Leita í fréttum mbl.is

Skritið blogg frá Birni Bjarnasyni um þetta sama mál.

Á síðunni sinn fjallar hann Björn Bjarnason aðeins um þetta mál og segir þar m.a.

Saddam Hussein einræðisherra í Írak var hengdur í nótt, eftir að hafa verið dæmdur til dauða bæði af undirrétti og áfrýjunarrétti. Samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er dauðarefsing óheimil og ber Íslandi og öðrum aðildarríkjum sáttmálans að virða það ákvæði. Saddam hefði því aldrei hlotið þessi málagjöld í Evrópu - í Írak eins og mörgum öðrum löndum er unnt að refsa mönnum með aftöku.

Hvað á hann við með síðustu línunni sem ég feitletra? Vildi hann hafa þetta hér ef hann réði?


mbl.is Stjórnvöld virða niðurstöðu íraskra dómstóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Ef Björn nefndi einhvers staðar að um þessar mundir væru óvenjulega miklir kuldar í tilteknum heimshluta, þá myndu örugglega einhverjir snúa út úr því á þann veg, að hann vildi hafa óvenjulega mikla kulda á Íslandi. Það er endalaust hægt að mistúlka og toga og teygja og skrumskæla og snúa út úr - ef viljinn er fyrir hendi. Og sannarlega hafa ýmsir viljann til að færa allt til verri vegar sem Björn Bjarnason segir eða skrifar!

Hlynur Þór Magnússon, 31.12.2006 kl. 02:16

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

í Írak eins og mörgum öðrum löndum er unnt að refsa mönnum með aftöku. Þýðir það ekki að í Írak geta menn notað þessa aðferð?Það er ekki eins og hann sé að fordæma það.  Finnst orðið "unnt" segja að hann sé ekki mótfallin því að nota þessa aðferð. Og eins að okkur beri að fara eftir Evrópusáttmála. Það er líka eitthvað sem mér finnst hljóma einkennilega. Valgerður sagði hinsvegar í dag að Ísland væri á móti dauðrefsingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2006 kl. 02:51

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá viðbót.

Þó ég sé ekki löglærður maður þá finnst mér að það sé alltaf nauðsynlegt fyrir mann sem fer með Dómsmálaráðuneytið, alla löggæslu, og öryggismál Íslands að passa sig ef hann er að blogga um mál sem eru umdeild. Hann verður að gæta þess að orð hans á netinu er einmitt hægt að nota gegn honum og kannski fyrir suma að misskilja.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2006 kl. 02:56

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Kannski langar hann að feta í fótspor meistara síns?
Davíð Oddsson lýsti því ítrekað yfir, sem frægt er orðið, að hann vildi drepa Saddam.  


Sigurður Þórðarson, 31.12.2006 kl. 09:13

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér finnst að engin maður eigi að hafa leyfi til að ákveða/dæma/myrða aðara manneskju. Nú er rætt um að fyrir súnita og fleiri verði Saddam að píslarvætti. Sem ég tel að ekki sé gott. Ég er hinsvegar sammála um að svona níðingar eins og ganga lausir í Serbíu, t.d. í Súdan, Sri Lanka  og fleiri svæðum eiga undir öllum kringumstæðum að nást og það á að dæma þá upplýsa glæpinn. Geyma þá í öryggisfangelsi allt þeira auma líf. Og nota heimildis sem aflað er fyrir dómi bæði sem áminningu fyrir heiminn um að styðja ekki við slíka menn sem fremja svona glæpi og þá sjálfa í fangelsum til að minna aðra þjóðarleiðtoga á hvernig fari fyrir þeim ef þeir framkvæma slík óhæfu verk.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2006 kl. 12:53

6 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Smá viðbót: Er þetta ekki til ánægju fyrir þá sem fylgja dauðrefsingum:

"Myndband sem einhver sem viðstaddur var aftökuna í gær tók og setti síðan á netið hafa valdið reiði og hneykslun. Á myndbandinu má heyra einhvern úr hópi viðstaddra láta Saddam hafa það óþvegið og Saddam svara að þetta sé ekki stórmannleg framkoma. Á myndbandinu sést svo ógreinilega hvar fyrrverandi Íraksforseti hangir í snörunni og einn böðlanna segir að rétt sé að láta hann dingla dálitla stund.

Eftir að líkið var tekið niður dönsuðu böðlarnir kringum það en slíkt er einhver mesta vanvirða sem múslímar geta sýnt látnum manni. Íraskir stjórnmálamenn hafa lýst viðurstyggð sinni á þessari framkomu og segja hana algjörlega óverjandi, hver sem í hlut eigi. "

frétt af visir.is

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2006 kl. 13:37

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þrymur á þá að slátra súnitum eins og þeir leggja sig? Hann gerði þetta ekki einn. Það getur engin haldið völdum nema að fólk fylgi honum og viðhaldi völdum hans. Og hverju eru þau bættari fyrir vikið? Horfa á myndband af honum yfirveguðum á leið í dauðan á meðan að allir aðrir missa sig og haga sér eins og ógeð við aftökuna. Sítar sem vísvitandi voru að ögra súnítum með þessari hegðun sinn. Hvað þá með Tyrki sem hafa drepið Kúrda svo þúsundum skiptir um áraraðir? Á að láta þá sleppa af því að þeir eru nær okkur á landakorti. Þeir hafa meira að segja farið inn í Írak til að herja á Kúrda.

Magnús Helgi Björgvinsson, 31.12.2006 kl. 17:50

8 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Mér finnst að aðferðir sem notaðar hafa verið gegn t.d. mannréttindabrotum í Kína virka nokkuð. Það er svona hægfara breytingar með auknum samskiptum og samvinnu. Viðskiptalífið hefur þar unnið þó nokkuð gegn mannréttindabrotum. Ég held að með Írak verði alltaf vandamál þar sem að þar búa í raun 3 þjóðir sem allar vilja í raun sjálfstæði. Saddam þó slæmur væri hélt þessu saman. Mestu óhæfuverkin voru þegar að Kúrdar gerðu einhverskonar uppreisn gegn ríkjandi skipulagi. Það sem olli því að Saddam fékk að fara sínu fram svo lengi var náttúrulega að Bandaríkjamenn í andúð sinni á Íran studdu kyrfilega við bakð á Saddam. Eins þá sviku Bandaríkin og fleiri lönd allan stuðning sem þeir síðar lofuðu andspyrnuhreyfingum þar.  Eins og nú held ég að þarna verði aldrei friður nema að komið verði á einhverskonar ríkjabandalagi þessara 3 þjóða.

Magnús Helgi Björgvinsson, 1.1.2007 kl. 02:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband