Leita í fréttum mbl.is

Svona til að byrja með! Ágæta Ragnheiður!

Ég hélt að ekki væri hægt að tala um fundargerðir nema að allir aðilar væru samþykkir þeim skrifum og samþykktu þau. Og ég held að svo sé yfirleitt ekki á svona fundum. Hinsvegar er líklegt að það séu skrifaðir minnispunktar af flestum sem taka þátt í þeim.

Einnig þá er ég að velta fyrir mér af hverju hún spyr ekki frekar um "fundargerðir" frá því á sama tíma á síðasta ári þegar línurnar voru lagðar varðandi þátttöku okkar í Icesave. T.d. fundi Árna Matt og Davíðs með Bretum og Hollendingum og hvað kom fram þar. Hvað vill hún vita frá því í október núna frá fundum við alla sem utanríkisráðherra hefur talaða við?

Og eins væri gott fyrir þessa ágætu þingkonu að skoða Alþingistíðindi eða á netinu og finna dæmi um eins´miklar upplýsingar og Alþingismenn hafa nú fengið varðandi Icesave. Við sem höfum fylgst með vitum það að aldrei í sögunni hafa eins miklar upplýsingar verið gerðar aðgengislegar þingmönnum og öðrum. Þetta á bæði við um Icesave og ESB. Þetta er óþekkt hér.

Fólk getur t.d. skoðað hvernig að stuðningur okkar við Íraksstríðið var ákveðið. Eins er hægt að vísa til þess þegar við gerðumst aðilar að EES. Þá voru gögn ekki eins aðgengileg og í dag.

En það á að gera allt til þess að gera þessi mál torkennileg og tefja málin.


mbl.is Spyr um Icesave-fundargerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Bíddu nú..hvað áttu við með þessu...finnst þér allt í lagi að við borgum þessa óreiðuskuld sem er komin til vegna ráns, og örfáir einstaklingar ollu, miða við höfuðtölu okkar ? Og ef svo þá elsku maður hlýtur þú að eiga nóg pening, og gætir jafnvel bara borgað þetta.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 28.11.2009 kl. 11:08

2 identicon

Magnús, voðalega virðist þér mikið í mun að Alþingi samþykki IceSave - þrátt fyrir að þessi sé samningur sé verri er stríðsskaðabætur þjóðverja. Á íslenskur almenningur að bera ábyrgð að hryðjuverkum einstaklinga sem þeir frömdu í öðrum löndum? Ekki byrja að þvæla um ESB reglugerðina í þessu sambandi - allir vita að hún var stórgölluð.

Það er EKKERT sem réttlætir að íslendingar, við ög börnin okkar, beri þessar drápsklyjar sem mun kannski taka 50-100 að greiða upp.

Ef þessi samningur verður samþykktur er það upphafið að endalokum Íslands sem sjálfstæðs ríkis.

Babbitt (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 12:09

3 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Ingibjörg þú gleymir að það voru við sem áttum að hafa eftirlit með því hvað bankarnir voru að gera. Icesave var starfrækt undir okkar eftirliti. Þetta er svona svipað og ef barnið þitt færi til nágranans og kveikti í. Þú værir ábyrg fyrir skemmdunum að hluta.

Aðrir bankar eins og Kaupþing stofnuðu dótturfélög. Auðvita áttum við ekki að taka í má að þetta væru útbúi eins og Icesave var. Við áttum fulltrúa í stjórn innistæðutrygginarsjóðs og formaðurinn var skipaður af ráðherra. Innistæðutrygginarsjóður átti að vara okkur við. FME átti að fylgjast með þessari þróun og bregðast við með þvi að reka Landsbankann með þetta Icesave úr landi. En málið var að við vorum að nota þessa Icesave peninga m.a hér heima. Hvaðn heldur þú t.d. að Landsbankinn hafi fengið peninga 2007 og 2008 sem hann lánaði t.d. í byggingu Tónlistarhúss og fleiri byggingar.

Málið er að við bárum ábyrgð á Icesave að hluta vegna jafnræðisreglunar sem segir að ekki megi mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni. Og Icesave var eins Íslenskt útibúi og önnur útibú Landsbankans.

Hér á eftir eru nokkar tilvitnanir í nokkra mæta menn:

Gros segir að ríkisstjórnum Breta og Hollendinga hafi sýnt fram á, með skírskotun til jafnræðisreglu EES, að Íslendingum beri að tryggja innstæður í íslensku bönkunum erlendis, ekki síður en á Íslandi.
Gros situr í Bankaráði Seðlabanka Íslands fyrir framsókn. og er yfir European Network of Economic Policy Research Instituteþ

Blaðamaðurinn  Roger Boyes er fréttaritari breska blaðsins Times í Þýskalandi og Austur-Evrópu með aðsetur í Berlín. Hann hefur nú skrifað bókina Meltdown sem fjallar um hrunið á Íslandi og hvað umheimurinn megi af því læra. segir í viðtali við Sigrúnu Davíðsdóttur á www.ruv.is

Það liggur í eðli hnattvæðingar, segir Boyes, að allir geta kennt öðrum um. Heimurinn varpar sökinni á bandarísku undirmálslánin. Englendingar sem áttu fé í íslensku bönkunum kenna Íslendingum um. Fleiri en Íslendingar stunda þennan leik - en, segir Boyes, Íslendingar gætu kannski hugað að því að þeim hafi ekki verið stjórnað sérlega vel, jafnt stjórnarflokkar sem stjórnarandstaðan brugðist.

Og han segir einnig:

Boyes álítur líka að bresk stjórnvöld hafi verið Íslendingum reið á þessum tíma en ekki lengur. Reiði Breta sé reyndar skiljanleg, íslensku bankarnir hafi farið óvarlega en það hefðu Bretar reyndar átt að sjá sjálfir.

En þið Íslendingar getið ekki bara haldið áfram að kenna Bretum um, segir Boyes. Íslendingar verða að finna eigin kraft og styrk til breytinga, finna leiðir til að stjórna þjóðinni betur. Þið getið ekki bara verið í því að koma sökinni á aðra. Bretar hafa sannarlega sín vandamál að glíma við en ég vona að við sýnum sama innsæi og mér finnst Íslendingar sýna til að skilja að kreppan er ekki fjármálalegs eðlis heldur af pólitískum toga.

Þetta er það sem mér finnst allir hér vera að gera. Allar aðrar þjóðir hafa þurft að dæla peningum inni í bankana til eimitt m.a. að verja innistæður og USA verndar allar innistæður á almennum reikningum ef bankar fara á hliðina óháð þjóðerni þeirra. Bæði Evrópubankinn og allir seðlabankar hafa þurft að dæla í nær alla banka alveg ógurlegum upphæðum. En við höfðum ekki komið okkur upp neinum sjóðum til að tala um. Og ekki sjóðum sem voru í neinu samhengi við stærð bankana. Og því höfðum við ekki getu til að lána til þrautavara né að yfirtaka bankana án þess að setja um það neyðarlög og setja þá í þrot. Og skv. skilningi allar þjóða ESB, Norðmanna og flestra þjóða þá dugar ekki fyrir okkur að vísa í galla í EES tilskipun. Því að þessir bankar voru starfræktir skv. leyfi frá Seðlabanka og FME og undir þeirra eftirliti. Þetta eru svona svipuð rök og segja að ekki sé hægt að dæma mann fyrir morð af því að í lögum standi bara byssa og hnífur en ekki snara.

Annars var ég bara að fjalla um að Alþingismenn hafa sjaldan fengið eins viðamiklar upplýsingar um nokkur má eins og Icesave og almenningur getur skoðað öll þessi göngn inn á www.island.is

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2009 kl. 12:20

4 identicon

Það er alveg með ólíkindum hvað sumir eru tilbúnir að borga þessa skuld óreiðumanna. Magnús þú bendir á Árna og Davíð eins og það hafi verið í lagi, það var það kannski  þá í öllu látunum . Hvað sagði Steingrímur og spilltasti flokkur landsins sem er Samfylkingin ásamt Ólafi R. við borgum ekki órasíu útrásar víkinga. Við skulum athuga, það eru komnir 11 mániði og margt komið í ljós sem segir manni að við eigum ekki að borga Icesave. Hvað gera þau Jóhanna og Steingrímur ekkert, þau reina það ekki þau eru  nefnilega svo samsek að gera ekkert.þau vilja hafa allt svo ömurlegt og kúga okkur inn í ESB þá á allt að lagast hef enga trú á því.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 12:28

5 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Babbit ég á því að við séum nú búin að eyða 1 ári í þessa Icesave samning frá því að ríkistjórn Sjálfstæðisflokks skrifaði undir sameiginlega yfirlýsingu með Bretum og Hollendingum þar sem við samþykktum að greiða innistæðutryggingar þó við gerðum fyrirvara um að við teldum greiðsluskildu okkar orka tvímælis. En við lýstum samt yfir að við ætluðum að greiða þetta. Hef sett þessar tilvitnanir inn marg oft í www.forsaetisraduneyti.is

Samkomulag næst við Evrópusambandið fyrir hönd Hollendinga og Breta - Greiðir fyrir láni frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF)
16.11.2008
Mikilvægur áfangi hefur náðst til lausnar deilunnar um innstæðutryggingar vegna íslenskra bankaútibúa á Evrópska efnahagssvæðinu og stöðu sparifjáreigenda í þeim.
Viðræður Íslands við nokkur Evrópusambandsríki, sem komust á fyrir tilstilli Frakklands sem nú fer með formennsku í Evrópusambandinu, leiddu til samkomulags um viðmið sem lögð verða til grundvallar frekari samningaviðræðum.Samkomulagið felur í sér að íslensk stjórnvöld ábyrgjast lágmarkstryggingu þá sem EES-reglur mæla fyrir um til innstæðueigenda í útibúum bankanna erlendis.
Endanlegur kostnaður ríkissjóðs vegna þessa mun ráðast af því hvað greiðist upp í innstæðutryggingar af eignum bankanna. Einnig er kveðið á um að Evrópusambandið, undir forystu Frakklands, taki áframhaldandi þátt í að finna lausnir sem gera Íslandi kleift að endurreisa fjármálakerfi og efnahag.Aðilar eru ásáttir um að hraða fjárhagslegri aðstoð við Ísland, þar með talið samþykkt lánafyrir­greiðslu sem beðið hefur samþykktar stjórnar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) undanfarnar vikur. Erindi Íslands hjá IMF verður tekið til afgreiðslu hjá sjóðnum miðvikudaginn 19. nóvember.Umsamin viðmið
1.    Ríkisstjórn Íslands hefur átt viðræðufundi með stofnunum Evrópusambandsins og hlutaðeigandi aðildarríkjum þess um skuldbindingar Íslands samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið að því er tekur til tilskipunar um innstæðutryggingar 94/19/EB. Aðilar komu sér saman um að tilskipunin um innstæðutryggingar hafi verið felld inn í lög­gjöf­ina um Evrópska efnahagssvæðið í samræmi við samninginn um Evrópska efnahags­svæð­ið og gildi því á Íslandi með sama hætti og hún gildir í aðildarríkjum Evrópusambandsins.
Og einnig

Samkomulag milli Hollands og Íslands um IceSave
11.10.2008
Að loknum uppbyggilegum viðræðum hafa hollensk og íslensk stjórnvöld náð samkomulagi um lausn mála hollenskra eigenda innstæðna á IceSave-reikningum Landsbankans.Fjármálaráðherra Hollands, Wouter J. Bos, og fjármálaráðherra Íslands, Árni M. Mathiesen, tilkynntu þetta.Ráðherrarnir fagna því að lausn hafi fundist á málinu. Wouter J. Bos kvaðst einkum ánægður með að staða hollenskra innstæðueigenda væri nú skýr. Árni M. Mathiesen bætti við að aðalatriðið væri að málið væri nú leyst.

Samkomulagið kveður á um að íslenska ríkið muni bæta hverjum og einum hollenskum innstæðueiganda innstæður að hámarksfjárhæð 20.887 evrur. Hollenska ríkisstjórnin mun veita Íslandi lán til að standa undir þessum greiðslum og hollenski seðlabankinn mun annast afgreiðslu krafna innstæðueigendanna.

Og einnig má benda á að upprunalega voru Bretar harðir á því að við ættum að borga allar innistæður á Icesave sem voru upp á minnir mig 3000 milljarða. Síðan allar innistæður einstaklinga. En það var endað á að við borgum innistæðutrygginar og Bretar afganginn. Og þar sem margir áttu meira en 20. þúsund evrur á þessu reikningum þá eru Breta að borga svipað upphæð eða meira en við til einstaklinga á meðan allir lögaðilar fá lítið sem ekki neitt. En ef Breta hefðu verið harðir hefðu þeir getað rukkað okkur um allar innistæður á Icesave þar sem að Ísland lýsti yfir að allar innistæður í Íslenskum bönkum væru tryggðar og á EES gildir jafnræðisregla sem tryggir að allir einstaklingar eiga að eiga sama rétt óháð staðsetningu útbús.

Yfirlýsing ríkisstjórnarinnar6.

10.2008

Ríkisstjórn Íslands áréttar að innstæður í innlendum viðskiptabönkum og sparisjóðum og útibúum þeirra hér á landi verða tryggðar að fullu.

Með innstæðum er átt við allar innstæður almennra sparifjáreigenda og fyrirtækja sem trygging innstæðudeildar Tryggingasjóðs innstæðueigenda tekur til.


Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2009 kl. 13:10

6 identicon

Það er stórkostlegt að lesa svona blind innlegg sem þetta þar sem blindan orsakar tómarúm í þeim hluta kollsins sem stjórnar rök og rétthugsun.   Virðist sem "þeir voru meira vondir en við" hlutinn yfirbugin hýsilinn og missir hann alla stjórn á hugsun og froðuflellir samhengislaust um menn og málefni.  Verst að það skuli ekki vera hægt að sprauta við þessari svínaflensu

Kristinn (IP-tala skráð) 28.11.2009 kl. 13:42

7 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Sigurbjörg vilt þú gjöa svo vel að skýra þetta: ".....og spilltasti flokkur landsins sem er Samfylkingin ásamt Ólafi R."

Hvað í ósköpunum hefur Ólafur með Icesvae að gera og hvernig rökstyður þú að Samfylkinginn sé spilltasti flokkur landis. Og hvaða rök hefur þú fyrir því að við eigum ekki að borga? Og þegar við erum þegar búin að samþykkja að borga, hvernig eigum við þá að sleppa við það. Og getur þú nefnt mér fleiri lögfræðinga en Stefán Þór og Lárus sem þekkingu hafa á Evrópsku tilskipunarkerfi, dómmstólum og rétti og skyldu ríkja sem hafa sagt að við þurfum ekkert að borga? Þú gerir þér grein fyrir því að nær allir hafa bara apað þetta upp eftir þeim og indefence sem er nú hópur manna þar sem eru menn í forsvari sem hafa enga reynslu eða þekkingu á samskipum ríkja né túlkun á tilskipunum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 28.11.2009 kl. 14:15

8 Smámynd: Ólafur Elíasson

Sæll Magnús.

Mig lagngaði bara að gera smá athugasemd við fullyrðingar þínar um að gott aðgengi hafi verið að gögnum um málið.

Ég sjálfur var í hringiðu málsins í sumar þegar Icesvesamningarnir voru undirritaðir. Ekki stóð þá  til að sína þingmönnum samningiana heldur var verið að tala um að ríkisendurskoðun færi yfir málið og gæfi eitthvert vottorð um að samningarnir væru eðlilegir. Við í InDefence hópnum vorum á þessum tíma  að biðla örvæntingarfullt til sendiherra Breta og Hollendinga um að fá þá til að biðja sín stjórnvöld um að gefa íslenskum þingmönnum leyfi til að fá að fara yfir samningana í lokuðu herbergi í sendiráðunum. Hversu bjánalega sem þetta hljómar nú.

Sjálfur  fékk ég  samninginn inn um bréfalúguna heima hjá mér um miðja nótt löngu á undan þingmönnum og ráðherrum. Líklega frá einhverum embættismanni sem blöskraði málið svo að hann gat ekki annað en lekið honum út. 

Það var afar einkennileg tilfinning fyrir mig að hafa þessa samninga í höndunum og ekki var það góð tilfinning þegar ég las þá yfir með fjórum lögfræðingum sem voru allir sammála að þetta væru verstu samningar sem hægt væri að hugsa sér að skrifa undir. Samningar sem þjóðin átti ekki að fá að sjá.

Mig langar að spyrja þig Magnús. Hefur þú sjálfur lesið Icesave samningana?

Kær kveðja.

Ólafur Elíasson

olaf@simnet.is

Ólafur Elíasson, 28.11.2009 kl. 14:39

9 Smámynd: Ólafur Elíasson

Varðandi fyrirspurn þína um fleiri lögfræðinga er Stefán Má og Lárus Blöndal.

Benda má á skrif Sigurðar Líndal um málið á pressunni. Þar nefnir hann fjögur erlend lögfræðiálit til sögunnar ef menn vilja ekki treysta íslenskum lögfræðingum.

"Ég benti honum (Jóni Baldvini;innskot mitt) á, að undir þessa „heimatilbúnu“ skýringu nokkurra íslenzkra lögfræðinga hefðu tekið þrjár erlendar lögmannsstofur – tvær brezkar, Miscon de Reya og Lowell í London og ein belgísk Schiödt í Brüssel. Raunar hafa nú fleiri bætzt við og má þar nefna Lee Bucheit, lögmann í New York og kennara við Harvard og Yale Háskóla."

http://pressan.is/pressupennar/lesa_Sigurd_Lindal/ur-thrasheimi-stjornmalamanns

Ég hef sjálfur lesið álit  Miscon de Reya, þar kemur skýrt fram að þeir telji rök Breta og Hollendinga um ríkisábyrgð á innistæðutryggingum ekki standast skoðun.

Kær kveðja.

Ólafur Elíasson

olaf@simnet.is

Ólafur Elíasson, 28.11.2009 kl. 14:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Magnús Helgi Björgvinsson
Magnús Helgi Björgvinsson

Skoðanir Magga um menn og málefni í fréttunum. maggihb@gmail.com Athuga að þetta eru mínar skoðanir og þið megið bara hafa ykkar hentisemi, því ég er að nota mína.

Eldri færslur

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Twitter

Teljari

joomla visitor

Twitter

Tenging við twitter

Um bloggið

Vettvangur Magga

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband