Leita í fréttum mbl.is

Svo eru þingmenn bara í fríi!

Hefð nú haldið að vegna alvarleika málsins hefði nú verið rétta að miða við að afgreiða þetta mál (icesave) fyrir Verslunarmannahelgi. Þetta mál hefur jú verið í þinginu í allt sumar. En nú þegar ljóst er að þetta hangir allt saman hefði nú verð betra að þessi vinna hefði verið keyrð af krafti í Júní og fram í Júlí. En eins og fólk vissi hótar stjórnarandstaðan bæði í Sjálfstæðisflokknum, Framsókn, Borgaraflokknum og Vg að tefja málið með málþófi.

Og lætin hingað til haf orðið til þess að krónan er í frjálsu falli þessa dagana, við fáum engin lán og útlit fyrir að það tefjist minnst fram í sepember. Þingmenn ættu að hafa þetta í huga þegar þeir byrja aftur eftir Verslunamannahelgi.  Og þá kannski líka að meta hvað svona tafir kosta okkur. Hefði haldið að þingmenn ekki bara fjárlaganefnd væru vinnandi dag og nótt núna en nei þeir eru bara í fríi. Svo leyfa þeir sér að setja út á ráðherra, starfsfólk ráðuneyta og aðra sérfræðinga sem vinna að lausn mála dag og nótt þessa daga.

Reynið nú að fullorðnast Þingmenn. Það er orðið ljóst að við erum í herkví. Það verður skammt að bíða að við lendum í alvarlegum vandræðum ef við förum ekki að leysa út þessu máli og hver dagur skiptir máli.

Það er engin súperlausn til. Við þurfum að klára IceSave með fyrirvörum og það strax.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Heiðdal

Hærri skuldir = lægra matvöruverð!

Björn Heiðdal, 30.7.2009 kl. 16:11

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Eginngjaldeyrir til að borga skuldir! Eða kaupa inn. Hærra verð á innflutum vörum

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.7.2009 kl. 16:25

3 identicon

Þú ættir kannski að taka þetta upp við forseta Alþingis, sem stjórnar skipulaginu á þingi?

Sigurður E. Vilhelmsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:29

4 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vertu feginn á meðan þeir eru í fríi, þeir verða okkur síður til tjóns á meðan.  Ef þú ert enn þá á þeim buxunum að lántökur leysi vandann þá veður þú í villu og svima.  Áframhaldandi lántökur lengja örlítið í hengingarólinni, elítunni til gagns.  Hjá þessu liði snýst þetta um að fá lánin til að halda sér á launaskrá hjá skattgreiðendum.

Þér hefði verið nær að  setja niður kartöflur í vor, fara á stað með veiðistöngina og fylla frystikistuna heldur að vera kvartandi yfir háu matarverði og lánsfjárþurð. 

Magnús Sigurðsson, 30.7.2009 kl. 17:51

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurður ef ég hefði einhver sambönd til þess þá mundi ég gera það. En þar til að ég hef einhver áhvrif þá röfla ég bara hér á blogginu. Ég er búinn að fara að veiða en kom heim með öngulinn í rassinum.

Annars er ég að hugsa um þjóðina í heild. Ég persónulega hef það svipað og áður eða jafnvel betra þar sem ég er búinn að taka til hjá mér síðstu ár  í peningamálum

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.7.2009 kl. 18:47

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er gott að heyra nafni, en losaðu öngulinn og reynd aftur.   Þeir fiska ekki fyrir þig stjórnmálamennirnir, þeir eiga nóg með sig.

Magnús Sigurðsson, 30.7.2009 kl. 21:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband