fréttum í kvöld. Nú vill hann standa við bakið á stjórninni ef að frumvarp hennar verður fellt. En ef það verði samþykkt á þinginu verði að fella stjórnina. Og rökin nú gegn Icesave ábyrgðinni er komin m.a yfir í

Formenn og forsvarsmenn stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi gagnrýna frumvarp um ríkisábyrgð harðlega. Það sé óráðsía að samþykkja það, það sé í erlendri mynt sem ekki sé hægt að standa við, hlutdrægt og á því er áróðursbragur segir formaður Sjálfstæðisflokksins

Ég spyr nú bara! Hefur Ísland einhvern tíma fengið lán erlendis frá í krónum? Hverslags kjaftæði er þetta eiginlega.

Þeir hafa verið að rukka eftir mati á greiðslubirgði sem kom nú undir kvöld. Og sem eru þeir vissir án þess að skoða það að við getum ekki borgað. Er ekki að kaupa svona vinnubrögð.

Og Bjarni Ben sagði að greinargerð með frumvarpinu væri hlutlæg. Og miðað að því að réttlæta þessa ábyrgð. Nú við hverju bjóst hann?

Og Birgitta þurfti ekkert að kynna sér þessi göng sem var verið að leggja fram því þau vita að þjóðin ræður ekki við þetta eftir sínum göngum. Hverskonar málflutningur er þetta?

Er ekki lágmarks kurteisi við þjóðina að Alþingismenn kynni sér öll gögn málsins áður en þeir taka ákvörðun. Með fullri virðingu fyrir þessu fólki held ég að þeim væri nú hollast að vera ekki að æsa fólki upp hér enn meira án þess að þekkja vel til málsins. Þó þau í Borgarahreyfingunni hafi talað við einhvern úr samninganefnd Hollands og hlegið að þeirri manneskju þegar hún spurði þau hvort að Borgarhreyfingin vildi virkilega að Ísland einangraðist þá hafa þau ekki séð raunveruleg göng fyrr en nú og á næstu dögum.


mbl.is „Ekkert plan B"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

semsagt. þú vilt að almenningur taki á sig skuldir útrásarvíkinga og borgi allar þær skuldir sem þeir stofnuðu til?

Fannar frá Rifi, 30.6.2009 kl. 21:46

2 Smámynd: Liberal

Já, borgum bara. Við verðum eflaust mjög vinsæl í ESB þegar við tökum á okkur tap annara þjóða þar inni.

Þú tilheyrir sem sagt þeim hópi landráðamanna sem vilja selja allt og rúmlega það bara til að komast í faðminn á ESB?

Þú ættir að skoða ebay, þar fæst örugglega sjálfsvirðing fyrir lítið, þín virðist vera horfin.

Liberal, 30.6.2009 kl. 21:55

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fannar hver á annar að gera það? Við erum þegar bundin af samkomulagi um að við tökum ábirgð á innistæðutryggingum vegna IceSave. Það er hefur verið ljóst síðan í október.  Og Fannar bara að minna þig á að skuldir útrásavíkinga voru 14.000 milljarðar. Það er ljóst að við borgum ekki allar skuldir þeirra. Bendi þér á að Bretar og Hollendingar borga þó nokkurn hluta af þessum innistæðu þó þetta væri í Íslenskum bönkum sem við áttum að hafa eftirlit með.

Liberal þú tilheyrir semsagt þeim hópi Landráðamanna sem villt gera Ísland frægt fyrir að vera land sem stendur ekki við samninga og skuldbindingar. Og um leið taka áhættu á að skemma öll utanríkisviðskipt okkar um ára eða áratugi. Og með tilheyrandi harðræði og hallæri sem mundi bitna á börnum okkar. Bendi þér á að það þarf ekki mikið. Finnar mistu útflutningstekjur sínar að miklu leyti um 1990. Eins höfðu þeir tekið erlend lán í neyslu og íbúðakaup. Næstu ár á eftir þurfti að skera svo niður að börn raunverulega sultu. Þurfti að loka skólum og fleira. Ef þið viljið að viðskipti okkar og lánamöguleikar verið nánast núll næstu árin þá lýsi ég ykkur landráðamenn sem vegið að hamingju og heilsu dóttur minnar.

Og sér í lagi ef að menn mynda sér skoðun á þessu eftir orðum manna sem hafa ekki séð öll gögn málsins og tala í tómum upphrópunum sem styðjast ekki við nein göng.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.6.2009 kl. 22:30

4 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

"gögn" átti þetta nú að vera þarna síðast.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.6.2009 kl. 22:49

5 identicon

Magnús, þú ert hræðileg manneskja.

Ingvar (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:32

6 Smámynd: Eygló

Hlustaði enginn eða las það sem stjórnin lagði fram í dag?   Eða er litið á alla sem lygara og ótínda glæpamenn.  Ég held að flestir frammámenn vilji þjóðinni vel.

En, annars, ég er sennilega fáviti og landráðamaður þá.

Eygló, 1.7.2009 kl. 00:09

7 identicon

"þó þetta væri í Íslenskum bönkum sem við áttum að hafa eftirlit með."

Íslensku ættuðum bönkum sem störfuðu eftir regluverki evrópusambandisins og greiddu skatta erlendis.

" Og sér í lagi ef að menn mynda sér skoðun á þessu eftir orðum manna sem hafa ekki séð öll gögn málsins og tala í tómum upphrópunum sem styðjast ekki við nein göng."

Þessi orð þín virðast einhvernveginn segja meir um þig en þá sem þú ætlaðir að lasta, sorglegt... fyrir þig.

Árni Þór Guðmundsson (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 00:10

8 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Mælir þú manna heilastur Magnús!  Þessi landráðabrigsl, sem margir eru að halda fram eru gjörsamlega fyrir neðan allt velsæmi og ekki svaravert í raun og hafi þeir skömm fyrir!

Egill Rúnar Sigurðsson, 1.7.2009 kl. 00:54

9 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Nei Árni IceSave var Íslenskst og skattur og hagnaður var greiddur hér.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.7.2009 kl. 02:41

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ingvar takk! Skemmtileg athugasemd!

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.7.2009 kl. 02:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband