Leita í fréttum mbl.is

Þetta vissu allir nema Sigmundur Davíð

Ég datt inn á ruv.is og sá þá ummæli höfð eftir Sigmundi Davíð sem sýna hversu vanhugsaður málflutningur hans getur verið. En á www.ruv.is er haft eftir honum:

Hann segir að ætli Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að kúga Íslendinga til að ganga að samningi sem hann þekkir ekki þá séu Íslendingar komnir á hættulega braut. „Það hlýtur að vera að við að minnsta kosti reynum að útskýra stöðu okkar ef menn, þrátt fyrir það, eru staðráðnir í að kúga okkur til að taka á okkur greiðslur umfram skyldu. Þá verðum við að taka ákvörðun út frá þeirri stöðu," segir Sigmundur og á við að breyta eigi Icesave-samningnum og hafna honum.

Svona til að byrja með finnst mér ótrúlegt að hjá fjölþjóðlegri stofnun þar sem vinna minnir mig um 700 sérfræðingar þá held ég að þeir viti nú bara sennilega allt um þennan samning. Þannig að þetta er nú furðuleg framsetning. AGS er nú með starfandi skrifstofu hér og fullt af fólki sem er að fara yfir efnahagsáætlanir okkar og hafa gert frá því í Október. Og ég held að það þurfi ekkert að skýra út fyrir þeim stöðuna. Fremur en Norðurlöndum. Þau vita alveg nákvæmlega um þessa stöðu.

Það var búið að segja Sigmundi Davíð í vor og sérstaklega í júní að þetta yrðu viðbrögðin og hann og fleiri hálfpartinn hló að þessu og kallaði þetta hræðsluáróður. Um leið og hann gaf í skyn að nær allir embættismenn og starfsmenn ráðuneyta og sérstaklega þeir sem fóru í samninganefndina um IceSave væru vitlausir og ekki starfi sínu vaxnir.

En viti menn allt sem honum hefur verið sagt hefur reynst rétt. Munum líka eftir því að frá því í október og fram í apríl/maí var hann alveg viss um að við þyrftum bara ekkert að borga í IceSave. Og svo núna að við fellum bara að veita ábyrgð og þá koma Breta og Hollendingar og bjóða okkur að semja aftur! Ekkert mál.

Ég er farinn að halda að það sé hópur þingmanna nú á þingi sem eru þjóðinni hættulegir og gætu orðið að afli sem hryndir okkur endanlega fram af brúninni. Þeir virðast lifa í einhverjum tilbúnum heimi mótuðum af hugmyndum einhverja sérvitringa sem eru ekki í tengslum eða takt við raunverleikan


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert sjálfsagðra en að vinna málið málefnalega! Í byrjun átti að keyra málið í gegn án þess að Alþingi fengi allar upplýsingar. Já hérna, þetta eru vönduðu vinnubrögð Samfylkingarinnar, eða hitt og heldur.

Ólafur Sveinn Haraldsson (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 07:32

2 identicon

Sammála. Sigmundur D hefur tapað öllum trúverðugleika, endalausar dómsdagsspár án neinna haldbærra lausna. 20% niðurfelling skulda er ekki lausn. Nær væri fyrir XD og XB að koma með lausnir og vinna að framgangi mála í stað þess að vinna gegn málum bara af því þeir eru í stjórnarandstöðu. Ábyrgð þessara flokka er öll á hruninu.

Björn Ólafs (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:02

3 identicon

Algjörlega sammála.  Þessi hópur getur endanlega gengið frá okkur.  Ef samningurinn verður ekki afgreiddur á þingi og fer í meiri umræðu, þvælu og síðan feldur, þá fellur ríkisstjórnin, krónan og trú heimsins saman á okkur og við erum endanlega kominn í fokking fokk... þetta er það hættulegasta sem ég hef lengi séð og ótrúlegt að hugsandi fólk skuli vera að leika sér að eldinum þegar púðurtunnurnar standa opnar við hliðina á þeim

Arnar Már (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:20

4 identicon

Tek undir með ykkur ,,þeir ætla að sprengja núverandi stjórn með icesave og komast til valda aftur til að stöðva rannsókn á hruninu

emil skulason (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:41

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er einfaldlega ekki meirihluti á þingi fyrir því að lúffa algerlega í Icesave málinu. Ef minnihlutanum á þingi sem vill gera slíkt getur ekki gefið neitt eftir í því getur hann allt eins gefist upp á að koma málinu í gegn. Ekki síst vegna viðbragða almennings við eftirgjöf í þessu máli án þess að gengið sé í eigur útrásarvíkinganna til að sækja peningana.

Annars finnst mér með ólíkindum hversu illa stjórnin hefur haldið á upplýsingagjöf til almennings í þessu máli. Ef þetta gildir líf eða dauða fyrir íslenskt samfélag eins og látið er í veðri vaka þá finnst mér með ólíkindum að ekki skuli vera búið að útskýra það í þaula fyrir fólki með því t.d. að taka yfir hluta að sendingartíma RÚV til að útskýra allt samhengið. Inn á island.is hefur ekki verið lagður fréttamannafundur síðan ríkisstjórn var mynduð 10. maí og ekki er hægt að sjá þá í fullri lengd neinstaðar annarstaðar. Á þeim fundum sem ég hef farið um málið hafa fulltrúar stjórnvalda alltaf komið út eins og illa undirbúnir viðvaningar og ekki tekist að útskýra á neinn hátt nauðsyn þess að skrifa undir þetta.

Stjórnvöld kunna annað hvort ekki að tala fyrir málstað sínum eða þá þau hafa verulega vondan málstað. Ég hallast meira og meira að hvorttveggja sé tilfellið.

Héðinn Björnsson, 31.7.2009 kl. 08:47

6 identicon

Íhaldi og framsókn nægir ekki að hafa skapað aðstæður og grundvöll fyrir hruninu síðasta haust, heldur róa þeir að því öllum árum að annað hrun og enn verra verði á komandi hausti. Verstur andskotinn að það er fullt af fólki sem styður þá til slíkra óhæfuverka. Eitthvað er athugavert við dómgreind stórs hluta landsmanna.

Smaladrengur (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:48

7 identicon

Þú ert nú meiri leirinn Magnús, vilt liggja gjörsamlega flatur fyrir þessum bretadjöflum svo ég tali nú ekki um hollendinga.  Einhvers staðar verður að spyrna við fótum.  Við stöndum við skuldbindingar okkar upp að því marki sem okkur ber skylda til og ekki krónunni meira.  Hvers vegna?  Ef þú gerir samning um kaup á bílnum þínum og greiðir 2 millur fyrir ætlarðu þá að borga 1 millu síðar ef seljandinn krefst þess.  

Björn Ólafs.  Ég er gjörsamlega ósammála þér.  Mjög margt af því sem Sigmundur Davíð hefur sagt allt þetta ár hefur glettilega ræst.  Bullandi Samfylking og VG hafa verið dugleg að kalla hann dómsdagsspármann þegar hann hefur verið að skýra út alvarlega stöðu þjóðarbúsins og því reynt að fegra stöðuna langt umfram það sem eðlilegt er.  Nú er komið í ljós að SDG hafði kórrétt fyrir sér, skuldir íslendinga komnar yfir 250% af landsframleiðslu en ekki 160% eins og stjórnin var að reyna að telja okkur trú um fyrir kosningar, svona rétt til þess að blekkja ykkur Björn og Magnús. Og svo skiljið þið neitt.  SDG benti líka á fyrir kosningar að gengið kónunnar myndi hríðfalla og hvað hefur svo komið í ljós.  Ég kaus ekki Framsókn en geri það næst.  Hvernig væri nú að þið færuð út í sólina í dag og reynduð að  nota höfuðið svona til tilbreytingar Magnús og Björn.

ÞJ (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 08:56

8 identicon

Þú ert nú meiri ræfillinn.

Kári (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 09:20

9 identicon

Sigmundur Davíð er einn mesti lýðskrumari sem komið hefur fram í íslenskri pólitík. Hann er stórhættulegur sérstaklega þar sem það er fullt af bjánum á Íslandi sem sjá ekki í gegnum hann.

Dude (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 10:02

10 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Fólk ætti nú kannski að átta sig á því að heimurinn er ekki og hefur aldrei verið fullkominn. Þó að okkur finnist þetta og hitt ósamgjarnt eða það eigi að vera svona eða hinsegin þá óvart ráðum við ekki svo miklu. Þannig er þetta með IceSave. Og Bretum og Hollendingum finnst það örugglega ekki sanngjarnt að það hafi komið netbankar héðan frá Íslandi, stofnað útibúð hjá þeim, safnað innistæðum og svo rúllað og eftir sitja Hollendingar og Bretar sem þurfa að borga nærri eins mikið og við til innistæðueigenda. Var það ekki 6 til 700 milljarðar sem þeir greiða ofan á það sem við borgum.

Bendi fóli á fínar færstu um þetta mál hjá Krístjáni Vigfússyni

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.7.2009 kl. 10:25

11 identicon

Kvitta undir þennan pistil. Margir þingmenn eru bæði þjóðinni hættulegir og algerlega vanhæfir til að sinna þessu starfi. Sigmundur er einn af þeim.

Ína (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:01

12 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Sammála þér Maggi.

Það er ljótt að segja það en á alþingi sitja nokkrir vitleysingar, sem í þokkabót eru illa innrættir. SD er lýðskrumari af verstu sort, en hann er ekki einn. Ef þessir menn myndu kynna sér málin á hlutlausan hátt væri búið að afgreiða Icesave málið fyrir löngu. Þeir eyða frekar tímanum í að hlusta á ábendingar manna sem eru með "frammíköll" og vitleysur, sem síðar eru hrakin. Við sem þjóð erum ábyrg fyrir gjörðum stjórnvalda og embættismanna Íslands og ef við erum ósátt við útkomuna, skulum við ráðast á þá en ekki fórnarlömbin. Þeir sem vita upp á sig skömmina reyna allt til að fá okkur almenning til að líta á Hollendinga og Breta sem orsakavald frekar en fórnarlömb aðgerða´"útrásarvíkinga" og embættismanna og aðgerðaleysis stjórnvalda á Íslandi.

Jónas Rafnar Ingason, 31.7.2009 kl. 11:05

13 identicon

Sammála!

Því miður sópaðist rusl inn á Alþingi í síðustu kosningum. Sigmundur Davíð er vissulega þar á meðal. Einhver mesti lýðskrumari þjóðarinnar fyrr og síðar.

Finnur (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:15

14 identicon

Sammála,! Sigmundur Davíð er þarna á alþingi Íslendinga að verja allt aðra

hagsmuni enn þjóðarinnar, þeir sem ekki fatta það fylgjast greinilega ekkert með.

Heiður (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 11:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband